Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986. Krataveldið uppvakið í Hafnarfirði Hafharfjörður var fyrr á árum stundum nefhdur „rauði bærinn“. Þá var Alþýðuflokkurinn öflugur í bæn- um og beitti sér fyrir ýmsum fé- lagslegum aðgerðum m.a. til atvinnuuppbyggingar, svo sem stofhun bæjarútgerðar. Kannski var það tímanna tákn að þegar bæjarstjórn Sjálfstæðisflokks og Samtök óháðra borgara í Hafnar- firði hafa lengi tekið virkan þátt í bæjarmálefnum suður frá. Upphaf- lega voru samtökin klofningsfram- boð út úr Alþýðuflokknum. Hugsunin á bak við framboðið var, eins og víðar, áhugi á að hefja bæjar- málefnin yfir pólitískt þras eða átök og reyna að fást við byggðamál á einhverjum óskilgreindum og ópóli- tískum grundvelli. Óháðir í Hafnar- firði nutu mikils fylgis um eitt skeið, en upp á síðkastið hefur stemmning- in kringum þetta framboð dofnað, fylgið reyst af þeim og á síðasta kjör- tímabili mynduðu hinir óháðu meirihluta með Sjálfstæðisflokkn- um. Ámi Gunnlaugsson, lögmaður og fasteignasali í Hafnarfirði, var lengst af oddviti hinna óháðu í Firð- inum. Hann er úr þekktri Alþýðu- flokksfjölskyldu. Bróðir hans er Stefán Gunnlaugsson sem var bæjar- stjóri í Hafnarfirði á árunum 1954 til 62. Synir Stefáns, þeir Gunnlaugur og Guðmundur Ámi hafa beitt sér af krafti í Alþýðuflokknum síðustu árin. Guðmundur Árni var blaða- maður og svo ritstjóri Alþýðublaðs- ins. Gunnlaugur, sem nú er starfsmaður Hjálparstofnunar kirkj- unnar, sat á Alþingi þegar þingmenn krata vom fleiri en þeir hafa verið í seinni tíð. Á sama þingi sat Finnur Torfi, bróðir hans. Og nú leiddi Guð- mundur Árni Hafnarfjarðarkrata til sigurs í bæjarstjómarkosningunum og er líklegur til að feta í fótspor föður síns og verða bæjarstjóri - með stuðningi eina bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins. Helgarblað DV bað Árna Gunnlaugsson, föðurbróð- ur Guðmundar Áma, að gefa sína skýringu á því hvers vegna hafhf- irskir kjósendur hefðu nú aftur fylkt sér um Álþýðuflokkinn. En Ámi vildi ekki fiölyrða um hafnfirska pólitík. „Þessi mál ræði ég ekki,“ sagðihann. „Rauði liturinn breytist ekki“ Guðmundur Ámi, forsvarsmaður nýja meirihlutans, hafði hins vegar ekkert á móti því að ræða við blaða- mann. Og við byrjuðum á því að spyrja hvort Hafnarfiörður yrði hú aftur „rauði bærinn" eins og fyrrum. „Rauði liturinn breytist ekki. En það eru aðrir tímar núna. Það er vitanlega óhugsandi að við getum lifað núna eins og gert var áður. Það verða menn að gera sér ljóst. En Alþýðuflokkurinn er kominn til valda aftur. Það hefur ákveðin áhrif. Við lítum til fortíðar og lærum af henni, en nú eru aðrar aðstæður. Við verðum auðvitað að lifa í takti við tímann. íhaldið sagði í kosningabar- áttunni að Alþýðuflokkurinn hefði ekki sinnt dagvistunarmálunum fyrr á árum. Sannleikurinn er hins vegar sá að þótt meira sé by ggt af dag- heimilum núna en þá var, þá full- nægðu þeir þörfinni fyrir dagvistun barna hér áður. Þörfin var ekki sú sama og nú er. Þessi málfiutningur sjálfstæðismanna er sambærilegur við það og hefðu þeir álasað fyrri bæjarstjórnum Alþýðuflokksins fyrir að tölvuvæða ekki bæjarkerfið árið 1954.“ Að tala viðfólkið Ný bæjarstjóm tekur við í Hafnar- firði eftir 15. júní. Þegar við ræddum við Guðmund Árna voru allar líkur á að samstarf tækist milli fimm nýrra bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins og fúlltrúa Alþýðubandalagsins - og einhver hafði nefnt þann möguleika að bæjarstjórinn yrði pólitískur eins og í Keflavík. - Heitir væntanlegur bæjarstjóri Guðmundur Ámi? „Það hefur ekki verið rætt - ráðn- ing bæjarstjóra er ekki afráðin," sagði Guðmundur Ámi og varð leyndardómsfullur á svip eins og stjórnmálamenn jafnan verða þegar spurt er um eitthvað sem hefur póli- tíska þýðingu. Sjómennirnir, sem við hittum við höfnina í Firðinum, tóku þeirri hugmynd vel þegar við rædd- um við þá. „Það skiptir mestu að nýja bæjarstjómin breyti um vinnu- framboös Óháðra borgara hafði lagt bæjarútgerð Hafnfirðinga niður þyrptust kjósendur aftur að Alþýðuflokknum og gömlu Hafn- arfjarðarkratarnir, sem um langt skeið áttu ekki nema tvo bæjar- fulltrúa og voru löngum í minni- hluta, urðu á einni kosninganóttu á nýjan leik stærsti flokkurinn í bænum. brögð frá því sem verið hefur," sagði einn þeirra. „Bæjarstjórinn og kjöm- ir fúlltrúar verða að ræða við fólkið. Hér við höfnina er margt sem þarf að lagfæra, margt sem þarf að ræða. Við ætlumst til þess að það verði rættvið okkur.“ „Já,“ sagði Guðmundur Árni. „ Við tölum saman.“ Og brosti svo breitt í júnísólinni - „maður er varla búinn að átta sig á þessum kosningasigri. Það er svo margt hér sem þarf að huga að. Og þessi hugmynd um að ég verði bæjarstjóri - ég veit varla. Ég hef í nógu að snúast og veit af reynslu að það er mikið starf að stýra einu bæjarfélagi. Hafnarfiörðurer ekkert smápláss. Fjörðurinn er einn af stærri kaupstöðum landsins." Þegar Stefán, faðir Guðmundar Áma, var bæjarstjóri vom íbúar í Hafnarfirði um 5000 talsins. Nú em þeir um 14000. Bæjarfélagið hefur tekið miklum stakkaskiptum. Og á áreiðanlega eftir að halda áfram að vaxa. „Við viljum opna bæjarstjórn. Við ætlum að tala við fólkið, svo mikið er víst,“ sagði Guðmundur Ámi. Ef hann verður bæjarstjóri verður hann væntanlega í hópi yngstu manna sem stýrt hafa stórum kaupstað. Maður- inn er ekki nema þrítugur. Kratarósin að springa út Við ræddum við Guðmund Árna heima hjá honum á Hringbrautinni í Hafnarfirði. Sumarsólin var örlát á geisla sína þennan dag og við stillt- um krataforingjanum upp til myndatöku við beinvaxna björk í garðinum. Innandyra ambraði ný- fæddur sonur hans í vöggu, tíu daga gamall - „sannkallaður kosninga- snáði,“ sagði Guðmundur Ámi og pírði augun í sólskininu. „Það er nú ekki sami fyrirgangurinn í þessum pilti og föðurnum - ekki ennþá,“ sagði frúin í húsinu, Jóna Dóra j Karlsdóttir. „En það er oft hávaði í ! kringum þessa krata þegar þeir stækka. Og nú er þeim allt í einu farið að fiölga “ Rósirnar í stofunni heima hjá Guð- mundi Áma og Jónu Dóm voru legíó. Vinir og kunningjar höfðu nær fyllt íbúðina af þessu blómstri sem sósíaldemókratar um allan heim hafa gert að tákni sínu. Nýtt barn; nýr bæjarstjórnarflokkur; vor í lofti - á að láta hendur standa fram úr erm- um, GuðmundurÁrni? „Kratarósin er að springa út, svo mikið er víst - en við æðum ekki af stað eins og kálfar á vori. Við erum raunsæ. Við gerum okkur til dæmis ljóst að fæst okkar hafa mikla reynslu af bæjarstjórnarstörfum. . Ætli ég sé ekki sá sem mesta reynslu hefur og hef þó ekki setið í bæjar- stjórn nema eitt kjörtímabil - í minnihluta. Nú tekur alvara lífsins við.“ - Líturðu á fylgisaukningu Al- þýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins víða um land sem einhvers konar fyrirboða um vænkandi hag A-flokk- anna eins og Svavar Gestsson hefur haft við orð? „Ég vil engu spá um framtíðina. En landsmálin spila auðvitað heil- mikið inn í í hugum fólks þegar það er að kjósa. Hér í Hafnarfirði hafa húsnæðismálin t.d. verið í ólestri eins og annars staðar. En ég held að það sé ekkert augljóst og heint sam- band á milli hinna einstöku byggða. Alþýðuflokksmenn í Keflavík unnu frægan sigur núna - þar veldur sjálf- sagt bág staða í útgerðar- og fisk- vinnslumálum. Sama hefur verið uppi á teningnum hér.“ Guðmundur Árni Stef- ánsson - með „kratarós- ina“ í tilefni kosningasig- ursins - „félagsmiðstöð og íþróttahús eru for- gangsverkefni“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.