Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 44
FRETTASKOTIÐ
25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju umfrétt-
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986.
Saksókn, Hæstiréttur:
Hverjir
hreppa
embættin?
Talsvert er bollalagt um hveijir
hreppi embætti ríkissaksóknara og
eitt laust emhætti hæstaréttar-
dómara. I síðamefnda embættið er
raunar talið næsta vist að veljist
kona, Guðrún Erlendsdóttir
hæstaréttarlögmaður og kennari
við Háskólann.
Eins og DV hefur greint frá áður
þykir líklegast að Hallvarður Ein-
varðsson rannsóknarlögreglustjóri
sæki um og fái embætti ríkissak-
sóknara. Bragi Steinarsson sak-
sóknari mun sækja um en hann
hefur ekki réttan flokksstimpil
eins og Hallvarður.
Þá hafa svifið á milli manna
hugmyndir um Jónatan Þór-
mundsson, prófessor í refeirétti,
Sigurð Gizurarson bæjarfógeta á
Akranesi, áður á Húsavík, og Boga
Nilsson bæjarfógeta á Eskifirði.
Hann hefur raunai' sama galla og
Bragihvað þessu máli viðvíkur..
Þótt trúlegast þyki að framsókn-
armaður verði rikisseksóknari
eins og verið hefur er hitt ekki
talið útilokað að stjómarflokkam-
ir hrókeri og skipt verði á embætti
ríkissaksóknara og einhveiju öðru
álíka bitastæðu.
HERB
Sigtufjörður:
ísak Ólafsson
bæjarstjori?
Frá Jóni G. Haukssyni, DV, Akur-
Miklar líkur eru nú taldar á þvi
að ísak Ólafeson hagfræðingur
taki við starfi bæjarstjóra á Siglu-
fírði. Hann starfar nú sem skrif-
stoíústjóri hjá Vélstjórafélagi
íslands.
Þá hefúr verið ákveðið að Kristj-
án Möller, Alþýðuflokki, verði
forseti bæjarstjómar. Samkomu-
iag hefúr náðst milli Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags um myndun
meirihluta í bæjarstjóm Siglu-
íjarðar.
LOKI
I hvaða gangi fara
allar þessar viðræður
eiginlega fram?
Skreiðarsalan
ekki til SIF
Olíklegt er nú taíið að Sölusam-
band íslenskra fiskframleiðenda,
SÍF, taki að sér sölu á allri skreið í
framtiðinni.
Mjög háværar raddir komu upp í
þessa átt í síðasta mánuði meðal
helstu skreiðarútflytjenda landsins,
ekki síst vegna þess hversu skreiðar-
salan hefur gengið illa á undan-
fömum árum. Matthías Bjamason
sagðist opinn fyrir slíkri tilraun og
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
var henni fylgjandi.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hafa komið upp ýmsar óánægjuradd-
ir að undanfömu og greinilegt er að
hugmyndin um alla skreiðarsölu til
SÍF nýtur ekki eins mikils fylgis og
ætlað var. Líklegast þykir að ekkert
verði úr hugmyndiimi.
„Hugmyndin hefúr eiginlega verið
lögð til hliðar. Það er ekkert í gangi
þessu tengt eins og er. Við vorum
ekkert að sækjast eftir solunni. Það
voru aðrir sem töldu mun vænlegra
til árangurs að færa söluna alla á
eina hendi. Núverandi kerfi hefur
ekki verið svo árangursríkt," sagði
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri SÍF. -KB
Viðræður í
fullum gangi
Frá Jóni G. Haukssyni, DV, Akur-
eyri:
Viðræðum um myndun meiri-
hluta í bæjar- og sveitarstjómum
á Norðurlandi er víða enn ólokið.
I gær voru taldar miklar líkur é
að sjálfetæðismenn, Alþýðubanda-
lag og óháðir næðu saman um
myndun meirihluta. Ef það gengur
eftir verðrn- auglýst eftir bæjar-
stjóra.
Á Hólmavík verður ekki mynd-
aður meirihluti og allir listar munu
starfa saman í bróðemi.
Á Dalvík er taldar líkur á að
Alþýðubandalag og Sjálfetæðis-
flokkur myndi meirihluta.
Á Húsavík eru viðræður Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags
um myndun meirihluta að smella
saman. Og á Hvammstanga er ta-
lið Hklegt að H-listi og G-listi
myndi meirihluta.
%
Atján hjól upp í loft
DV-mynd S.
Þessi átján hjóla trukkur valt á hliðina við Aland í Fossvogi.
Óhappið átti sér stað er verið var að losa möl af trukknum
og fór farmurinn svo óhönduglega af að hann sneri trukkinn
niður. Ökumaður mun hafa farið af vettvangi eftir óhappið og
um tíma var jafnvel haldið að hann lægi undir bílnum. Sem
betur fer var svo ekki. -FRI
Helgarveðrið:
Urkomá
Islenskir tómat-
ar til Danmerkur
a sunnan
verðu
landinu
- þunt fyrir norðan
Helgarveðrið mun einkennast af
austan- og suðaustanátt um allt
land. Víðast verða 3-6 vindstig og
skýjað.
Búast má við dálítilli rigningu á
sunnanverðu landinu en víðast hvar
verður þurrt fyrir norðan. Hiti verð-
ur á bilinu 7-11 stig. '
Sölufélag garðyrkjumanna hefúr
nú hafið útflutning á tómötum til
Danmerkur og hugsanlega Sví-
þjóðar. Svíar leituðu á dögunum
eftir kaupum á íslenskum tómötum
en þótti verðið of hátt og varð því
ekkert úr þeim viðskiptum. Nú
hefúr Sölufélagið náð samkomu-
lagi um sölu á 3 tonnum af
tómötum til Danmerkur þar sem
þeir verða seldir á tilboðsmarkaði.
„Hvort þetta er fyrsta sending
af mörgum veit ég ekki en þetta
er nokkurs konar tilraunasending
og við munum sjá til með fram-
haldið eftir þvi hvemig okkur
gengur á tilboðsmarkaðinum,“
sagði Níels Marteinsson hjá Sölu-
félagi garðyrkjumanna. -S.Konn.
i
i
i
i
i
4