Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 27
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986.
27
Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga
4/ flokkur:
Breiðablik
Faxaflóa-
meistari
4. flokkur Breiðabliks sigraði í nýaf-
stöðnu Faxaflóamóti með nokkmm
j’firburðum þvi hann vann alla sina
leiki. Drengimir sýndu einnig oftast
góða knattspyrnu og árangursrika. -
Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri:
Helgi Þorvaldsson þjálfari, Vilhjálmur
Haraldsson, Heimir Kristjánsson, Daði
Vilhjálmsson, Hákon Sverrisson, Arn-
ar Grétarsson, Hafsteinn Hafstcins-
son, Halldór Kjai-tansson, Ragnar
Sverrisson, Ásgeir HaUdórsson og
Þórður Guðmundsson Uðsstjóri.
Fremri röð frá vinstri: Jóhann Krist-
insson, Jón Bergþórsson, Guðmundur
Þóröarson, Agnar Heiðarsson, Tcitur
Jónasson, Jóhunn Ásgeir Baldurs fyr-
irliði, Björgvin Björgvinsson og Viðar
Guðmundsson.
DV-mynd HH
Lokaúrsiit frá
Reykjavíkurmótinu
Úrslit síðustu leikja Reykjavfk-
urmótsins urðu þessi:
2. flokkur:
Valur-KR A 1-3
ÍR-Leiknir A 2-1
4. flokkur:
Fram-Valur A 6-1
F'ram-Valur B 5-0
KR-V íkingurA 4-0
KR-Víkingur B 2-3
Ármann-Leiknir 1-7
iR-Fylkir A 1-7
5. flokkur:
Valur-Fram A 2-6
Valur-Fram B 1-8
Víkingur-KR A 1-1
Víkingur-KR B 3-3
Fylkir-lR A 1-7
Fylkir-lR B 1-0
Lokastaðan í 4. og 5. fL:
Lokastaðan í 4. fl. A er sem hér seg-
ir: Fram 14 stig, Fylkir 14 stig en
lakari markatölu, KR 11 stig, Leiknir
10, Víkingur 9, Valur 6, ÍR 6, Þróttur
2 og Ármann 0 st. - 1 keppni B-Uða
sigraði Fram með 12 stig. 1 2. sæti
varð Valur með 8 stig, Víkingur í 4.
sæti með 8 st. en lakari markatölu,
KR 6 st., Fylkir 6 og lR 0 st.
Lokastaðan í 5. fl. A: ÍR 13 st., Fram
12, KR 7, Leiknir 7 st. en lakari marka-
tölu, Valur 6, Víkingur 5, Þróttur 4
og Fylkir 2 st.
B-lið: Fram 13 st., Víkingur 11, KR
9, Fylkir 8, Valur 5, Þróttur 4, Leiknir
4 og ÍR 2 st. -HH
Þetta er leynivopnið gegn Hafnar-
fjarðarliðinu!!
4. flokkur - A-riöill:
„Stefnum á íslandsmeistara-
titil“ segir Jóhann Ásgeir
Stórgóður leikur Breiðabliks í sigri gegn KR
Jóhann Asgeir Baldurs, fyrirliði 4. fl.
Breiðabliks, átti góðan leik gegn KR
og sagðist hann vera bjartsýnn á
framhaldið. „Við stefnum á íslands-
meistaratitil," sagði hinn röggsami
fyrirliði. DV-mynd HH
Breiðabliksstrákarnir i 4. fl. sönnuðu
það rækilega 29. maí sl., í leik gegn
KR á KR-velU (gras), að það var engin
tilvfljun að þeir stóðu uppi sem sigur-
vegarar í nýafsröðnu Faxaflóamóti.
Liðið er skipað skemmtUegum strók-
um sem eiga örugglega eftir að ná
langt í íslandsmótinu.
í fyrri hálfleik skoruðu Blikarnir 2
mörk og voru þar að verki Hákon
Sverrisson og Viðar Guðmundsson. í
upphafi síðari hálfleiks bætti Arnar
Grétarsson við 3. markinu og um mið-
bik hálfleiksins gerði Hákon Sverris-
son sitt annað mark í leiknum og 4.
mark Breiðabliks. Lokatölur leiksins,
4-0 fyrir Breiðablik, eru í hæsta máta
réttlátar. Breiðabliksliðið virkaði
sterkara, sérstaklega var líkamsstyrk-
ur strákanna mun meiri. KR-strákam-
ir léku í sjólfu sér ekkert lakari
knattspyrnu en það vantaði styrkinn
til að útfæra hlutina til fulls.
Hjá Breiðabliki var Amar Grétars-
son góður. en dútlaði stundum einum
of mikið með boltann í stað þess að
gera hlutina strax. Arnar er mikið efni
sem gaman verður að fylgjast með.
Halldór Kjartansson átti þokkalegan
leik að þessu sinni þótt hann hafi ver-
ið betri. í vörninni stóð Ragnar
Sverrisson upp úr og Teitur Jónasson
sýndi örv’ggi í markinu. Fyrirliðinn
Jóhann Ásgeir Baldurs er einnig mjög
harðsnúinn leikmaður. Annars er
Breiðabliksliðið skipað nokkuð jafn-
góðum strákum.
KR-Iiðið virtist allt árinu yngra svo
nærri má geta að þessi leikur hefur
verið því erfiður. annars lék KR-
liðið góðan fótbolta, strákar sem lofa
mjög góðu.
Bestir í annars jöfnu liði þeii-ra
KR-inga voru þeir tengiliðimir Olafur
Jóhannsson og Siprurður Ómarsson,
einnig átt Kristinn Kjærnested góðan
dag. Óskar Þorvaldsson lék oft af
skvnsemi en vantaði hraða. Leikurinn
var skemmtilegur. Bæði liðin reyndu
ávallt að leika fótbolta.
-HH
2. flokkur A-riðill:
Markaregn í Garðabæ
- Stjaman-Akranes 4-4
IStjaman og Akranes áttust við í 2.
flokki íslandsmótsins sl. sunnudag í
IGarðabæ. Leikur liðanna einkenndist
af baráttu og miklum hraða. Oft brá
Iþó fyrir nokkuð góðum tilþrifum
beggja liða. Stjörnumenn tóku
snemma út refsingu fyrir slælegan
| varnarleik. Stjarnan skoraði fyrsta
Imark leiksins sem Loftur Loftsson
gerði. Akumesingar vom fljótir að
Ijafna með marki Þrándar Sigurðsson-
ar. Stuttu seinna nóðu Akurnesingar
Ifomstu með marki Sigurðar Más
Harðarsonar. Þriðja mark Akurnes-
Iinga kom svo úr vitaspyrnu sem
Valdimar Sigiu-ðsson tók og skoraði
af öryggi. Stjörnumenn löguðu stöð-
I una i 2-3 með marki Guðmundar
* Hafsteinssonar. En undir lokin juku
IAkumesingar fomstuna í 2-4. Markið
gerði Sigurður Másson, hans 2. mark
Ií Ieiknum. Þannig var staðan í hálfleik.
f síðari hálfleik fengu Stjömumenn
Idæmda vítaspyrnu sem Heimir Erl-
ingsson skoraði úr af öryggi. Loftur
ISteinar Loftsson jafnaði svo um mið-
bik síðari hálfleiks fékk boltann einn
Iog óvaldaður á markteig og skoraði
af öryggi. Lokatölur þessa leiks því
4-1. ‘
Eins og áður segir var þetta mikill
Umsjón:
Halldór Halldórsson
baráttuleikur og bar því minna á góðri
knattspyrnu fyrir vikið. Leikurinn var
harður og lítið gefið eftir. Að fá 4
mörk á sig í leik verður að teljast íhug-
unarefni fyrir vamarleikmenn beggja
liða.
Hjá Akumesingum var Alexander
Högnason potturinn og pannan í öll-
um aðgerðum, sterkur tengiliður.
Sömuleiðis Haraldur Hinriksson, sem
skilaði vel boltanum. Athygli vakti og
vinstri bakvörðurinn Bjarki Jóhann-
esson sem reyndi ávallt að finna
samherja og byggja upp spil.
Hjá Stjömunni var Hilmar Hjalta- ■
son sem sýndi oft skemmtileg tilþrif |
og hugmyndaríki, bestur ásamt Ragn- .
ari Gíslasyni tengilið. Heimir Erlings- I
son átti af og til góða spretti.
Athygli vakti í þessum leik hvað lið- I
in áttu misjafna kafla. Miðbik síðari *
hálfleiks var allt Skagamanna og I
hefðu þeir getað aukið forustuna í 5-3 ■
með smáheppni - en síðustu 15 mín. I
vom það Stjörnumenn sem réðu lög- ■
um og lofum á vellinum. Jafhtefh I
var ekki ranglát úrslit. Meiri festa og I
betri völdun þarf að koma til hjá báð- I
um liðum ætli þau að verða með i I
toppbaráttunni. -HH |
Eitthvað er dekkingin ekki I lagi hjá Skagamönnum að þessu sinni. Hilmar Hjaltason Stjornumaður
skallar boltann fyrir fætur Heimi Erlingssyni, sem siðan skorar jöfnunarmarkið, 4-4, án þess að
Sveinbjörn Allansson, markvörður Akurnesinga, komi nokkrum vörnum við. DV-mynd HH