Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1986, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986. 9 Uflönd Á tíræðisaldri og enn í fjallaklrfrí Hulda Crooks er enginn unglingur lengur, komin á tíræöisaldur, en þrátt fyrir það enn ötul í fjallgöngum og annarri útivist. Hulda býr i Kalifomiu, skammt frá Whitneyfjalli sem er hæsta fjall rikis- ins, rúmlega fjórtán þúsund feta hátt. Alls hefur Hulda gengiö tuttugu og tvisvar á Whitneyfjall og hér á mynd- inni reynir hún uppgöngu á fjalliö i tuttugasta og þriöja sinn nú i sumar. Hulda reyndi að sigrast á Whitneyfjalli fyrr í sumar en varð þá frá að hverfa vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Sýriendingar auka útgjöld til hermála Herfræðiritið Jane’s Defence Weekly segir í nýjasta tölublaði sínu, er út kom í London í gær, að í ár ætli Sýrlendingar yfir 55 prósent fjár- laga til herútgjalda. Segir ritið að í ár auki Sýrlendingar útgjöld sín til hermála um fimm pró- sent og hafi slík aukning ekki átt sér stað í sýrlenskum ijárlögum í langan tíma. Segir Jane’s Defence Weekly að Sýr- lendingar' kaupi mikinn meirihluta vopna sinna frá Sovétmönnum og sí- fellt selji Sovétmenn þeim háþróaðri vopnakerfi. I ár er meðal annars búist við að Sovétmenn láti Sýrlendingum í té ein- tök af hinni lítt þekktu en fullkomnu MIG-Fulchrum og SS-21 gagneldflaug- ar. Sýrlendingar halda áfram vopna- sendingum til íran í stríði þeirra við íraka en fá í staðinn ódýra íranska olíu. Gullræningi framseld- ur til Bretlands John Robert Fleming, höfuðsak- bomingur í mesta gullráni í sögu Bretlandseyja, tapaði í gærkvöldi ósk um áframhaldandi dvalarleyfi í Mið- Ameríkuríkinu Costa Rica en þar hefúr Fleming haft aðsetur að undan- fömu. Talið er sannað að Fleming hafi átt höfúðaðild að ráni á þrem tonnum af gullstöngum að verðmæti á þriðja hundrað milljóna íslenskra króna úr vömhúsi einu í London árið 1983. Hann var handtekinn í höfuðborg Costa Rica, San Jóse, á föstudag, sam- kvæmt ábendingu bresku lögreglunn- ar. Eftir handtöku Fleming kröfðust bresk yfirvöld þess þegar að hann yrði framseldur en þar eð engir samningar um gagnkvæmt framsal afbrotamanna gilda á milli Bretlands og Costa Rica verður Fleming sendur til Bandaríkj- anna fyrst, og þaðan formlega fram- seldur til Bretlands. Fleming þessi átti einnig aðild að lestarráni aldarinnar í Bretlandi árið 1963, er hann og vitorðsmenn hans rændu yfir þijátíu milljónum íslenskra króna úr póstlest. Haft er eftir yfirvöldum í Costa Rica að Fleming hafi komið til landsins í lok júlí frá Spáni og hafi endanlegur áfangastaður hans verið Brasilía. Eyrað bHxð af póstkonu Þrír óðir fjárhundar réðust á póst> konu eina í Gloucester í Englandi, þar sem hún var við útburð bréfa, rifu af henni fötin og bitu af henni annað eyrað. Póstkonan var í skyndi færð á sjúkrahús þar sem skurðlæknar gerðu örvæntingarfúlla tilraun til að græða eyrað á hana að nýju. Haft er eftir eiganda hundanna að þeir væm fyrst og fremst gæludýr og hefðu aldrei áður gert nokkrum manni mein. „Hún var með nokkur bréf til okkar en þau vom svo gegnsósa í blóði að við urðum að henda þeim í ruslið,“ var haft eftir einum nágranna hunda- eigandands í Gloucester. r F I A T RITMO Við rýmum fyrir 1987 ár- gerðum og seljum síðustu bílana af Fiat Ritmo árgerð 1986 á stórlækkuðu verði. anaaí umboðið, r Skeifunni 8, s. 688850. frábærar frá &WXRNER HOME VPEO væntanlegar á myndbandaleigur liír in f«Mir i'liaj>t«T« The Bridge at Remagen. Meiri háttar striðsmynd með topp- leikurum. Aðalhlutverk: George Segal, Ro- bert Vaughn og Ben Gazzara. Mishima. Listaverk eftir tvo fremstu kvik- myndagerðarmenn heims, George Lucas og Frances Ford Coppola. Chinatown Kid Five Superfighters og Killer. Þrjár karatemyndir þar sem slagsmál eru i fyrirrúmi. Leikið rétta leikinn- S| takið mynd MTEFU Tefli hf. Einkaréttur á íslandi fyrir Warner Home Video Sídumúla 23, 108 Reykjavík ® 91-68 62 50 / 68 80 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.