Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986.
49
unnið við förðun úti í París í fjölda
ára. Þannig byrjaði öll mín heppni
eiginlega. Eg komst í kynni við stór
og þekkt nöfn sem ég hélt svo áfram
að vinna íyrir. Með ótrúlegri heppni
komst ég í kynni við fullt af fólki,
rétta fólkið má eiginlega segja.“
Og það er ekki of mikið sagt hjá
Elínu að hún hafi komist j kynni við
rétta fólkið. Hún hefur unnið með
mörgum frægustu tískuhönnuðunum
í París. í þeim hópi er að finna nöfn
eins og Karl Lagerfeld, Chloé, Her-
mes og Christian Lecroix, sem öll eru
vel þekkt í tískuheiminum í dag.
Þá hefur Elín unnið mikið með
hárgreiðslumanninum Jean Pierre
Eudes, sem sagður er yngsti og efni-
í París. Um leið og ég kom fann ég
að hér vildi ég vera. Kunningjar
mínir segja að ég sé ekki mjög mik-
ill Islendingur í mér, og ég býst við
að það sé nokkuð til í því. Allavega
fílaði ég Paris i botn, eins og sagt er
á slæmri íslensku.
Foreldrar mínir voru hálfhræddir
um mig í fyrstu. Þau höfðu aldrei
komið til Parísar og reyndar lítið
ferðast erlendis yfirhöfuð. Þannig að
þau, og þá sérstaklega pabbi, höfðu
dálitlar áhyggjur af því að vita af
mér einni þarna í stórborginni. En
eftir að þau höfðu heimsótt mig og
kynnst borginni aðeins, þá sáu þau
að það var ástæðulaust að vera með
áhyggjur.
Ég ætla að fara út til Parísar núna
næstu daga, bara svona til að minna
á mig. Ég fer með myndamöppuna
mína og ætla að fara á nokkrar um-
boðsskrifstofur og sýna hvað ég hef
fengist við. Maður verður að minna
á sig öðru hvoru því eins og ég sagði
er samkeppnin hörð. Og svo langar
mig aftur út í haust til að vera, en
það er alveg óráðið," segir Elín.
Hún segir sjálf að hún hafi verið
ótrúlega heppinn að komast í að
vinna við frægar sýningar. En það
er sennilega ekki nema hálf sagan
því þeir sem til þekkja segja að hún
sé líka mjög ákveðin og dugleg og
umfram allt mjög fær í sínu starfi.
-VAJ
Elínu fannst kvikmyndaförðunin skemmtilegust. Hér sést „lík“ sem hún farðaði. Banameinið
hálsskurður, eins og sést.
LAUSAR STÖEXJR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27
Laus til umsóknar er staða deildarstjóra á dagdeild.
Um fullt starf er að ræða. Upplýsingar gefur forstöðu-
maður í síma 685377 frá kl. 9-16 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 25. júní næstkomandi.
Ólafsvíkurkaupstaður:
BÆJARSTJÓRI
Lausertil umsóknarstaða bæjarstjóra Ólafsvíkurkaup-
staðar. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og
starfsreynslu berist bæjarskrifstofu Ólafsvíkur eigi síð-
ar en 20. júní nk.
Bæjarstjóri Ólafsvíkur.
ERTU KENNARI? -
VILTU BREYTA TIL?
Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að
gerast kennari í Grundarfirði?
Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í
nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum,
með góðri vinnuaðstöðu kennara ásamt góðu skóla-
safni. Bekkjardeildir eru af viðráðanlegri stærð (12-14
nem.) en heildarfjöldi nemenda er 150.
Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í al-
menna þekkjarkennslu og til kennslu í raungreinum,
tungumálum og handmennt. Ennfremur til kennslu á
skólasafni (hálft starf á móti hálfu starfi á almennings-
safni).
Grundarfjörður er í fögru umhverfi í um það bil 250
km fjarlægð frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferð-
ir með áætlunarbílum og flug þrisvar í viku. Viljir þú
kynna þér málið þá sláðu á þráðinn.
Skólastjórinn, Gunnar Kristjánsson, gefur nánari upp-
lýsingar, síminn er 93-8802 eða 93-8736.
Skólanefnd.
legasti hárgreiðslumaðurinn sem
fram hefur komið lengi. Elín hefur
líka átt gott samstarf við ljósmyndar-
ann og útgefandann Gunnar Larsen,
sem gefur út hið þekkta tískurit
„Gunnar International".
Hörð samkeppni
- En hvemig tilfinning skyldi það
hafa verið fyrir komunga íslenska
stúlku að vinna með öllu þessu fræga
fólki?
„Það var náttúrlega mjög gaman
að vinna með fólki sem er fært á sínu
sviði. Ég lærði afskaplega mikið á
þessu. Það er alltaf mesta og besta
námið að vinna við þetta.
Annars var þetta upp til hópa af-
skaplega almennilegt og vingjam-
legt fólk sem reyndist mér vel. Ég
varð aldrei vör við að það teldi sig
neitt yfir mig hafið, enda eru þetta
bara venjulegar manneskjur rétt eins
og ég og þú.
Annars gerði ég mér ekki almenni-
lega grein fyrir þessu strax. Þetta
gerðist einhvern veginn svo hratt og
áður en ég vissi af var ég farin að
vinna á fullu við frægar tískusýning-
ar. Maður hugsaði bara um það að
standa sig og vinna sín verk vel því
samkeppnin er hörð í þessum bransa.
Það var eiginlega ekki fyrr en ég
kom heim sem ég fór að gera mér
almennilega grein fyrir öllu sem
gerðist. Þegar ég lít til baka þá skil
ég eiginlega ekki hvernig ég lagði
út í þetta ævintýri, alein og mállaus.
Ég held ég myndi ekki leggja í þetta
aftur. En ég vissi náttúrlega ekkert
hvað ég var að fara út i og hafði
þess vegna engar áhyggjur enda
bjargaðist þetta allt.“
Langar aftur út Eitt af verkefnum Elínar var að farða nornina í barnaleikritinu
„Ég kunni afskaplega vel við mig”* Mjallhvít og dvergarnir sjö. Þetta er árangurinn.
! VILTU KENNA
Á AKUREYRI?
Á Akureyri eru 6 grunnskólar.
Kennara vantar í flestar
kennslugreinar.
Sérkennslafer fram í hinum
almenna skóla.
Þar vantar sérkennara á flestum
sviðumsérkennslujíkatiltalkennslu.
Athygli er vakin á því að
umsóknarfrestur
um stöðu yfirkennara við Síðuskóla
erframlengdur til 13. júní 1 986.
Flutningsstyrkur verður greiddur til kennara
með kennararéttindi.
12.000 kr. v/flutninga innan Norðurlands.
20.000 v/flutninga frá öðrum landshlutum.
Aðstoð verður veitt um útvegun húsnæðis.
Nánari upplýsingar gefa skólastjórar
og Sigrún Sveinbjörnsdóttir,
vinnusími 26960, heimasími 22375.