Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 20
Aðalsteinn Bergdal i sólinni. (Mynd-PK) Mörður í sólinni Leikhús er eflaust einhver diram- asti vinnustaður sera ura getur. Að minnsta kosti á dagsbirtan sjaldan greiða leið inn í sal og upp á svið. Lýsingin sem notuð er í hinum ýmsu leiksýningum er oftast frem- ur dauf- og þegar leikararnir koma af sviðinu seint um kvöld, detta út á stræti borgarinnar eins og per- sónur úr skáldverki, þá bregður þeim stundum í brún þegar þeir stíga út í svalt vetrarveður í Reykjavfk. Kannski léku þeir síð- ast persónu úr verki eftir 0 Neill og vissu ekki betur en að þeir væru staddir á heitu borgarstræti í Am- eríku eða í brennheitu Grikklandi að leika í verki eftir Sófókles... „Það er satt,“ sagði Aðalsteinn Bergdal sem við stóðum að þvi að laumast út í maísólina um daginn: „Maður er eiginlega eins og kálfur á vori, þyrstir í birtu eftir myrkrið í leikhúsinu. Maður fer inn í myrkrið í myrkri á morgnana og ekki út aftur fyrr en aftur er orðið myrkt að kvöldi. Þetta er gluggala- us tilvera." Upp með teppið, Sólmundur! - En hvað gera leikarar á sumrin þegar sólin skín - varla eru þeir lokaðir inni í myrkri fram á haust? „Nei - en við erum að æfa núna og í sumar ætla ég að leika með nokkrum stórstjörnum suður í Hafnarfj arðarhrauni." - Eitt í einu, annars fer allt f þvælu. Hvað er verið að æfa núna? „Það heitir „Upp með teppið, Sólmundur!" - samantekt Guð- rúnar Ásmundsdóttur, gerð í tilefni af 90 ára afmæli Leikfélags Reykja- víkur. Það verður þann 11. janúar næstkomandi. Og h'ka í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavikur. Þarna birtast ýmsir þekktir úr sögunni, frumkvöðlar leiklistarinnar á ís- landi, menn eins og Indriði Einars- son, Stefanía, Einar Kvaran og fleiri. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík auðvitað. Þetta eru svona sögubrot - og svo leikin at- riði úr gömlum leiksýningum í Iðnó. Það má t.d. nefna óperettu sem heitir „Rósenborgarbræður“ eftir J.L. Heiberg. Og „Einu sinni var...“.“ Tíu milljón króna græjurnar Aðalsteinn Bergdal mátti ekki vera að því að sóla sig lengi þarna í Iðnódyrunum - hann var á leið vestur í Hagaskóla þar sem hann og fleiri leikarar eru að æfa pró- gramm í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. „Við leikum á móti segulbandi. Þetta eru þessar frægu 10 milljón króna græjur. Við verðum að hafa raddirnar á segulbandi til þess að textinn heyrist jafnvel alls staðar. Svo tölum við oní þetta auðvitað á sviðinu líka. En þetta er nýtt fyrir mann - og skrýtið." Kjartan Ragnarsson stjómar Reykjavíkurdagskránni sem Aðal- steinn Bergdal og félagar leika á móti sjálfum sér á segulbandi. „Þetta verður flutt á Arnarhóli á nýju sviði. Það verður áreiðanlega skemmtilegt." - En hvað fleira - þú nefndir eitt- hvað í sambandi við Hafnarfjarðar- hraun? Mörður við Kaldársel „Já. Ég ætla nefnilega að leika utandyra í sumar. Við verðum með útileikhús suður í hrauninu, nærri barnaheimilinu þarna sem KFUM og K reka við Kaldá sem Hafn- firðingar fá vatnið úr. Heitir það ekki Kaldársel?" - Hárrétt. „Þar er leikhús svo að segja frá náttúrunnar hendi. Við ætlum að leika Mörð Valgarðsson (leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson) þarna. Helgi Skúlason og Helga Bach- mann hafa stytt verkið - þannig að við getum leikið þarna klukku- tíma sýningu." En hvers vegna við Kaldársel - hefði ekki verið skemmtilegra að hafa sýninguna á Þingvöllum? „Það stóð til í upphafi. En Þing- vallanefnd sagði nei.“ - Hvers vegna? „Nefndin taldi víst að leiksýning myndi trufla friðinn í þjóðgarðin- um.“ - Trufla fólkið í sumarbústöðun- um sem hún leyfði byggingu á á sínum tíma? „Já, ætli það ekki. Við ætluðum að vera uppi í Hvannagjá og það er náttúrlega ótækt að vera með leiksýningu þar. Maður sér það núna. Það hefði kannski komið þangað fólk að skemmta sér. Það má náttúrlega ekki.“ - Svo þið fóruð suður að Kaldár- seli? „Já, og við erum bara fegin því. Það eru þarna bollar sem eru svo haganlega gerðir frá náttúrunnar hendi að það er eins og þeir hafi beðið eftir okkur þessi tíu þúsund ár sem þeir hafa verið til - eða er það kannski ekki svo langur tími?“ - Nei, ætli það. En það er samt langur tími síðan hraunið kringum Hafnarfjörð rann. - Leikur þú Mörð? „Já. Og svo eru þarna menn eins og Rúrik Haraldsson, Erlingur Gíslason, Jakob Þór og Valdimar Flygenring og Þröstur Gunnarsson og fleiri, samtals tíu manns.“ - Hvað heitir leikhúsið? „Það heitir „Söguleikhúsið". Við ætlum að leggja rauðan dregil frá Keflavíkurveginum og út allt hraun niður í bollann þar sem leik- ið verður." - Eruð þið eitthvað lasin? Rauð- an dregil? „Já. Það er ekkert mál. Þessi dregill er þegar kominn á veginn að hluta. Rauðamöl auðvitað. Við bætum svo bara við þar sem á vant- ar. Og rétt að taka það fram að bæjarstjórnin í Hafnarfirði hefur tekið þessu stórvel. Og við von- umst til að áhorfendur geri það líka.“ - Áhorfendur? Verða það ekki mest útlendingar? „Nei, hvers vegna heldurðu það? Auðvitað koma þeir líka en ég held að íslendingar ættu ekki síður að hafa gaman af að fara í útileikhús, sjá Mörðinn í náttúrunni - eða þannig sko,“ -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.