Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Amarflugsþota og herflugvél höfðu nærri rekist saman: Mistök flugumferðar- sljóra ekki refsiverð - var álit ríkissaksóknara Ríkissaksóknari taldi ekki ástæðu til að gefa út opinbera ákæru vegna flugatviksins þegar farþegaþota frá Amarflugi og kafbátaleitarflugvél frá Vamarliðinu höfðu nærri lent í árekstri í háloftunum skammt frá Vestmannaeyjum þann lS.mars árið 1983. Ákvörðun um að ákæra ekki tók saksóknari rúmu ári eftir atvikið. Þá lágu fyrir skýrslur sérstakrar rannsóknamefhdar Flugmálastjóm- ar og Rannsóknarlögreglu ríkisins og umsagnir samgönguráðuneytis og vamarmáladeildar utanríkis- ráðuneytis. Umsagnir beggja ráðu- neytanna vom á þá leið að hvorki viðkomandi flugumferðarstjóri né aðrir hefðu gerst sekir um refsiverða háttsemi þó að mistök hefðu átt sér stað. í skýrslu rannsóknamefhdar Flug- málastjómar er atvikið flokkað sem „raunveruleg hætta á árekstri". Flugmenn Amarflugsþotunnar em taldir hafa afstýrt árekstri með snar- ræði. Þeir sveigðu þotunni krappt til hægri sekúndubroti áður en VEumarliðsvélin skaust framhjá. Amarflugsþotan var að koma frá Evrópu í aðflugslækkur, að Kefla- víkurflugvelli. Vamarliðsvélin var í æfingaflugi við suðurströndina. Um borð í flugvélunum vom alls 70 manns, þar af 64 í farþegaþotunni. Vamarliðsvélin yfirgaf æfinga- svæði sitt án leyfis. Flugumferðar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sem hafði báðar vélamar á radar, tók ekki eftir árekstrarhættunni fyrr en mjög seint. Var hann talinn hafa sýnt aðgæsluleysi. Atvikið við Keflavíkurflugvöll í athugun hjá saksóknara Hjá embætti ríkissaksóknara er nú til meðferðar flugumferðaratvik- ið sem gerðist skammt frá Keflavík- urflugvelli þann 6. september 1984. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sagði í gær að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstu vikum. Þetta atvik hefúr saksóknari þegar sent tvívegis til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Áður hafði rannsóknar- nefhd á vegum Flugmálastjómar rannsakað það. I skýrslu rannsóknamefhdarinnar segir að aðeins hafi munað nokkrum metrum að ekki varð árekstur á milli flugvélanna. Fram kemur í skýrslu hennar það álit að óhóflegt vinnuálag flugumferðarstjóra og uppsöfhuð þreyta hafi að verulegu leyti ráðið viðbrögðum hans. Með- verkandi orsök atviksins sé talin sú að flugstjóri Boeing þotu skyldi halda óbreyttri flugstefnu þrátt fyrir að hann hafi tveimur og hálfri mín- útu fyrir atvikið séð að hann stefndi á DC-8 Jxitu. Þotumar vom báðar frá Flugleið- um. Þær höfðu hafið sig til flugs af sömu flugbraut Keflavíkurflugvallar með einnar mínútu millibili, DC-8 þotan á undan. Boeing-þotan klifr- aði hraðar og náði DC-8-þotunni sex mínútum eftir flugtak. Sérstaka athygli hefur vakið orða- skak það sem varð á milli flugum- ferðarstjórans og Boeing-flugstjór- ans. Rifust þeir dijúga stund á flugbylgjunni meðan stefridi í næst- versta flugslys sögunnar. Reyndi flugumferðarstjórinn þrívegis að sannfæra flugstjórann um að nægum aðskilnaði væri haldið á milli flug- vélanna. -KMU Frétt DV í maí 1984 þegar rikissaksóknari ákvað að ákæra ekki vegna flug- urrrferðaratviks. Þær beinlínis mnnu út eins og heitar lummur, trjáplönturnar sem borgarbúum voru gefnar á opnunarhátið fegrunarvikunnar. Davíð borgarstjóri lét ekki sitt eftir liggja og afhenti fólki tré í gríð og erg. DV-mynd GVA Fegrunarvika í Reykjavík: Gáffu borgar- búum tré „Við hófum fegrunarvikuna með því að gefa fólki á fjórum stöðum í bænum tré til að gróðursetja í görðum hjá sér,“ sagði Gerður Steinþórsdóttir, for- maður fegrunamefhdar Reykjavíkur- borgar, aðspurð um fegrunarvikuna sem hófst á laugardaginn. „Þetta var eins konar táknræn opn- unarathöfn sem mæltist mjög vel fyrir. Við byijuðum að afhenda tijáplöntur við Ársel kl. 10 á laugardagsmorgun, fluttum okkur síðan að Gerðubergi, eftir hádegi fórum við svo niður að Laugardalshöll og enduðum loks í Hljómskálgarðinum. Alls staðar þyrp- ist að fólk og um 4000 trjáplöntur runnu út. Það gaf þessu líka hátiðar- blæ að Lúðrasveit Áræjar- og Breið- holtsskóla lék á hverjum stað.“ Gerður sagði ennfremur að meðan á fegrunarviku stæði gæti fólk fengið ráðgjöf á skrifstofu garðyrkjustjóra, einnig hlypi hreinsunardeildin undir bagga, gæfi t.d. ruslapoka og reyndi að stuðla að þvi að fólk tæki til á lóð- um sínum og stuðlaði að fegrun í umhverfinu. „Takmarkið er að hafa borgina bæði fagra og hreina á 200 ára afmælinu. Til þess þurfa borgar- búar líka að leggja sitt af mörkum “ -BTH Vörubíll stöðvaður: Ofhlaðinn um 12 tonn af mold Stór vörubíll með aftanívagni var stöðvaður af lögreglunni i Reykjavík á Miklubraut við Réttarholtsveg. Taldi lögreglan eitthvað athugavert við farm bílsins sem var mold. Við mælingu reyndist 12 tonnum of mikið af mold á bílnum og sagði ökumaður- inn að hann hefði keyrt með svipaða farma í tvo daga en hann var stöðv- aður á laugardag. Að sögn lögreglunnar er þetta brot talið það alvarlegt að það verður ekki afgreitt með sekt heldur sent fyrir sakadóm. -FRI I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Hannyrðir og stálvinnsla Þá er fimmþúsundkallinn lang- þráði loksins kominn í umferð við mikinn fonguð þeirra sem enn eru að burðast með seðla í veskinu. Raunar er sá blái nokkuð seint á ferðinni þ ví obbinn af íbúum landsins notar nú svo til eingöngu ávisanir og greiðslukort. Hins vegar urðum við auðvitað að fá okkar fimmþús- undkall þó ekki væri nema til að minna okkur á hina gömlu góðu daga fyrir myntbreytinguna. Þá höfðu menn fleiri hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun og engum datt í hug að fara út í búð til að kaupa i matinn með minna en fimmþúsund krónu seðil, enda var þetta fyrir tíma greiðslukortanna. Svo datt einhveij- um vitringum í hug að slá niður verðbólguna í einu höggi með þvi einu að skera tvö núll aftan af krón- unni. Og nú, örfaum árum siðar, er allt komið í sama farið. Það sést best á þvi að nýi fimmþúsundkallinn jafngildir ekki nema svo sem níutiu sterlingspundum. En það vantar ekki að sá nýi er ansi flottur og sjálf- sagt fyrir fólk að verða sér úti um eitt eintak til að geyma niðrí i skúffu til minja um Ragnheiði biskupsfrú á Hólum sem skreytir seðilinn ásamt nöfnum Jóhannesar Nordal og Dav- íðs Ólafssonar. Auk þess er verðgild- ið skráð með útsaumsletrí úr SEOABANkl ÍSLANDS sjónabók Ragnheiðar og mynstur í grunni er það sama og hún notaði í altarisklæði fyrir Laufáskirkju á sín- um tíma. Þetta eitt út af fyrir sig gerir seðilinn ennþá eigulegri fyrir þá sem hafa áhuga á hannyrðum til foma. Þá má ekki gleyma því að Gísli biskup, maður Ragnheiðar, er líka þrykktur á þann bláa þótt minna fari fyrir honum en frúnni. Svo til að bæta um betur er skellt á seðilinn myndum af tveimur fyrri eiginkon- mn Gísla og fer þetta þá að verða hið myndarlegasta fiölskyldualbúm frá Hólum um aldamótin 1700. Þessi myndafjöld eykur enn á safngildi seðilsins og það þykir ekki mikið að kaupa svona skilerí fyrir fimmþús- imd krónur. En blessaður Seðlabankinn ætlar ekki að gera það endasleppt við þjóð- ina hvað varðar peningamálin. Nú hefur bankinn ákveðið að koma með nýja gerða af 50 aura mynt. Þessu ber að fagna þvi hvar værum við á vegi stödd ef við hefðum ekki bless- aðan fimmtíueyringinn til að styðj- ast við í lífsbaráttunni. En sá gamli er nokkuð farinn að láta á sjá, enda bara úr bronsi og stykkið kostar víst hátt í krónu úr verksmiðjum pen- ingaframleiðenda. Seðlabankinn hefur því brugðið á það þjóðráð að slá nýjan pening og er hann úr kop- arhúðuðu stáli. Þetta var smart hjá Jóhannesi sem nú ætlar að láta sverfa til stáls i bar- áttunni við verðbólguna og hefja fimmtíueyringa til vegs og virðingar meðal þjóðarinnar á nýjan leik. Það verður nú munur að kreppa hnefann um kalt stálið i buxnavasanum þeg- ar maður er á leið í bankann til að leggja inn eða kaupa skuldabréf af Þorsteini. Svo má ekki gleyma þvi að nýi peningurinn er miklu ódýrari en bronsruslið og kostar ekki nema 47 aura stykkið frá peningafabrikk- unum. Man nú nokkur álkrónumar frægu sem flutu á vatni. Engum dett- ur í hug að bjóða fram slíkt rusl eftir að stálpeningamir em komnir til sögunnar. Það skal vanda sem lengi á að standa, segir máltækið, og hven- ær á það við ef ekki nú á þessum merku tímamótum í myntútgáfu á íslandi. Svo er það enn einn kostur- inn við nýja peninginn en það er að hann er 35 grömmum léttari en bronsmyntin. Maður getur því borið mun meira af stálmyntinni en áður og á það eflaust eftir að koma sér vel fyrir marga. Enda er þetta það sem okkur hefur alltaf vantað, létt- an, sterkan og ódýran fimmtíueyr- ing. Já, hann ætlar ekki að gera það endasleppt við okkur, blessunin hann Nordal. En varla lætur hann hér við sitja. Nú hlýtur hann að fara að hugsa til niðurskurðar á núllum á nýjan leik. Það var svo gaman hér um árið þeg- ar allt breyttist á einni nóttu og verðlag fór niður úr öllu valdi og kaupið auðvitað líka. En þessar fáu krónur sem maður fékk voru svo óendalega verðmætar að menn tímdu ekki lengur að grípa til veskis- ins þó þeir þurftu að bjarga brókum úti i guðsgrænni náttúrunni. Þetta þarf að endurtaka hið fyrsta áður en greiðslukortin ná að útrýma venjulegri peninganotkun fyrir fullt og fast. En það má kannski ekki fara fram á alltof mikið í einu og þvi skul- um við láta nægja að þakka fyrir bláa hannyrðaseðlinn og stálpening- inn góða. Og eftir að hafa lagt inn næst syngjum við bara „Lok, lok og læs og allt í stáli...“ Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.