Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 63 Vélmenni eru ekki aðeins gagnleg í bíla- iðnaði heldur hafa þau mal- að kvikmynda- iðnaðinum gull og skemmt áhorf- endum í ófáum kvikmyndum Um leið og tækninni fleygir fram verða vélmenni hvers konar æ full- komnari og í iðnaði eru þau notuð til ótrúlegustu starfa. Kvikmynda- iðnaðurinn hefur fyrir löngu tekið róbótana í sína þjónustu og þar koma þeir að góðu gagni ekki síður en í bifreiðaverksmiðjum, stáliðju- verum og hjá sölumönnum sem vilja laða til sín viðskiptavini með snjöllu talandi vélmenni. Mörgum stendur ógn af vaxandi þroska ró- bótanna og það er einmitt tilfinning sem margir kvikmyndaframleið- endur hafa fært sér í nyt. í Metropolis Fritz Lang er lýst algerlega vélvæddu samfélagi og helsta vélmennið í myndinni reyn- ist kvenkyns. Birgitta Helm fer með hlutverk þessarar stálkonu og nefna má aðra leikkonu, Patriciu Roc, sem fræg varð í hlutverki vél- konunnar í The Perfect Woman. Allt frá því að þögla myndin Metro- polis var framleidd hafa vélmenni verið fastir gestir á hvíta tjaldinu. Raunar virðast lítil takmörk fyrir því hvað menn geta fundið upp af ómennskum eða hálfmennskum skepnum til brúks í kvikmyndum; vampírur, geimverur, uppvakning- ar og alls konar kynleg sníkjudýr ganga ljósum logum. Vélmennin fullorðnast Á bernskuárum vélmennanna í Hollywood voru handrit kvik- myndanna oft ekki upp á marga fiska. Á sjötta áratugnum voru til dæmis gerðar afspyrnu fíflalegar kvikmyndir með vélmennum í að- alhlutverkum og nægir þar að nefna E1 Robot Humano, Robot vs. the Aztec Mummy og Robot Monst- er. Með þessum myndum er ekki hægt að mæla nema fyrir þá sem höfðu gaman af því slappasta sem Hafnarbíó heitið hafði upp á að bjóða. Robbi róbót, sem var bæði hús- freyja og bryti í kvikmyndunum Forbidden Planet og Invisible Boy, var einna fyrstur vélmenna til að ná verulegum vinsældum í kvik- myndum. Á eftir honum komu ýmsir vinalegir starfsbræður hans í myndunum Undersea Kingdom, Kronos og The Day the Earth Stood Still. Margir ættu líka að muna eftir Huey, Dewey og Louie sem eru ekki frændur Andrésar andar heldur vélmenni sem vöppuðu kringum Bruce Dern í gróðrarstöð úti í geimnum í kvikmyndinni Si- lent Running, en hún var sýnd í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkr- tim árum. Glæpahneigð gervimanna í kvikmyndinni THX 1138 reynd- ist róbót afspyrnu vel sem vörður laganna, en frændi hans í Demon Seed hafði á hinn bóginn glæpavél- menniseðli og nauðgaði Julie Christie. Kirk Douglas og Farah Fawcett áttu líka í vandræðum með vélmennið Hector í Saturn 3. C3P0 og R2D2 í Star Wars minntu hins vegar einna mest á Gög og Gokke, annar eins og lítill blikk- andi ísskápur á hjólum en hinn betur heppnaður í útliti en verr hvað hugbúnað snerti. I kvikmyndinni Westworld, sem sjónvarpið sýndi nýlega, gengu vél- mennin af göflunum, og allra verstur var Yul Brynner sem lék byssuglatt vélmenni með kolflækt- ar leiðslur í hausnum. Hann var brenndur til ösku í Westworld en reistur við í framhaldsmyndinni Futureworld sem þótti heldur slak- ari en sú fyrri. 1 nýlegri kvikmynd, Runaway, eru vélmenni á hverju Cynthia Rhodes fagnar þvi að hafa fundiö brotthlaupið vélmenni. (Til vinstri). Eitt af vélmennunum úr The Black Hole. heimili, rétt eins og ryksugur og þvottavélar nú á dögum, en sjóða ekki bara þvottinn eða sprengja öryggi þegar þau klikkast. Nýjasta undrið Kvikmyndir með vélmenni í stór- um og smáum hlutverkum eru orðnar fjölmargar og öllum hefur verið ætlað að stytta áhorfendum stundir. Nú er á leiðinni enn ein kvikmyndin með vélmenni sem að- al örlagavaldinn. Myndin heitir Short Circuit, John Badham leik- stýrir og auk vélmennisins Númer fimm fara Ally Sheedy og Steve Guttenberg með stór hlutverk. Númer fimm hefur enn ekki fengið að prýða síður blaða; hann er leyni- vopn myndarinnar, en því er heitið að hann sé einna fullkomnastur þeirra róbóta sem komið hafa fyrir auga kvikmyndavéíarinnar hingað til. Númer fimm er samkvæmt söguþræði Short Circuit hluti af, mjög fullkomnu vamarkerfi hers- ins, en í þrumuveðri verður í honum skammhlaup og hann snýst allur á band með ást og friði. Bad- ham leikstýrði áður Blue Thunder og sýndi þar að honum lætur vel að stjórna alls konar maskínum í hraðri atburðarás. Númer fimm hefur hins vegar allt annan boð- skap að færa og nú er bara að bíða spenntur eftir að fá að líta augum þennan nýjasta fulltrúa vélmann- anna og friðarpostula frá Hollywo- od. -SKJ Vélmennin koma Yul Brynner horfir stjörfum vélmennisaugum yfir glasið i Westworld. Vélmenni gerir tilraunir með Julie Christie í Demon Seed. Birgitta Helm iklæddist gervi vélkonunnar í Metropilis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.