Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 16
16
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986.
Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður: Saltfiskurinn er stór partur at þjóðarsögunni. DV-mynd KAE
Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndagerðarmaður: Vinna við svona heim-
íldarmynd er sist minni en við leiknar myndir.
Svona f Ijótt verður
lífið að sögu
— rætt við aðstandendur heimildarmyndarinnar
Lífið er saltfiskur
„Við fengum í upphafí mjög
frjálsar hendur við mótun þessa
verks. Það var ákveðið að gera
þetta og gera þetta myndarlega,"
sagði Erlendur Sveinsson kvik-
myndagerðarmaður, þegar DV
ræddi við hann og félaga hans, Sig-
urð Sverri Pálsson, á dögunum.
Verkið sem um ræðir er heimild-
arkvikmyndin Lífið er saltfiskur
sem fyrirtæki þeirra félaga, Lifandi
myndir, vann fyrir Sölusamband
íslenskra saltfiskframleiðenda.
Sjónvarpið hefur ákveðið að taka
myndina til sýningar og í tilefni
af þvf voru þeir félagar teknir tali.
Verður fyrsti hlutinn sýndur í sjón-
varpinu á sunnudagskvöldið, en
myndin hefur þegar verið sýnd í
nokkrum kvikmyndahúsum, auk
þess sem hún er til á myndbandi.
„Við ákváðum að gera myndina
í þremur hlutum. Saltfiskurinn er
svo stór partur af þjóðarsögunni
og snertir okkur á svo marga vegu
að okkur þótti sýnt að ekki væri
hægt að gera honum viðunandi
skil í einni mynd,“ sagði Erlendur.
„Myndimar eru byggðar upp
þannig að hver um sig myndar
sjálfstætt verk, en saman mynda
þær eina heild. Ráðist var í gerð
þessarar myndar í tilefni fimmtíu
ára aftnælis Sölusambands ís-
lenskra saltfiskframleiðenda árið
1982,. en SÍF mun vera elstu sölu-
samtökin hér á landi.“
Saltfisknum fylgt á leiðar-
enda
Fyrsti hluti myndarinnar Lífið
er saltfiskur er eins konar þver-
skurður saltfiskmálanna eins og
þau blöstu við á fimmtugasta
starfeári SÍF, en á því ári var öll
myndin tekin. Lýst er öllum stigum
saltfiskframleiðslunnar og fjallað
um neyslu-, sölu- og markaðsmál.
Fisknum er sem sagt fylgt eftir
frá því hann kemur upp úr sjónum,
alla leið á markað í Portúgal og á
Spáni og inn í stofu hjá spánskri
fjölskyldu. „Þar sést hversu miklu
fremri okkur þessar Suður-
Evrópuþjóðir eru í matreiðslu á
saltfiski. Sumir segja að Spánverj-
ar matreiði saltfisk á hundrað
vegu, aðrir að þeir matreiði hann
á þúsund vegu, allavega eru þeir
miklir meistarar í þessu,“ sagði
Erlendur
Meðan á vinnu við þennan fyrsta
hluta stóð kom upp sú hugmynd
að gera sér^taka kennslumynd um
saltfiskverkun. Því var snarlega
hrundið í framkvæmd og gert hlé
á vinnu við heimildarmyndina á
meðan. Undirbúningur hófet í lok
september 1982 og vinnu við hana
lauk snemma í j anúar 1983 og hefur
myndin verið sýnd víða um land.
Saltfiskurinn og þjóðarsag-
an
Þriðji hlutinn fjallar um fyrir-
komulag saltfiskverslunarinnar
eftir heimsstyrjöldina fyrri, stofn-
un Sölusambands íslenskra salt-
fiskframleiðenda árið 1932 og
þróunina til okkar dags. í mynd-
inni er ennfremur yakin athygli á
hvemig barátta Islendinga um
markaðina hefur verið mikilvægur
þáttur í sjálfetæðisbaráttu þeirra á
20. öldinni.
„Þessi þriðji hluti er saga SÍF og
um leið þjóðarsaga. Þarna byggjum
við mikið á gömlum heimildar-
myndum sem við fengum að láni,
bæði hér heima og erlendis," sagði
Erlendur.
Annar hluti myndarinnar, sem
ber undirtitilinn Frá örbirgð til
bjargálna er enn ófúllgerður. Fyrir
liggur grunnur að handriti en ljóst
er að fleiri en saltfiskmenn verða
að koma inn í fjármögnun á þeim
hluta eigi hann að verða að veru-
leika. Enda kemur þessi hluti inn
á fleira en saltfisk og saltfiskverk-
un. í raun er hér um menningar-
og atvinnusögu okkar íslendinga
að ræða.
Þessum hluta er ætlað að fjalla
um upphaf saltfiskverkunar á ís-
landi og þátt þessarar atvinnu-
greinar í sjálfstæðisbaráttunni. Þá
er tekið fyrir samspilið milli salt-
fiskverkunarinnar, þilskipaútgerð-
ar og þéttbýlismyndunar.
Þrettán kílómetrar af filmu
Vinna við myndina hófst árið
1979 og var gagnasöfhun og öflun
myndefnis umfangsmikill þáttur í
gerð myndarinnar. Ljósmyndaleit
var bæði tímafrek og yfirgripsmik-
il, en einnig var varið miklum tíma
í blaðaflettingar á Landsbókasafni.
Bæði Erlendur og Sigurður Sverrir
höfðu þó nokkra reynslu af svona
vinnu áður en þeir réðust í þetta
verkefni, sem eflaust nýttist þeim
vel. Þeir höfðu meðal annars ný-
lokið við að gera sögulega mynd
fyrir Slysavarnafélag Islands.
„Þetta er mjög umfangsmikil
mynd og gagnasöfnun og vinna við
heimildir tók gífurlegan tíma,“
sagði Erlendur. Og Sigurður Sverr-
ir bætti við:
„Vinna við svona mynd er ekki
minni en við leiknar kvikmyndir,
og sennilega meiri. Bæði er heim-
ildarkvikmyndin í eðli sínu mjög
stutt og samþjappað form og síðan
skapar það sérstakan vanda þegar
verið er að fást við samtímasögu.
Menn hafa einfaldlega mjög oft
mismunandi skilning á atburðun-
um.“
Alls var kvikmyndað á tæplega
áttatíu stöðum og unnið var úr
meira en þrettán kílómetrum af
filmu. Tökustaðimir voru bæði hér
heima og eins í markaðslöndum
íslendinga erlendis, einkum í Port-
úgal og á Spáni.
Eltingarleikur við Suðurland
Að sögn þeirra félaga gekk vinna
rið myndina yfirleitt vel. Eitt sinn
'entu þeir þó í heilmiklum eltingar-
.eik við að ná myndum af flutn-
tngaskipinu Suðurlandi. Ætlunin
ttar að ná myndum af skipinu þar
sem það sigldi undir brú við inn-
siglinguna í höfnina í Lissabon.
„Við vorum mættir þarna um
morguninn þegar von var á skipinu
og biðum í viðbragðsstöðu með
kvikmyndatökuvélarnar. Loks
kom skipið siglandi undir brúna,
en rétt áður en skipið kom á stað-
inn þar sem átti að mynda það sneri
það við eins og það væri feimið við
okkur og sigldi undir brúna á öðr-
um stað,“ sagði Erlendur.
Kvikmyndatakan varð því að
miklu leyti misheppnuð. Mjög illa
gekk að ná sambandi við Suður-
landið. Það hafðist þó fyrir rest og
var skipstjórinn fús til að sigla
Suðurlandinu aftur undir brúna og
gerði það næsta morgun. í allt var
þetta sjö klukkutíma eltingarleik-
ur, en þess virði, sögðu kvikmynda-
gerðarmennimir, því hér var á
ferðinni stórt og mikilvægt skot.
Lögreglan bannar kvik-
myndun
Þetta voru ekki einu vandræðin
sem kvikmyndatökumennirnir
lentu í í Portúgal. Einhverra hluta
vegna var háfharlögreglunni í
Lissabon mjög uppsigað við kvik-
myndatökuvélar og á því fengu
menn að kenna þegar til stóð að
mynda flutningaskipið Keflavík í
Lissabonhöfh. Fyrst var myndað á
hafharbakkanum. Lögreglan
bannaði það, en fékkst til að horfa
framhjá því.
En þegar að því kom að fara um
borð í Keflavíkina voru kvik-
myndatökumennimir stöðvaðir og
engu tauti komið við lögregluna.
Fékkst engin viðhlítandi skýring á
þessu banni, aðeins sagt að sækja
þyrfti um formlegt leyfi. Leigubíl-
stjóri þeirra félaga skammaðist sín
svo mjög fyrir framkomu landa
sinna að hann fór sjálfur upp á
lögreglustöð til þess að fá leyfi fyr-
ir kvikmyndatöku um borð í
Keflavíkinni, en allt kom fyrir ekki
og urðu kvikmyndatökumennirnir
að gefast upp.
Nútíminn verður saga
„Fyrst og fremst hefur þessi mynd
orðið til þess að sýna manni fram
á mikilvægi þess að gera heimildar-
kvikmyndir, vegna þess hve breyt-
ingamar í samtímanum eru örar.
Fyrsti hluti þessarar heimildar-
myndar umbreyttist úr því að vera
nútímamynd um saltfiskverkun í
það að vera söguleg heimild um
vinnubrögð sem eru nú óðast að
hverfa.
Þessi fyrsti hluti var allur tekinn
árið 1982, á aftnælisári Sölusam-
bands íslenskra saltfiskframleið-
enda. Á þeim fjórum árum sem liðin
eru sfðan þá hafa átt sér stað afar
miklar breytingar í saltfiskmálum.
Við vorum á síðasta snúningi með
að mynda þessa hefðbundnu salt-
fiskpakka, sem flestir kannast við.
Fimmtíu kílóa strigasekkir, sem
notaðir voru sem saltfiskpakkar frá
því íslendingar byrjuðu að verka
saltfisk, held ég. Nú er búið að
brettavæða þetta allt saman.
Annað lítið dæmi mætti nefna.
Pósthúsið í Pósthússtræti kom að-
eins við sögu í myndinni. Nú er
búið að gjörbreyta öllu þar. Svona
fljótt er lífið að verða að sögu,“
sagði Erlendur.
Næsta verkefhi þeirra hjá Lifandi
myndum, sem reyndar er þegar
byijað að vinna við, er heimildar-
mynd um síldarútgerð, saga síldar-
útgerðar 1 nútíð og fortíð.
-VAJ