Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 18
- 62 Popp DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. Popp Popp Popp DV kynnir popphljómsveitirnar sem leika á Listahátíð 1986: Ein eftirlætisiðja poppáhuga- manna er að rýna í þokukennda framtíð og spá um stirni morgun- dagsins. Merkimiðar á borð við efnilegasta hljómsveit ársins, spútnik aldarinnar eða hinir nýju Bítlar/Stones koma kunnuglega fyrir sjónir en hafa sökum ofnotk- unar drukknað í eigin merkingar- leysi. Slíkir spádómar hafa ákveðið skemmtigildi fyrir leikmenn en gamanið getur breyst í klafa, óbærilegt ok á þá listamenn sem í hlut eiga. Um það vitna vinsælda- kosningar breskra poppblaða á liðnum árum, um nýliða sem þóttu standa á þröskuldi frægðar en svignuðu frammi fyrir „almættinu" og hurfu í húmlæðuna jafnskjótt og þeir birtust. Ekki vil ég spá Fine Young Cannibals þeirri feigð enda bendir fátt til svo ömurlegra örlaga. Starfsaldur sveitarinnar er að sönnu lágur en meðlimir eru engu að síður vel sjóaðir í öldugangi poppsins. The Beat Tveir meðlimir FYC, Andi Cox og David Steele, hófu samstarf fyr- ir sjö árum í sextett nokkrum sem einnig var spáð miklum frama. Hljómsveitin var The Beat, ein þeirra hljómsveita er komu úr ska- bylgjunni svokölluðu er einnig innihélt Madness, Specials og Selecter, svo þær þekktustu séu nefndar. Tónlist Beat var fersk og fjörug en undirtónninn var ólíkt alvarlegri en hjá Madness. Text- amir skipuðu veigamikinn sess, þjóðfélagsádeilur, m.a. um kyn- þáttamismunun i Bretlandi, en samsetning hljómsveitarinnar undirstrikaði baráttumál þeirra: þrir hvítingjar og jafnmargir blökkumenn. The Beat varð fljótt þekkt fyrir pólitíska afstöðu sína og sveitin hélt fjölmarga góðgerðartónleika þar sem hún lagði lið málefnum er ofarlega voru á baugi s.s. baráttu kjarnorkuvopnaandstæðinga auk baráttu gegn atvinnuleysi og kyn- þáttaaðskilnaði sem áður var nefnt. En þrátt fyrir fljúgandi start og frábæra upphafsbreiðskífu, I just can’t stop it, gekk The Beat illa að höfða til fjöldans, m.a. vegna tónlistarlegrar framsækni. The Be- at leystist því upp um sumarið 1983 eftir 5 ára starf og þrjár breiðskífur. Eftir stóðu verk eins og Mirror in the bathroom, Drowning, Too nice to talk to, Best friend, Save it for later og I just can’t stop it, sem enn í dag heldur ferskleika sínum. Safnplatan What is Beat? gefur góðan þverskurð af starfi hljómsveitarinnar og er kjörin á hvers manns fón. General Public Fyrsta lífsmark meðal Beat- meðlima var með söngvaranum Ranking Roger og gitarleikaranum Dave Wakeling en þeir stofnuðu dúettinn General Public síðsumars 1983. Fyrstu plastafurðir þeirra komu út tæpu árið síðar er breið- skífa kom á markað og innihélt hún lögin General public og Tenderness en hið síðamefnda varð, öllum að óvömm, vinsælt í Bandaríkjunum. Tónlist þeirra tvímenninga var býsna áheyrileg á þessari plötu en sterkur Beat-andi sveif yfir vötnum og gerði afraksturinn léttvægari fyrir vikið. Síðustu tvö árin hefur lítið farið fyrir General Public og þó kvisast hafi um væntanlega breiðskífu er framtíð sveitarinnar býsna óræð. Fine Young Cannibals Hinir fjórir, sem eftir stóðu af meðlimum The Beat, héldu hópinn fyrstu mánuðina en það varð fljót- lega ljóst að ávextir þess samstarfs yrðu linkulegir. Upp úr slitnaði og þeir Andy Cox (gítar) og David Steele (bassi) ákváðu að haída sam- an. Nokkur tónlistarlýja hafði sest að piltunum og um tíma beindist áliuginn í æ ríkara mæli að kvik- myndum. Lagið Good times and bad, sem síðar fyrirfannst á bakhlið fyrstu smáskífunnar, var upphaf- lega samið fyrir rás 4 hjá breska sjónvarpinu, það var að mestu instrumental, utan hvað notast var við kafla úr ræðum Reagan Banda- ríkjaforseta. Hinn pólitíski undir- tónn varð til þess að sjónvarpsstöð- in hafnaði laginu, en mörgum mánuðum síðar sló Frankie goes to Hollywood í gegn með Two trib- es, þar sem Reagan var meðhöndl- aður á hliðstæðan máta. Cox og Steele sömdu urmul laga þessa mánuði en það var ekki fyrr en þeir duttu niður á laglínuna fyrir Johnny come home að þeir ákváðu að freista gæfunnar á ný. Markmiðið var að setja saman sveit er léki bræðing jass og soul- tónlistar og skartaði jafnframt sterkum söngvara. Glöggir lesend- ur greina þó samstundis að söng- fugl var í sveitinni enginn, er hér var komið sögu. Gjöfin Tvímenningamir litu á það sem létt verk og löðurmannlegt að þefa uppi söngvara en það reyndist þeim hreinasta eyðimerkurganga. Þeir settu auglýsingar í Melody Maker og MTV sjónvarpsstöðina og þurftu ekki að kvarta yfir við- biögðum því rúmlega 300 manns gáfu sig fram. David Steele: „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona erfitt. Við héldum að það nægði að setja aug- lýsingu í blað og þá myndi flokkur af jafnokum James Brown eða A1 Green gefa sig fram. En árangurinn var hræðilegur, tómar eftirlíkingar af Foreigner og Bob Seger.“ Úrvinda og vonlitlir héldu vin- irnir í heimahagana, Birmingham, og settust fyrir framan sjónvarpið. Líkt og í lygasögu kom lausnin upp í hendurnar á þeim. í tækinu þandi raddböndin blökkupiltur sem tví- menningamir könnuðust við úr þriðja flokks ska-sveit er leikið hafði sem upphitunarsveit fyrir The Beat á árum áður. Þeim leist strax vel á kauða, þustu út með vasaljós og stækkunargler og höfðu uppi á Roland Gift þar sem hann söng með ryþmablúshljóm- sveitinni The Bones á blúsbúllu í Finsbury Park í London. Guinness Roland Gift fæddist í Birming- ham líkt og þeir Andy Cox og David Steele en hann eyddi unglingsár- unum í Hull og komst þar í tæri við pönkið. Gift heillaðist af ósviknum krafti þess og elti m.a. The Clash á hljómleikaferðum þeirra um Bretaveldi. Það fór ekki hjá því að eftir honum væri tekið, því svartur pönkari með skjanna- hvítt, litað hár var sannarlega ekki hversdagslegt fyrirbrigði. Af þess- um sökum var hann kallaður Guinness eftir hinum vinsæla dökka miði! Á fyrstu mánuðum 9. áratugarins spilaði Gift á saxófón með Ackrylix sem, líkt og áður var getið, kom við sögu The Beat. Ackrylix var ekki merkileg hljómsveit og skildi aðeins eftir sig eina smáskífu, Dan- german. Gift flutti búferlum til London og reyndi fyrir sér sem söngvari en árangurinn lét á sér standa, allt þar til þeir Andi Cox og David Steele stigu fæti inn á krána góðu í Finsbury Park. Mannætupopp Þremenningamir tóku sér nafnið Fine Young Cannibals (úr gamalli jasskvikmynd) og hófu æfingar í Birmingham. í fyrstu bar tónlistin sterkan keim af soultónlist sjöunda áratugarins en áhrif frá jass, blús, gospel og reggae urðu brátt áber- andi. Illa gekk að koma tónlistinni á framfæri, demóupptökur vom sendar til helstu hljómplötuútgef- enda en ekkert dugði, þar til tríóið kom fram í hinum vinsæla popp- þætti TUBE og flutti Johnny come home. Viðbrögðin vom með ólík- indum, tilboðum rigndi yfir sveit- ina og þau stærstu komu frá þeim sömu aðilum og höfðu hafnað FYC nokkrum vikum áður. Hræsnin var hér í hámarki og skv. Steele hefðu piltamir getað sest í helgan stein og lifað góðu lífi á fyrirframgreiðsl- unum einum saman. En Fine Young Cannibals létu ekki glepjast og gerðu samning við lítið fyrirtæki, London Records, sem í maí 1985 gaf út fyrstu smá- skífu þeirra með laginu góða Johnny come home. Vinsældir Tæp tvö ár vom liðin frá enda- lokum The Beat og þeir Cox og Steele gerðu sér grein fyrir að framtíð þeirra sem tónlistarmanna gæti oltið á velgengni Johnny come home. En viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Þessi trúverð- uga dæmisaga af mannlífi í London, þar sem rökkur eymdar- innar hvílir yfir strætum, snart streng í brjóstum Breta og lagið sveif upp í 8. sæti vinsældalistans. Laglínan var einkar grípandi og yfirbragðið hrátt og ferskt enda var lagið fullmótað á einum degi. FYC voru bókaðir í fjölmarga sjónvarpsþætti eftir útkomu smá- skífunnar en þeim var flestum aflýst er önnur smáskífan, BLUE, kom á markað, síðastliðið haust. Ástæðan var texti lagsins og dulinn boðskapur hans um misgjörðir og getuleysi Thatcherstjórnarinnar. Ástandið í bresku þjóðlífi var auk þess óstöðugt eftir heiftarlegar óeirðir í Birmingham í september sl. Blue, þetta gullfallega popplag, féll því í grýttan jarðveg. Stórgóð breiðskífa Örlög fyrstu breiðskífunnar voru allt önnur og betri. Platan, sem heitir einfaldlega FYC og kom út stuttu fyrir jól, var einróma lofuð í popppressunni auk þess sem hún hentist í 11. sæti breska breiðskífu- listans. Tónlistin er popp í hæsta gæðaflokki, fjörugar lagasmíðar í bland við hárfínar ballöður og sterkir textar Rolands Gift sem ýmist fjalla um þjóðfélagsleg mál- efni eða tilfinningaleg en eru ætíð sprottnir af persónulegri reynslu. Roland Gift: „Öll lög okkar eru samin af hugkvæmni og tilfinn- ingu. Ég vil ekki að fólk hafi gaman af þeim eingöngu vegna boðskap- arins. Þau yrðu hreinlega leiðinleg ef hinn mannlega þátt vantaði. Það sem gerir þau áhugaverð er að þau byggja á raunverulegum kringum- stæðum. Mikið söngefni Mönnum hefur orðið tíðrætt um söngvarann Roland Gift enda eng- in furða, þar sem hann er eitt mesta söngvaraefni seinni ára. Söngur hans er mjög sérstakur, skemmti- lega bjagaður stíll en ákaflega þróttmikill og tilfinninganæmur. Hefur pilti óspart verið líkt við spámenn á borð við Otis Redding, Jimmy Cliff, James Brown o.fl. Roland Gift: „Ég tek lítið eftir slík- um samanburði. Þetta er bara gamla sagan að menn þurfa sífellt að hengja merkimiða á það sem er þeim framandi. En þessir menn voru frábærir og það er því hól að vera settur í sama flokk. Hins veg- ar dytti mér aldrei í hug að líkja eftir þeim. Söngurinn verður að koma innan frá, annars verður ár- angurinn þvingaður.“ Allir í Höllina Eftir útkomu breiðskífunnar hafa Fine Young Cannibals jafnt og þétt styrkt stöðu sína með hljóm- leikahaldi, m.a. í Bandaríkjunum og víðar. Þá rauk frískleg útgáfa þeirra á slagaranum Suspicious minds upp vinsældalistana fyrr á þessu ári og verður víst örugglega ekki síðasti smellur Fine Young Cannibals. Þessi bráðskemmtilega hljómsveit hlýtur að gera stóra hluti á komandi misserum og ég lofa magnaðri skemmtun í Höllinni á þjóðhátíðardaginn. Mætum öll! Skúli Helgason Söngpípan Roland Gift þykir einn sleipasti söngvari sem komið hefur fram á þessum áratug. Fine Young Cannibals: David Steele, Roland Gift og Andy Cox. Skasextettinn The Beat meðan allt lék í lyndi. í forgrunni er saxófónleik- arinn SAXA en hann leikur með FYC í nýjasta lagi hennar: Funny how love is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.