Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 23
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 23 - Hverju munu bæjarbúar fyrst taka eftir þegar ný bæjarstjórn tekur við? „Nýjum andlitum. En ég get ekki núna sagt til um það hver okkar fyrstu verkefni verða. En það er ljóst að við munum láta til okkar taka strax í sumar. En menn verða jafn- framt að hafa í huga að við búum núna við þá fjárhagsáætlun sem sam- þykkt var fyrir þetta ár. Og sú fjárhagsáætlun - arfur gamla meiri- hlutans - setur okkur skorður. En auðvitað munum við reyna að liðka til eins og hægt er. Við munum finna svigrúm til að láta til okkar taka á þessu ári. En það verður ekki að neinu marki fyrr en á næsta ári að við getum farið að starfa í samræmi við nýja starfsáætlun." Oddaaðstaða eins alþýðu- bandalagsmanns - Samstarf við Alþýðubandalagið? „Ég á von á því. Við áttum gott samstarf í minnihlutanum. Og á málefnasviðinu svipar okkur saman. Ég á ekki von á að neitt hamli okkar samstarfi i meirihlutaaðstöðu. Því er þó ekki að leyna að það skapar viss vandamál að við erum í yfir- burðaaðstöðu - og svo koma þeir með einn mann. Það væri barna- skapur að sjá ekki ákveðna meinbugi á því.“ - Ertu hræddur við oddaaðstöðu kommans? „Hræddur og hræddur ekki; nei, ég veit að bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins er sanngjarn maður. Ég trúi því og treysti að þetta muni ganga snurðulaust. En ég get vel sett mig í spor Alþýðubandalagsins. Þeir sjá okkur rjúka upp úr tveimur fulltrúum í fimm en sjálfir standa þeir í stað. Það sæti í mér ákveðin beiskj a ef ég væri í þeirra sporum. En ég vona að allar tilfinningar í þessa veru hverfi fljótlega.“ Guðmundur Árni þegar hann keppti með hand- knattieiksliði FH. Ðæjarútgerðin gufuð upp - Bæj arútgerðin var löngum óska- barn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Nú er hún ekki lengur til. Áttu von á að það verði einhver breyting á útgerðarmálunum í Hafnarfirði núna? „Bæjarútgerðin erseld. Það erráð- stöfun sem ekki verður aftur tekin. Og þeir aðilar sem tóku við þessum atvinnutækjum hafa staðið sig prýði- lega. Þeir hafa haldið fyrirtækinu og skipunum gangandi. Fólkið sem á hagsmuna að gæta vegna þessa rekstrar hefur haft atvinnu. Það skiptir meginmáli. Við færum þau mál ekki í fyrra horf. Það er ógjörn- ingur - og engin ástæða til eins og málum er nú komið. Við styðjum þessa nýju aðila eins og aðra út- gerðaraðila í bænum." Handboltakappinn Guðmund- ur Arni Guðmundur Árni er ekta Gaflari. Hann hefur alið þar allan sinnald- ur. Um eitt skeið var hann áberandi maður í meistaraflokksliði FH í handboltanum, „þjóðaríþrótt“ Hafn- firðinga. Og eftir að hann hætti keppni með FH-liðinu og einbeitti sér að kratapólitík hefur hann einnig starfað sem þjálfari í handknattleik. Æskulýðs- og íþróttamál eru honum líka hugleikin. „Þótt hér í Firðinum hafi verið fræknir íþróttamenn, eink- um á sviði handknattleiks, þá er æfingaaðstaðan þannig að okkar bestu menn hugleiða að flytja úr bænum. Þarna verður að spyma við fótum. Alþýðuflokkurinn lagði það til við gerð fjárhagsætlunar í mars sl. að byggja nýtt íþróttahúshið fyrsta. Það var náttúrlega fellt þá. En í kosningabaráttunni komu allir flokkarnir með það mál þannig að það varð einn samhljómur flokk- anna. Bygging nýs íþróttahús verður þannig varla deiluefni í bæjarstjóm núna. Sama er að segja um aðstöðu fyrir æskufólk í bænum. Sú aðstaða, sem æskulýðnum í bænum er boðið uppá, er fyrir neðan allar hellur. Unga fóikið hefst við í gamalli ver- búð hér uppi á reit. Krakkamir kinoka sér við að sækja þangað. Það undrar engan. Enda fara þau út úr bænum - inn í Garðabæ eða til Reykjavíkur í leit að skemmtun eða dægradvöl. Það er þvi mjög knýjandi verkefni að koma upp félagsmiðstöð í Hafnarfirði. Þar eiga unglingarnir að hafa aðstöðu til að sinna sínum áhugamálum og skemmta sér. Félag- " smiðstöð erforgangsverkefni." Og bæjarstjóraefni Hafnfirðinga hélt áfram að hugsa upphátt um þau málefni sem taka átti á - og um breytta stjómarhætti - hraðmæltur maður Guðmundur Ámi, fljótur að hugsa, fljótur að ákveða sig, fljótur að finna leiðir. „Bæjarbúarhafa kvartað uiidan dræmum viðtökum þegar þeir hafa þurft að leita til bæjarkerfisins. Kerfið hefur verið þungt í vöfum og fráhrindandi. Við viljum opna stjórnun. Galopna. Við ætlum að snúa þessu við - og leita út til fólksins.“ -GG *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.