Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986. 5 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Stóriaxar með glæsiþotu Kaupsýslumenn voru það ekki sem glæsiþota Þotuflugs h£, TF-JET, flutti síðastliðinn fostudag. Farmurinn var nýslátraður lax á leið á Bandaríkja- markað. Koma þurfti 4,5 tonnum af laxi frá Færeyjum vestur um haf á skjótan hátt. Þota Þotuflugs var fengin til að flytja farminn í þremur ferðum frá Færeyjum til Keflavíkurflugvallar. Þar tók Flugleiðaþota við laxinum verðmæta og flutti hann ferskan til New York-borgar. -KMU Laxinn fluttur úr TF-JET á Keflavikurflugvelii á föstudag. DV-mynd Heiðar Baldursson T SORPHAUGAR- GÆSLA- VÉLAVIIMNA: Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gæslu, efnisflutning og vélavinnu á sorphaugum við Hamranes. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 16. júní kl. 14.00. Bæjarverkfræðinnur. KÖFUNARNAMSKEIÐ Nú gefst einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun. Námskeið verða haldin í Farfuglaheimilinu Reykjanesi. Þau eru í 10 daga hvert og standa öllum opin. Hverju námskeiði lýkur með prófi sem miðast við tveggja stjörnu alþóðleg réttindi til sportköfun- ar. Næsta námskeið hefst 28. júní 1986. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Bandalagi íslenskra farfugla, \ sími (91) 10490. NÝR 5000 KRÓNA PENINGASEÐILL Á grundvelli laga um gjaldmiðil íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968 mun Seðlabanki íslands gefa út og setja í umferð hinn 10. júní n.k. fimm þúsund króna peningaseðil af svofelldri gerð: Stærð: 155 x 70 mm 10510 F 00000000 SAMKVÆMT LÖGUM NR.10 29.MARS 1961 .. SEÐLABANKI ÍSLANDS FRAMHLIÐ Litir: dökkblár og fjöllita Á spássíu (upptalning efnis ofan frá og niður): Upphæð í tölustöfum Númer seðilsins með bókstafnum F fyrir framan, svart Vatnsmerki ber mynd Jóns Sigurðssonar forseta Tilvísun í lög Seðlabanka íslands Undirskrift tveggja bankastjóra í senn Útgefandi Seðlabanki íslands Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Borðar og mynstur unnin út frá altarisklæði úr Laufáskirkju Blindramerki, 3 lóðrétt upphleypt strik Mynd af Ragnheiði Jónsdóttur biskupsfrú (1646-1715) Oryggisþráður þvert í gegnum seðilinn Mynd af Gísla Þorlákssyni Hólabiskupi ásamt fyrri konum hans, Gróu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Benediktsdóttur Upphæð í bókstöfum, leturgerð af altarisklæði úr Laufáskirkju Númer, prentað í svörtu, neðst til hægri Upphæð í tölustöfum, lóðrétt, efst til hægri BAKHLIÐ Aðallitir: dökkblár og grænn Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Borðar og mynstur sama og á framhlið Upphæð i tölustöfum neðst til vinstri Mynd af tveimur stúlkum við skoðun hannyrða Mynd af Ragnheiði Jónsdóttur, sitjandi í stól Á spássíu (upptalning ofan frá): g co ci Upphæð í tölustöfum ~ Vatnsmerki * Fangamark Ragnheiðar (Ións Dóttur) SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.