Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1986, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986. Fréttir Gífurlegur fjöldi unglinga, eða um 12 þúsund, sóttu afmælisrokktónleikana á Arnarhóli i gærkvöldi. Stemmning var góð, bæði flytjendur og áheyrendur höfðu svo hátt að íhúum í Reykjavík og nágrannabæum varð ekki svefnsamt. Fjölmennustu rokktónleikar á íslandi: Hávaðinn barst út fyrir borgarmörk Afinælisrokktónleikamir á Amar- hóli í gærkvöldi vom fjölmennastu rokktónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Þorgeir Ástvaldsson, kynnir á tónleikunum, sagði gestum, sem flestir vom af yngri kynslóðinni, að á tónleikunum væm um 20 þúsund manns. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er hins vegar talið að um 12 þúsund unglingar hafi sótt skemmt- unina. Stemmningin var mjög góð og magn- aðist er á leið og undir lokin vom unglingamir famir að öskra og klappa í takt við músíkina samkvæmt hvatn- ingu frá Stuðmönnum sem spiluðu í lokin. Hávaðinn í miðbænum var gífúrleg- ur og svo mikill að hljóðið barst langt út fyrir borgarmörk. 1 dagbók fjar- skiptamiðstöðvar lögreglunnar er bókuð kvörtun frá íbúum í Kópavogi. Einnig heyrðist í hljómsveitunum alla leið upp í Mosfellssveit. Verulega mik- ið af kvörtunum barst frá íbúum í Reykjavík og átti lögreglan fullt í fangi með að sinna þeim öllum. Eldri kynslóðin átti erfitt með svefh vegna hávaðans. Yfirleitt vom kvartanimar á þá leið að hávaði bærist út úr íbúð- um nágranna en þegar lögreglan kom á staðinn reyndist svo ekki vera. Háv- aðinn kom frá rokktónleikunum. Þó nokkuð mikið hafi borið á ölvuð- um unglingum, sérlega er líða tók á kvöldið, er það álit lögreglunnar að tónleikamir hafi farið nokkuð vel fram miðað við aðstæður. Unglingam- ir vom að vísu að flækjast niðri í miðbæ á fylleríi langt fram eftir nóttu en undir morgun hafði lögreglunni tekist að flytja flesta heim. Engan sak- aði, utan þess að sjötugur maður var barinn niður og hann rændur. Hann hlaut áverka á höfði en mun ekki vera alvarlega slasaður. -KB TF-ÖGN endursmíðuð: Eina flugvélin sem íslendingar hafa hannað og smíðað Agnar Gunnar Agnarsson, fjórtán ára gamall dóttursonur annars flugvélarsmiðsins, Gunnars Jónassonar, af- hjúpaði ögnina við upphaf flughátíðarinnar í gær. DV-mynd Óskar „Ögnin hefur þá sérstöðu meðal íslenskra flugvéla að vera fyrsta og jafhframt eina flugvélin sem að öllu leyti er bæði hönnuð og smíðuð hér á landi. Er endursmíði hennar tví- mælalaust verðugasta verkefnið sem fslenska flugsögufélagið hefur tekið sér á hendur fram til þessa.“ Svo segir í bæklingi Flugsögufé- lagsins um TF-ÖGN sem aihjúpuð var á Reykjavíkurflugvelli í gær eft- ir endursmíði. Höfundar og smiðir þassarar fyrstu íslensku flugvélar vora þeir Gunnar Jónasson og Bjöm Ólsen sem nú er látinn. Þeir vom báðir vélamenn hjá því Flugfélagi íslands sem starfrækt var á árunum 1928 til 1931. Um það leyti sem flugfélagið hætti starfsemi hófu þeir smíði „Agnarinn- ar“. Þrátt fyrir kreppu og fátækt luku þeir smíðinni á innan við ári en eftir hreyflinum þurftu þeir að bíða í átta ár. TF-ÖGN var flogið fjórum sinnum, í lok nóvember og byrjun desember árið 1940. Flugmaður i öll skiptin var Öm Ó. Johnson. Þótti honum flugvélin láta vel að stjóm. Eftir þetta bannaði breska hemámsliðið frekara flug. Agnar- innar beið það hlutskipti að grotna niður næstu þrjá áratugi eða þangað til Flugsögufélagið hóf endursmíð- ina haustið 1979. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.