Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 12
Fjölmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiðlar DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNI 1986. DV-mynd PK. Bjarni Felixson í KR-peysunni var ekki með þegar Danir unnu Islendinga 14-2. „Ég held með Dönum“ - segir Bjarni Felixson sem einu sinni gekk í röndóttum nærbuxum „Ég held með Dönum í heimsmeist- arakeppninni. Danir eru drengir góðir,“ sagði Bjarni Felixson sem hugsar ekki um annað en knatt- spymu þessa dagana. Hann byrjar að hugsa um fótbolta strax og hann vaknar og hættir því ekki þegar hann kemur heim á miðnætti. „Þetta getur verið ansi lýjandi, sérstaklega þegar búið er að senda út tvo leiki eins og gert var á mið- vikudaginn. Þá var ég reyndar stálhress þegar ég kom heim en morguninn eftir var ég með harð- sperrur og leið eins og timbruðum Taugaspenna Það er ekki gamanið eitt að senda út knattspymuleiki frá heimsmeist- aramótinu. Það tekur Bjama heilan dag að ganga frá 90 mínútna leik, enda í mörg hom að líta. „Þetta tekur á taugamar og reynd- ar erfiðara en væri maður sjálfur á vellinum að lýsa. Ég sé ekkert annað en það sem er á skjánum og verð að leita mér upplýsinga um allt sem að leiknum lýtur. Nöfn dómara, línu- varða, keppenda, nafn leikvangar og hitastigið. Maður sér ekki á skjánum hvort hitinn er 25 stig eða 35. Leik- mennimir finna hins vegar fyrir því. Danska sjónvarpið hefur verið mér hjálplegt og ég hef fengið að hlýða á kynningar þeirra áður en leikurinn hefst. Danir em með tuttugu manna lið þarna úti og eigin skrifstofu." Framburður í fyrstu útgáfu - Hvemig ferðu að því að muna nöfh allra leikmanna og þeyta þeim út úr þér í hvert skipti sem þeir fá boltann? „Ég er með nafnalista sem ég hef kynnt mér rækilega." - En hvernig með framburðinn? „Ég reyni að bera þetta rétt fram og ef það mistekst í upphafi leiks þá held ég mig bara við fyrstu útgáfuna. Það tekur enginn eftir því, leikmenn- irnir eru ekki að fylgjast með framburðinum hjá mér.“ Bjami Felixson lofar sjónvarpsá- horfendum því að heimsmeistara- keppnin eigi eftir að verða enn skemmtilegri en hún er þegar orðin: „Ballið er enn ekki byrjað. Riðla- keppnin er róleg því liðin stefna að því að ná j afntefli, það er hagstæð- ast. Þau forðast að tapa en þiggja sigra ef þeir gefast. Um næstu helgi ætti hins vegar að færast fjör í leik- ina. Þá byrja úrslitaleikimir þar sem liðin verða annað hvort að sigra eða falla út.“ Bráðum fimmtugur Sjálfur er Bjami hættur að leika knattspymu, gaf knöttinn endanlega frá sér í fyrra, enda að verða fimm- tugur á þessu ári. Áhuginn er þó enn vakandi, lifið er meira og minna fót- bolti. „Nei, ég hef aldrei leikið landsleik á móti Dönum og átti sem betur fer engan hlut að máli þegar íslendingar töpuðu 14-2 í Kaupmannahöfn 1976. Ég lék 6 landsleiki á árunum 1962-65 og braut reyndar blað í sögu ís- lenskrar knattspyrnu þegar ég var fyrst valinn í landsliðið. Þá hafði það aldrei gerst áður að vinstri bakvörð- ur væri látinn leika stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu. Menn vom hrifnari af því að láta miðframverði leika þar. Það gafst misvel eins og sannaðist á Herði bróður mínum þegar hann var settur í bakvarðar- stöðuna. Hann var kominn í bún- ingsherbergið eftir fimm mínútur." Röndóttar nærbuxur Það var aðeins í þessum 6 lands- leikjum sem Bjarni Felixson fór úr röndóttu KR-peysunni og lék knatt- spyrnu i öðrum lit. Hann segir tímann hjá KR bestu ár lífs' síns. „Ég hef alltaf laðast að röndum, hvernig sem á því stendur. Ég geng í röndóttum skyrtum, röndóttum jökkum og röndóttum sokkum. Þetta er ekkert sem ég hef einsett mér, eig- inlega get ég ekki skýrt þetta nema í gegnum KR. Áður en litasjónvarpið kom til sögunnar leit alltaf út fyrir að ég væri í röndóttum KR-skyrtum á skjánum en það var nú ekki rétt. Þessar skyrtur voru allar í lit en vissulega röndóttar. Ég held að ég eigi ekki nema eina hvíta skyrtu. Einu sinni gekk ég meira að segja í röndóttum nærbuxum. það var ein- hver kaupmaður sem flutti þetta inn og gat ekki selt af skiljanlegum ástæðum. Hann hringdi því í mig og ég var meira en til í að kaupa af honum nærbuxumar. Ég gekk lengi í röndóttum nærbuxum." Óviss endalok Heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu lýkur ekki fyrr en 29. júlí. Bjami Felixson á eftir að þylja mikla nafnarunu áður en yfir lýkur: „Þetta er þrælavinna. Ég veit ekki hvernig ég kem til með að líta út þegar síð- asta leiknum lýkur.“ Kannski röndóttur? -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.