Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 11 Flokkamir eiga fylgið Sennilega er það að bera í bakka- fullan lækinn að íjalla um kosning- amar meira en orðið er. Þær eru búnar að vera á dagskrá nógu lengi að undanfömu og flestir fengið sig föllsadda. Þó er óhjákvæmilegt að rýna lítið eitt í úrslitin og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum. Áhuga- menn um pólitík hljóta að draga sínar ályktanir af gengi einstakra flokka og þeim straumum sem merkjanlegir em. í þessu sambandi er það dálítið kostuleg lenska að láta stjómmála- foringjana og formenn flokkanna eina um að tjá sig opinberlega um kosningaúrslit. Þeir em dregnir fram í sjónvarpssal strax um nótt- ina, blöðin leita til þeirra þegar lirslit liggja fyrir og flokksmálgögn- in leggja síðan út af orðum foringj- anna eins og um stóra sannleik sé að ræða. Hverjum finnst sinn fögl fegurstur og allir sjá björtu hliðam- ar á tölunum sem koma upp úr kössunum. Jafavel Framsóknar- flokkurinn, sem óneitanlega tapaði fylgi og fjölmörgum sveitarstjómar- mönnum, telur þetta viðunandi úrslit fyrir sig, og Steingrímur segir að Framsóknarflokkurinn sé á upp- leið! Áhrifalaus flokksmálgögn Fyrir það fyrsta vil ég taka undir með þeim, sem benda á þá stað- reynd, að áhrif (jölmiðlanna að þvi er varðar fylgi einstakra flokka virð- ast miklum mun minni en menn hafa haldið. Alþýðuflokkurinn hefur málgagn í skötulíki. Samt vann Al- þýðuflokkurinn á, bætti við sig fylgi í öllum kjördæmum og er sagður sigurvegari kosninganna. Dagblaðið Tíminn er ekki lengur útbreitt blað, að minnsta kosti ekki í þéttbýlinu hér sunnanlands. En Framsókn hefúr annað málgagn norður á Akureyri, Dag, sem heför að sögn mikla lesningu bæði á Akur- eyri og nálægum byggðarlögum. Degi var óspart beitt fyrir vagn Framsóknar í þessum kosningum. Samt fór það svo að Framsóknar- flokkurinn tapaði fylgi, ekki aðeins á Akureyri heldur einnig á Dalvík og Ólafsfirði. Morgunblaðið færðist mjög í auk- ana fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir því sem nær dró kosningadegi. Dag- ana fyrir kosningamar gat vart að líta annað efni en áróður í þágu Sjálfstæðisflokksins og frambjóð- enda hans. Samt tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn nokkru fylgi, ef undan er skilin Reykjavík, sem ég leyfi mér að föllyrða að eigi sér fleiri skýring- ar heldur en atbeina Morgunblaðs- ins. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að áhrifamesta framlag Morgunblaðsins í liðveislunni var myndbirtingin af útifimdi sjálfctæð- ismanna í Reykjavík. Fámennið, sem berlega sást á myndinni, rann stuðn- ingsmönnum D-listans til rifja og skaut þeim skelk í bringu. Einhvem tímann hefði það þótt jaðra við guð- last að birta slíka mynd af útifúndi daginn fyrir kosningar en kannski hafa Morgunblaðsmenn áttað sig á þýðingu þessarar myndbirtingar og klókindi ráðið að snúa röngunni út til að fá réttuna fram. Hvaða ályktanir má draga af þess- um þversögnum? Sterkt málgagn, léleg útkoma. Lélegt málgagn, sterk útkoma? Fyrst og fremst þær að flokksmálgögn eru tekin með fyrir- vara af öllum þorra kjósenda. Þau kunna að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið, en í kosningabarát- tunni sjálfri setur fólk sig í vamar- stellingar og lætur ekki heilaþvo sig. Mér er til efs að nokkur maður lesi lofrullur og langlokur sem fylla dálk eftir dálk. Sjálfetæðisflokkinn í Reykjavík vanhagaði hvorki um lof né traust. Helsta áhyggjuefni flokksins var að vekja stuðningsmennina til vitundar um að borgin gæti tapast. Myndin af auðninni á útiföndinum gerði út- slagið meir og betur en samanlagt lofið og dýrðin og geislabaugamir. Litlu verður vöggur feginn Fylgi flokkanna hefirr á landsvísu breyst sem hér segir frá síðustu sveitastjórnarkosningum: Sjálfstæð- isflokkurinn tapar rúmum 2,5%, Framsóknarflokkurinn tapar 3%, Alþýðuflokkurinn bætir við sig 4% og Álþýðubandalag eykur fylgið um 2%. Munurinn er enn minni ef mið- að er við síðustu þingkosningar. Þetta segja þeir hjá A-flokkunum að sé sigur fyrir stjómarandstöðuna. Sumir íjölmiðlanna slá því upp að einn flokkur hafi beðið ósigur, annar hafi unnið sinn stærsta sigur eftir stríð. Litlu verður vöggur feginn ef þetta teljast straumhvörf. Frómt írá sagt þá rúllar þetta áfram nokkum veg- inn í sama farinu þegar á heildina er litið. Tiltölulega fámennur hópur kjósenda kýs eitt í dag en annað á morgun, en hlutföllin milli flokk- anna em í stórum dráttum þau sömu ár eftir ár, kosningar eftir kosning- ar. 1 besta falli breytast kosningatöl- ur vegna staðbundinna aðstæðna eins og Þorsteinn Pálsson hefur bent á, og þá ekki síst af því hvaða fólk er í framboði. Flokkamir geta verið heppnir með frambj óðendur en það sem er þó öllu vemu þeir geta verið Ellert B. Schratn skr'rfar: óheppnir með frambjóðendur. Það kom sumum í koll. Ef einhver telst sigurvegari í þess- um kosningum þá er það Davíð Oddsson. Hann var í sviðsljósinu, að honum veist og til hans böfðað. Og uppskeran var eins og til var sáð, jafht af hans eigin flokki sem andstæðingunum. Fólk kaus og valdi hvort það vildi Davíð eða ekki Davíð. Svo einfalt er þetta. Símastaura í framboð! Annars er það með hreinum ólík- indum hversu rótgróið fylgi hvers flokks reynist. Breytingamar em í rauninni sáralitlar og það jafnvel þótt tekið sé mið af tveim til þrem áratugum. Sjálfctæðisflokkurinn fær til að mynda nokkum veginn ná- kvæmlega sömu atkvæðaprósentuna eins og í síðustu borgarstjómar- kosningum. Þó bættust við átta þúsund nýir kjósendur. Við höldum stundum að nýir fram- bjóðendur og listar hafi áhrif. Við stöndum í þeirri trú að málatil- búnaður og sérstök deilumál, sem upp koma, hafi áhrif til eða frá. Og ýmsar breytingar hafa orðið í borg- inni á þeim fjómm árum frá þvi kosið var síðast. Samt em kosningatölur nánast upp á punkt og prik þær sömu. Frambjóðendur og borgar- stjórinn sjálíúr geta spurt: Til hvers allur þessi hamagangur? Hvað hefur orðið um okkar starf? Allt situr við það sama í sex hundmð sumur! Skoðanakannanir hafa mglað suma í ríminu. Bæði Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur halda því fram að þeir hafi unnið á i kosninga- baráttunni miðað við niðurstöður kannana sem teknar vom á kjör- tímabilinu. Flokkamir er jafnvel famir að vinna stórsigra í krafti þessara kannana! Þá er því sleppt og gleymt að í skoðanakönnunum tekur nærri því annar hver kjósandi ekki afetöðu. í kosningunum skilar hann sér á kjörstað, skilar hann sér á sinn gamla bás. Eiginlega getur maður haldið þvi fram af illkvittni að flokkamir geti stillt upp síma- staurum og fengið nokkum veginn sama fylgi engu að síður! Múr- og naglfast Hér hefiir einkum verið fjallað um úrslitin í Reykjavík. Það er skiljan- legt vegna þess að þar er mestur fjöldinn, þar mælist þimgavigtin í pólitíkinni og þar em sveiflumar marktækastar ef einhverjar em. Það skal að vísu játað að sveiflan í Hafn- arfirði og að nokkm leyti í Keflavík er óvanalega mikil, en samt er afar vafasamt að hægt sé að túlka hana sem almenna fylgisaukningu Al- þýðuflokksins á landsvísu, í ljósi þess að fylgisaukning Alþýðuflokks- ins er í engri líkingu annars staðar. Nú má enginn halda að verið sé að gera lítið úr þeim árangri sem Al- þýðuflokkurinn náði í þessum kosningum. Öllum er ljóst að hann er að ná sér upp úr lægð síðasta áratugar. En þetta era engin straumhvörf, ekki einu sinni fyrir- heit um straumhvörf. Ef til vill er það napurlegasta nið- urstaðan í kosningunum hversu lítið breytist. Munstrið milli gömlu flokk- anna, valdahlutföllin og sjálfheldan, er mosavaxið, múr- og naglfast. Ég spurði um síðustu helgi hverju það breytti þótt þessi flokkurinn eða hinn fengi einum fölltrúanum fleiri eða færri í aðskiljanlegum sveitar- stjómum. Og hvað kemur á daginn? Að loknum kosningum fallast menn í faðma og allir semja við alla. Sjálf- stæðisflokkurinn semur við Alþýðu- flokk á þessum stað, Alþýðubanda- lag eða Framsókn á öðrum stað og engu máli virðist skipta hvar flokk- arnir standa í hinu pólitíska litrófi, engu varðar hvað sagt var fyrir kosningar, engu breytir hvort meiri- hlutaflokkar töpuðu fylgi eða ekki. Flokkamir telja sig jafavel eiga fylgið. Stjómmálaforingjamir tala um að Alþýðuflokksfylgið í Reykja- vík hafi farið yfir á íhaldið. Þeir segja að kratafylgið í Firðinum hafi skilað sér. Okkar fólk, segja oddvitar flokkanna, okkar fólk fór vfir á hina i þessum kosningum, rétt eins og ekkert sé sjálfeagðara. Þeir ganga út frá því vísu að flokkamir eiga atkvæðin. Og það sem verra er, úr- slitin virðast benda til að svo sé. Skrítin lífsreynsla Það var gaman að heyra Þórarinn Eldjám lýsa þessu í útvarpinu um daginn. Hann lét sig hafa það að skrifa upp á stuðningsyfirlýsingu fyrir Davíð fyrir kosningamar. Það var skrítin lífcreynsla sagði Þórar- inn. Menn komu hver á fætur öðrum og sögðu að hann væri að svíkja lit, ég mætti ekki svíkja flokkinn minn. Þórarinn sagðist ekki vita til þess að neinn flokkur ætti sig og þó þóttu það hálfgerð landráð að hann skyldi hafa sjálfetæða skoðun á því hvem hann kysi! Sumum finnst að Flokkur manns- ins sé undarlegt fyrirbæri, utanveltu og út á skjön. Enda þótt flokkurinn hafi ekki fengið umtalsvert fylgi er ég alls ekki frá því að framboðið hafi komið mörgum skemmtilega á óvart og fleiri heldur en kusu Flokk mannsins hafi haft gaman af mál- flutningi Áshildar Jónsdóttur í sjónvarpinu á dögunum. Hún var öðmvísi en hinir, ekki kannski vön eða lífereynd í slikum kappræðum, en henni tókst að koma til skila boðskap sínum, sumsé þeim að fjór- flokkamir væm hver öðrum líkir og eiginlega alveg eins. Kosningaþátttaka var minni nú en nokkm sinni fyrr. Óháð framboð vom óvenju-mörg. Straumhvörfin í þessum kosningum hggja ekki í breytingum á fylgi gömlu flokkanna frá einum til annars. Þau felast í sjálfheldunni sem kallar fram minni áhuga, óháð framboð og pólitíska þreytu innan flokka, sem þykjast geta gengið að fylginu vísu. Óg gera það. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.