Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1986. Peningamarkaður Viðskipti Viðskipti Viðskipti Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. f*r*ggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og ó\ erðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10‘X, en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Arsávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4‘X, ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- trvggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75'X> í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. A hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0.7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fvrst 8%. eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%. 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9.5% og eftir 6 mánuði 12%. eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtrvggðir og gefa 7.5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum. nú 13%. eða ávöxtun 3ja mánaða verðtrvggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir. 8%. þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinii. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir spariíjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13.1'%, eða eins og á verðtrvggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir. 8.5%. og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhrevft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- trvggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3°.0 nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum. 12,5%, með 13'%, ársávoxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun hætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða. annars almenna spari- sjóðsvexti. 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði. óverðtryggða en á 15.5'%, nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögiu' ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10'%,. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í iúní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01. -10.06. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista llll i! J! i! í! líiiifii INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ SPARISJÓDSBÆKUR Dbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 83' 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10,0 12 mán.uppsoan 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTURSparað 3-6 min. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanartikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán. uppsogn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.0 10.0 10.0 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÚVEROTRYGGÐ ALMÉNNIRViXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19,5 Lse 19.5 kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF3) kge 20,0 kgB 20,0 kge kgn kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULOABRÉF Að 21 /2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4/0 4.0 4.0 Lengrien2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU sjAneðanmAlsd 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadoilurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Fráfarandi formaður Stéttarsambands bænda: Mesta vandamálið er léleg sala kindakjöts „Samdráttur í sölu kindakjöts á inn- lendum markaði er að mínum dómi stærsta vandamál hins almenna land- búnaðar nú,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, í skýrslu er hann flutti á aðalfundi Stéttarsambandsins sem nú stendur yfir að Hvanneyri í Borgarfirði. Framleiðsla kindakjöts varð 12.215 tonn á árinu 1985 á móti 12.240 tonnum á árinu 1984. Verðlagsárið 1984/85 seldust innanlands 9.405 tonn af kindakjöti á móti 10.027 tonnum næsta verðlagsár á undan. Birgðir kindakjöts l.apríl síðastlið- inn voru 6.820 tonn sem er 545 tonnum meira en á sama tíma í íyrra. Útsalan á kindakjötinu í haust jók söluna síð- ustu mánuði ársins 1985 en síðan hefur salan dregist verulega saman. Á fyrstu 3 mánuðum þessa árs varð salan 1.189 tonn en var 1.980 tonn á sama tíma í fyrra. Of dýrt og of feitt I umræddri skýrslu formanns segir að þeir sem selji fyrir okkur kindakjö- tið kvarti undan því að það sé of dýrt miðað við aðrar matvörur og sömu- leiðis sé það of feitt fyrir smekk manna nú. Þá segir að stjóm Stéttasambands- ins hafi lagt á það mikla áherslu að ný reglugerð um breytt kjötmat miðað við fitumagn verði staðfest hið allra fyrsta og að bændum verði kynnt efhi hennar í sumar svo unnt verði að taka tillit til ákvæða hennar um meðferð sláturfjár í haust. Um verðlækkanir á kindakjöti segir að hlutfall niðurgreiðslna í verði kindakjöts hafi farið lækkandi á und- anfomum árum en hafi undanfama mánuði hækkað nokkuð á ný. Niðurgreiðsla 40,78 krónur á kíló Fyrir l.mars síðastliðinn var niður- greiðsla á hvert kíló l.fl. lambakjöts 19,25 krónur. Hinn l.mars hækkaði niðurgreiðslan í 30,48 krónur fyrir hvert kíló og l.maí síðastliðinn i 40,78 krónur á hvert kíló. Verðlækkun á kindakjötinu er þó ekki fyrirhuguð á næstunni en reynt verður að auka sölu á kindakjöti með nýju markaðsátaki í sölu kindakjöts undir heitinu „íslenskt fjallalamb". Alls verður 4 milljónum varið í sumar til þessa átaks eða auglýsingaherferð- ar sem miðar að því að undirstrika þá sérstöðu íslenska lambakjötsins að vera hrein og ómenguð villibráð. Einnig mun sveit sérfræðinga á vegum markaðsnefndar landbúnaðarins heimsækja verslanir um allt land í sumar og gefa og þiggja góð ráð varð- andi meðhöndlun og framleiðslu kindakjöts. Minnkandi mjólkurneysla En samdráttur varð einnig í sölu mjólkur og mjólkurvara, eins og kem- ur fram í umræddri skýrslu formanns. Á hvem mann minnkaði mjólkur- neysla um 3,4 lítra árið 1985 frá árinu 1984, smjömeysla minnkaði um 1/2 kíló og skymeysla um 0,3 kíló milli ára. Ostaneysla jókst um 0,1 kíló og er það minnsta aukning í mörg ár. Samkvæmt útreikningum nam heild- ameysla mjólkur 96,2 milljónum lítra. Framleiðsla mjólkur jókst hins veg- ar á árinu 1985, nam alls 115,9 milljón- um lítra, sem er um 7,4 milljón lítra aukning frá árinu 1984. -KB Yfnkokkurinn á Holti eldar nú á Hvammstanga Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Einn færasti kokkur landsins, Ingv- ar H. Jakobsson, hætti sem yfirkokkur á Hótel Holti í apríl og flutti í heima- hagana, á Hvammstanga, þar sem hann rekur nú hótel og veitingasölu. Vertshúsið heitir staðurinn. „Mér leið alla tíð ákaflega vel á Holti og þar lærði ég kúnstina. En ég er frá Hvammstanga og heimahagam- ir kalla nú alltaf á mann. Því ákvað ég að breyta aðeins til, flytja hingað og fást við þetta spennandi verkefni," sagði Ingvar við DV. Hann var yfir- matsveinn á Hótel Holti frá 1981. Ingvar á Vertshúsið með þremur öðrum einstaklingum, Hvammstanga- lu-eppi og kaupfélaginu á staðnum. Þetta er einingahús frá Siglufirði sem reist var á nokkrum dögum í desember. I Vertshúsinu em sex 2ja manna herbergi með baði. Veitingasalurinn er fyrir 56. Þá er fundasalur í húsa- kynnunum. „Hér verður opið frá 8.00 H. Jakobsson, yfirkokkur a Hótel Holti frá 1981, yfirgaf yfirkokkinn i am og hélt i heimahagana á Hvammstanga, i Vertshúsið. DV-mynd JG til 23.30 í sumar. Matseðillinn er ekki mjög stór en síbreytilegur og við þjón- um til borðs. .Við bættum léttum og ódýrum ferða- mannaréttum, eins og hamborgurum, við á matseðilinn þar sem svo mikið var spurt um slíka rétti. Eigum við bara ekki að segja að þar með sé þetta vistlegasti hamborgarastaður lands- ins,“ sagði Ingvar H. Jakobsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.