Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 10
10 DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. Frjálst.óháó dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND J0NSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLfUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Agaskortur í flugturninum íslenzk flugumferðarstjórn fær þessa dagana kaldar kveðjur í heimskunnum fjölmiðlum. Eftir einum flugfar- þega var haft: „Þeir hafa allan himingeiminn. Samt voru þeir næstum búnir að drepa okkur.“ Sagt er frá agaleysi og sinnuleysi í flugturninum í Reykjavík. Ekki bæta úr skák yfirlýsingar flugumferðarstjóra um, að þeir séu í flugturninum með hugann við annað en starfið, af því að ástandið í mannlegum samskiptum sé svo slæmt á vinnustaðnum. Slíkar yfirlýsingar bera vitni um barnalegan skort á tilfinningu ábyrgðar. Sem dæmi um agaskortinn má nefna, að hingað til hafa flugumferðarstjórar á Reykjavíkurflugvelli neitað að sýna með skýrslum, hvenær þeir taka við flugum- ferðarstjórn og hvenær þeir hætta. Slíkt er gert á Keflavíkurflugvelli og annars staðar í heiminum. Mistökin í flugumferðarstjórn hafa hrannazt upp á undanförnum árum. í júní 1983 tókst Arnarflugsmanni með snarræði af afstýra árekstri við kafbátaleitarvél varnarliðsins. Og í september 1985 munaði minnstu, að tvær Flugleiðaþotur rækjust á skömmu eftir flugtak. Þetta ástand er þeim mun alvarlegra fyrir þá sök, að íslendingum hefur verið trúað fyrir flugumferðar- stjórn yfir Grænlandi og stórum hluta Norðurhafa allt til pólsins. Um þetta svæði fer þriðjungur af fluginu yfir Norður-Atlantshafið eða um 40.000 flug á ári. Fyrir þessa þjónustu fékk Island 140 milljónir króna í fyrra. Þetta fé greiddi laun 94 manna við flugumferðar- stjóm, fjarskipti og veðurspár. Þetta er umtalsverður atvinnuvegur hér á landi og getur ekki talizt gulltrygg- ur, frekar en önnur forgengileg atvinna. Ef íslendingar fá á sig orð fyrir kæruleysi í flugum- ferðarstjórn, er hætt við, að Alþjóða flugmálastofnunin taki aftur til athugunar, eins og hún gerði fyrir réttum áratug, hvort rétt sé að treysta íslendingum áfram fyrir þessu viðkvæma og agaða nákvæmnisverkefni. Komið hefur í ljós, að íslenzka flugmálastjórnin reyn- ir að halda málunum leyndum, þegar við hefur legið, að flugvélar rekist á. Svo virðist sem danskur útvarpsá- hugamaður hafi að þessu sinni heyrt samskipti flugvéla og flugturns og komið erlendum fjölmiðlum á sporið. Slík þagnarstefna er að sjálfsögðu ekki traustvekj- andi. Islenzkir flugfarþegar telja sér vafalaust koma við, hvort búast megi við nokkurn veginn einu sinni á ári eða oftar, að flugvélar lendi í árekstrarhættu á flug- stjórnarsvæðinu, sem íslendingar ferðast um. Ekki er heldur hugnanlegt að lesa eftir frammámönn- um í fluginu, að „svona atvik, misjafnlega alvarleg, séu að gerast daglega úti um heim“. Með þessu er því óbeint haldið fram, að flugmálastjórnir og samtök þeirra reyni að halda því leyndu, að flug sé almennt stórhættulegt. Rétt er að athuga, að hættan stafar ekki af tækni, heldur af mannlegum mistökum. Eðlilegt er, að Alþjóða flugmálastofnunin svari íslenzkum fullyrðingum um, að agaleysi og sinnuleysi sé ekki bundið við Island, heldur hin almenna regla í heimi flugumferðarstjórnar. íslenzka flugmálastjórnin er sögð hafa þolanlegan tækjabúnað. Á næstu árum verður unnt að auka örygg- ið, bæði með fjölgun ratsjárstöðva og auknum búnaði í flugturni, svo og með sjálfvirkri tölvuskráningu á vöktum flugumferðarstjóra við tölvurnar. Ekkert getur þó komið í staðinn fyrir, að agi og ná- kvæmni verði leidd til vegs og virðingar í flugumferðar- stjóm, sem alþjóðaaðilar hafa treyst okkur fyrir. Jónas Kristjánsson Á meðan sauðféð tórir Fimmtudagskvöld í júní. Sauð- burður langt kominn, bæjarstjómar- kosningamar nýafetaðnar, jarð- skjálfti og fótbolti í Mexíkó, Fröken Júlía komin til Islands og ég fékk upplýsingar um það hjá fúllorðnum bónda í Amessýslu að sauðfé væri ákaflega hamingjusamar skepnur. - Getur það verið? spurði ég. - Já. Þann tíma sem það lifir, sagði hann. Ég velti svarinu fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að það væri harla skynsamlegt. Bóndinn horfir á sauðféð á meðan það er héma megin og gerir hvað hann getur til að ábyrgjast velferð þess ' og hamingju. Hvað við tekur þegar hérvistardagar verða ekki fleiri veit hann ekki og tekur enga ábyrgð á. Ég bar þessa staðhæfingu um ham- ingju sauðfjár undir hestamaim einn. - Já, ætli það ekki, sagði hann. - Ætli þeim finnist ekki bara gaman, rolluskjátunum, mér sýnist það þeg- ar ég ríð framhjá þeim í haganum. - En hvað um hesta? spurði ég þá. Eru hross hamingjusöm? - Já. Hestar eru ákaflega happý. Mínir hestar eru það að minnsta kosti. - í hverju felst sú hamingja? spurði ég enn. - Hvemig geturðu merkt að þeir séu hamingjusamir? - Ég veit það vegna þess að það er fátítt að hestar kunni að lesa. Þeir hafa aldrei heyrt minnst á nein flókin hugtök, skilja aðeins það sem á þeirra skrokk finnst. Ég hef oft séð að hestamir mínir eru kátir og það kemur fyrir að þeir em daprir eða í slæmu skapi. En á heildina litið em þeir hamingjusamir. - Þetta er náttúrlega bara fúllyrð- ing, sagði ég. - Þú notar hestana til þess að gera sjálfan þig hamingju- saman. Þér finnst skemmtilegt að banda þá, sitja á baki þeirra, ráða yfir þeim. Og þegar þú ert hamingju- samur finnst þér að hestamir séu það líka, jafnvel allur heimurinn. - Það getur vel verið. En ég nenni ekki að hugsa þetta til enda. Hross em heldur ekki gæludýr. Ég gef mínum klárum tuggu yfir veturinn, sé til þess að þeir komist í haga yfir sumarið. En ég sálgreini þá ekki nákvæmlega. Ég les ekki fyrir þá á kvöldin. Eiginlega er mér alveg sama um hestana mína þegar lengra er litið. En það væri gaman að koma vel ríðandi gegnum gullna hliðið. Óhamingjusamur Kani Ég stóð við afgreiðsluborð í kaup- félagi við hringveginn og var ekki að hugsa neitt, allra síst um ham- ingju sauðfjár eða hrossa. Allt í einu var miðaldra Ameríkani með jám- bent sólgleraugu farinn að rausa í hægra eyrað á mér. Hann sagði að Frakkar væm skíthælar. - Við björguðum þeim úr tveimur heimsstyrjöldum, sagði hann. - Og svo vildu þeir ekki einu sinni leyfa okkar flugmönnum að fljúga yfir landið á leiðinni til Líbýu. Italir em líka skítseiði og Vesturþjóðverjar og allt þetta evrópska pakk sem hugsar ekki um annað en eigin velferð, dett- ur ekki í hug að stundum þarf að skreppa í krossferðir á vegum rétt- lætisins. Hvað segir þú um þetta? spurði hann. ítalfæri Gunnar Gunnarsson Mér vafðist tunga um tönn enda heilastarfeemin ekki almennilega i gangi. Því er nefnilega þannig farið með mig að lendi ég út fyrir Reykja- vík dett ég úr sambandi, hugsa ekki lengra en að næstu bensíndælu og Líbýa og Ameríkanar og allt það vesen er órafjarri. Þar að auki fannst mér það dónaskapur af þessum Kana að vera að suða um sína eigin timb- urmenn inni í friðsælu kaupfélagi hér úti. Ég ákvað því að ganga í lið með þeim Evrópumönnum sem höfðu verið að valda honum von- brigðum. - Reagan er fífl. Og það sem verra er fyrir þig: hann er leiðinlegt fííl og heimsfriðnum hættulegur. Og svo fór ég. Kátar kýr Ég sá soldið eftir því að hafa ekki tekið Kanann almennilega í læri hjá mér. Mér fannst að úr því að mér tókst að espa upp með mér skoðun á Reagan og hans hundfúla miðstétt- arguðspjalli þá hefði ég átt að útskýra mitt mál. En svo gleymdi ég Kananum. Hann hafði sjálfur ekki haft fyrir því að útskýra sína fordóma - ekki frekar en Reagan sjálfur. Og svo kom ég þar sem menn voru að sleppa út kúm sínum og ég féll aftur inn í hina tómu utanbæjar- tilfinningu sem ég jafiian hef þegar ég er lentur einhvers staðar þar sem ég botna í raun hvorki upp né niður í neinu. Kýr geta svo sannarlega verið hamingjusamar, sérstaklega þegar þær eru ungar. Þetta eru þekkt sannindi á íslandi...kýmar leika við hvum sinn fíngur" sagði skáldið og ég spurði kúasmaiann hvort hann héldi að þær væm ánægðar með lífið. - Það er nú aldeilis augljóst, sagði hann. Og bætti við án þess að hugsa: - Og það er ég líka. Á svona degi. Sálin uppá hattahillu Fimmtudagskvöld í júní. Það var eins og fólk væri að hvíla sig eftir orrahríð kosninganna. Samt fer kosningabaráttan kurteislega fram, ef miðað er við það sem áður tíðkað- ist. Mennimir em í stöðugri framför. Jafiivel stjómmálamennimir. Og við enun ekki fastheldnari á skoðanir okkar en svo að sumir leika sér að því að hoppa á milli flokka, skipta um skoðun eins og hatt og gefa jafn- vel yfirlýsingar um það i blöðunum: Halló! halló! - hvemig væri að gera eins og ég ætla að gera núna! Ég ætla að nudda mér utan í hann þenn- an í ár! Mér finnst þetta eiginlega skemmtilegt. Mér finnst skemmtilegt að fólk skuli hafa svona mikinn áhuga á smámunaþrasi byggðakosn- inganna (það er rövlað um sjálfsagða hluti eins og malbik og bamaheimili og grasrækt í bæjum í heilan mánuð og um það hversu góðir menn ætla að vera við gamla fólkið!) að það skuli nánast fleygja sinni sál uppá hattahengið um leið og það gengur í Valhöll að berjast. Þessi einlægi áhugi á sjálfsögðum hlutum fyllir mig öryggiskennd. Ég get þá látið eftir mér að hugsa ekki neitt í dag, segi ég við sjálfan mig. Það er sem betur fer til fólk sem hefúr brennandi áhuga á malbiki og strætósörvis. Ég get rólegur horft á rollumar og lömbin. Og ég tek und- ir með bóndanum: sauðféð er áreið- anlega hamingjusamt á meðan það tórir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.