Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 26
26 DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. Knattspyrna unglinga Knattspyrna unglinga Knattspyrna unglinga / r 2. flokkur: Víkingar Reykjavíkur- meistarar Myndin er af 2. flokki A Víkings - en strákamir sigruðu í Reykjavíkurmót- inu eftir harða keppni við KR og Fram. Víkingar stóðu einnig uppi sem sigur- vegarar í B-liði. Mikill uppgangur virðist eiga sér stað hjá Víkingi um þessar mundir því hann sigraði með sama sniði í Reykjavikurmóti 3. fl. á dögunum. - Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Ólafur Friðriksson, form. knattspyrnudeildar Víkings, Gísli Jó- hannesson, Björn Einarsson, Amar Arnarsson, Stefán Aðalsteinsson, Ei- ríkur Benónýsson, Jóhannes Bj. Bjömsson, Ólafur Ólafsson, Ásgeir Sigurðsson, Páll Guðmundsson, Magnús Þorvaldsson þjálfari og Sig- urður Pétursson. - Fremri röð frá vinstri: Haraldur Haraldsson, Stefán Pálsson, Lúðvik Bragason, Hörður Theódórsson, Axel Gomes Axelsson, Guðmundur Pétursson, Elís Bragason og Sveinbjörn Jóhannsson. DV-mynd HH á 4. flokkur: Fram Reykjavíkumieist- ari í A og B Framarar urðu Rvíkurmeistarar í 4. flokki A og B sl. laugardag þegar þeir sigmðu Val, 6-1, í A- og 5-0 í B-liði. - Eins og tölumar gefa til kynna höfðu Framstrákamir talsverða yfir- burði. Valsstrákunum tókst þó af og > til að skapa hættu við Frammarkið, sem þeim tókst þó ekki að nýta utan einu sinni, þegar Valsdrengurinn Gunnar Gunnarsson skoraði með þm- - sigraði Val, 6-1 muskoti í síðari hálfleik. Mörk Framara gerðu Friðrik Sigurðsson, 3 mörk, Þorsteinn Bender, Sævar Guð- jónsson og Sigurjón Þorri 1 mark hver. Staðan í hálfleik var 3-0. Vegna þrengsla verður myndin af hinum nýbökuðu Reykjavíkurmeist- urum Framara að bíða til næsta laugardags. -HH 5. flokkur A: Fyrstu Rvk-meistarar sem ÍR-ingar eignast! Sl. mánudag léku Fylkir og ÍR í 5. fl. A í Reykjavíkurmótinu. ÍR-ingar sigraðu með yfirburðum, 7-1, og er það í fyrsta s.inn í sögunni sem A-Uð frá ÍR sigrar í Reykjavíkurmóti. - ÍR strákamir vom vel að þessu komnir * -þeir sigraðui öllum leikjunumutan einum þar sem varð jafntefli. IR- ingar hafa síðustu ár lagt mikla rækt við yngri flokkana sem auðvitað skilar sér í bættum árangri. Það var aðeins í upphafi leiksins sem Fylkisstrákamir veittu verðugt viðnám, en þeir virkuðu yngri, og eftir því sem leið á leikinn kom styrkleiki ÍR-inga betur í ljós. Strák- amir léku oft skemmtilegan fótbolta og kröftugan. Sömu sögu er ekki hægt að segja um Fylkisstrákana - þeir reyndu þó ávallt að spila boltan- um, en kraftinn vantaði. ÍR-liðið er skipað nokkuð jöfnum og góðum strákum eins og Helga Hannessyni, Gunnari Gunnarssyni, Amari Valssyni, Guðjóni Guð- mundssyni, Amari Jóhannssyni, Grétari Bergssyni og markaskorar- anum Jóhannesi Jóhannessyni með 3 mörk, að ógleymdum markverðin- um Geir Ólafssyni. Gott lið sem á alla möguleika á að ná langt í ís- landsmótinu. Mörk ÍR-inga gerðu Jóhannes Jóhannesson 3 mörk, Grétar Bemdsen 2 mörk, Amar Valsson og Guðjón Guðmundsson 1 mark hvor. Fylkisliðið barðist vel meðan kraftamir entust, en eins og íyrr segir, - strákamir léku flestir eins og á fyrra ári, svo nægur er tíminn til að bæta sig. Mest áberandi í ann- ars nokkuð jöfhu Fylkisliði vora Gauti Eggertsson, Jón Þ. Grímsson, Ómar Guðnason og markvörðurinn Jóhann Sigurðsson. Mark Fylkis gerði Kári Sturluson. Vegna þrensla verða myndir af hinum nýbökuðu Reykjavíkurmeisturum að bíða næsta laugardags. -HH Arnar Valsson, fyrirliði 5. flokks IR, A-liðs, hampar Reykjavikurbikarnum eftir leikinn gegn Fylki sem ÍR-strákarnir unnu, 7-1. Þetta er í fyrsta skipti sem ÍR sigrar I A-liði yngri flokks í Reykjavíkurmóti. Arnar segist að vonum glaður yfir sigrinum og þeir strákarnir ætli að standa sig á íslandsmótinu. Hann sagði að erfiðustu andstæðingarnir í nýafstöðnu Reykjavikurmóti hefðu verið Fram og Valur. Það hlýtur að hafa verið mikið ánægjuefni fyr- ir Þorvald Þorvaldsson, frammámann ÍR-inga um áraraðir, að afhenda ÍR-drengjunum verðlaunin. DV-mynd HH Úrslit leikja sem hafa farið fram í hinum ýmsu flokkum fslandsmóts- ins: 2. flokkur - A-riðill: Stjaman-ÍA 4-4 ÍBV-Þór.Ak. 4-0 Breiðablik-V alur 1-2 Víkingur R.-ÍBK 3-3 Fram-KR 1-2 IGuðmundur Gislason, 4. fl. Fram A, átti mjög góðan leik gegn Val sl. Ilaugardag á Framvellimun. Guð- mundur hefur góða tækni og hefur Inæmt auga fyrir spili. Framarar sigruðu Val, 6-1, og urðu Reykjavík- . urmeistarar. - DV-mynd HH 2. flokkur - B-riðill: Þróttur R.-FH 0-2 fR-ÍBf 1-1 Selfoss-Fylkir 3-0 (Haukar hættir þátttöku) 3. flokkur - A-riðill: Víkingar enn ósigraðir Fylkir-Vík. R. 0-2 ÍK-fBK 4-2 Valur-ÍR 3-0 Týr-Stjaman 4-^1 íslands- mótið KR-Þróttur 1-2 Vík. R.-Stjaman 4-2 Fylkir-ÍK 2-5 fBK-KR 1-5 Þróttur-Valur (frestað) 3. flokkur - B-riðUl: Breiðablik-Grindavík 2-0 FH-Akranes 1-7 Víðir-Leiknir R. 1-3 Fram-Selfoss 3-2 4. flokkur - A-riðill: KR-Breiðablik 0-4 Vfk. R.-Fram 0-3 fBK-Selfoss (frestað) Valur-ÍK 5-0 Fylkir-ÍA 3-4 4. flokkur - B-riðiU: Grindavík-Hveragerði 5-2 5. flokkur - A-riðUl: Grindavík-ÍA 5. flokkur - B-riðiU: Þróttur R.-Haukar 6-0 Keppni er ekki hafin i öðrum riðl- 2. 'flokkur kvenna A: Afturelding-Fylkir Valur-Breiðablik 2. flokkur kvenna B: Þór-KR 3. flokkur kvenna B: KR-fK ÍA-UBK 8-0 ■ 0-5 | 1-8 (frestað 1-0 Reykjavíkurmót | 6. fl. A og B-liða í | dagogámorgun I í dag hefst Reykjavíkurmót 6. fl. A I og B-liða, (hraðmót). Mótinu lýkur ■ á morgun. Keppnin hefst báða dag- I ana kl. 10 og stendur til kl. 17. Leikið * verður í dag á KR-velli og Valsvelli. | Á ValsvellileikaValur,Fram,Þrótt- . ur og Fylkir. Á KR-velli spila KR, | Víkingur, ÍR og Leiknir. Úrslita- ■ keppnin um sæti verður á morgun á I gervigrasinu og hefst, eins og áður I segir, kl. 10 og lýkur kl. 17. -HH. * Dómari vikunnar í leik Fram og Vals í 4. fl. A Reykja- víkurmótsins, sem fór fram sl. laugardag á Framvelli, var dómari leiksins Sigurður Helgason, KR, héraðsdómari og þjálfari 3. fl. KR. Sigurður var ákaflega líflegur og hreyfanlegur í fyrmefridum leik. - Hann var því yfirleitt nálægt brot- stað. Allt gekk snurðulaust fyrir sig og leikmenn vora sáttir við allar dómsniðurstöður Sigurðar. Dóm- gæsla til fyrirmyndar. -HH. Breiðabliksmenn „brutu leikreglumar“! Allir vita mikilvægi þess að ungl- ingaflokkar fái að leika á grasvöllum félaganna eins oft og mögulegt er. Þess vegna ætti það að vera akkur þjálfara og annarra forráðamanna að fara eftir reglum sem settar kunna að vera í því sambandi. í leik Breiðabliks gegn KR i 4. fl. A-riðils íslandsmótsins, sem háður var á KR-vellinum fimmtudaginn 29. maí sl., leyfði vallarstjóm KR-inga að fyrmefndur leikur mætti fara fram á grasvelli félagsins, en með þeim skilyrðum þó að drengimir spiluðu á malarskóm. Forráðamönn- um liðanna fannst ekkert sjálfeagð- ara enda ávallt ávinningur að leika á grasi. I lok fyrri hálfleiks gerði lítils hátt- ar vætu, sem í engu spillti getu drengjanna. En þjálfara Breiðabliks, Helga Þorvaldssyni, hefur fundist annað því þeir Blikamenn létu drengina hafa skóskipti í hálfleik og léku strákamir á áltakkaskóm (grasskóm) allan síðari hálfleik og bratu á þann hátt settar leikreglur. Það er ansi hart ef ekki er hægt að treysta mönnum í tilvikum sem þessu. Fokið er í flest skjól þegar sjálfur formaður unglinganefndar KSÍ, Helgi Þorvaldsson, gerir sig sekan um svik af þessu tagi. Gera verður þær kröfur til manns sem gegnir slíku embætti að hann upp- fræði þá unglinga sem hann umgengst um heiðarleika og dreng- skap og að orðheldni sé manfrkostir. Breiðabliksliðið er skipað mjög góð- um strákum og er þeim enginn greiði gerður með athæfi sem þessu. Atli Helgason, þjálfari 4. fl. KR, sagði eftir leikinn: „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Svona kafbátahemaði hef ég ekki kynnst fyrr. Þetta gæti spillt fyrir því að krökkunum verði hleypt inn á grasið á næstunni.11!! Ægir Jónsson, formaður unglinga- ráðs KR, tók í sama streng og sagði að framkoma Breiðabliksmanna væri fyrir neðan allar hellur." -HH I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.