Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1986, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGUST 1986. 3 Fréttir ísland skákaði breska heimsveldinu lán L. Amasan, DV, Landan Jóhann Hjartarson stórmeistari vann fjórar síðustu skákir sínar á opna breska samveldimótinu, sem lauk í London í gær. í lokaskákinni vann hann bandaríska stórmeistarann Kudrin næsta örugglega eftir glæfra- lega taflmennsku Bandaríkjamanns- ins. Jóhann þáði mannsfóm hans og tókst að hrinda atlögunni með mark- vissri taflmennsku. Eftir 26 leiki, er Kudrin gafst upp, var hann óveijandi mát í öðrum leik. Þar með varð Jóhann langefstur á mótinu, með 8 vinninga af 9 möguleg- um. Honum hefði nægt jafntefli við Kudrin til þess að nó efsta sæti. Næstu menn, deFirmian og Prasad, fengu 7 vinninga en síðan komu Shamkovich, Hebden og Thipsay með 6,5 vinninga. Indveijinn Prasad varð efstur skák- manna í breska samveldinu og hlaut forkunnarfagran bikar að launum og titilinn virðingarverða: „Skákmeistari breska samveldisins". Jóhann varð að láta sér nægja sigurlaunin en hann tefldi sem gestur á mótinu sem var öllum opið. Síðustu tvö ár hefur kanadíski stór- meistarinn Spraggett sigrað á þessu móti og orðið samveldismeistari um leið. Það hefur sannarlega komið á óvart að „litla ísland" skyldi skáka sjólfu breska heimsveldinu. Frammi- staða Jóhanns hefur vakið verðskuld- aða athygli enda þótti hann tefla örugglega og áreynslulaust. Skákir hans voru flestar stuttar og ef fró er talin skákin við Prasad í 2. umferð, sem lauk með jafntefli, lenti hann aldr- ei í erfiðleikum. Árangur hans mældist upp á tæp 2780 Eló-stig og hann fékk heilum vinningi meira en þarf til þess að ná áfanga að stórmeistaratitli. Jón G. Viðarsson gerði jafhtefli við spænska alþjóðameistarinn Calvo í síðustu umferð og hlaut 5 v. Hann og Jóhann munu setjast aftur að tafli í dag er fyrsta umferð á opna Lloyds- bank skókmótinu verður tefld. Eftir sigurinn glæsilega á samveldis- mótinu hlýtur Jóhann að teljast einna sigurstranglegastur á Lloyds-bank mótinu. Þó má búast við að róðurinn þar verði heldur þyngri því að nokkr- ir knáir skákmenn munu bætast í hópinn. Hér er skák Jóhanns við Kudrin. Ef vinningamir koma jafnauðveldlega ó Lloyds-bank mótinu þarf Jóhann ekki að hafa áhyggjur. Hvítt: Sergei Kudrin. Svart: Jóhann Hjartarson. ítalski leikurinn. I.e4 e5 2.RÍ3 Rc6 3.Bc4 Bc5 4.c3 Rffi 5.b4 Bb6 6.d3 d6 7.0-0 0-0 Kudrin hefur oft teflt þessa byijun áður og því var Jóhann við öllu bú- inn. Hér endurbætir hann skák Kudrins við ungverska stórmeistar- ann Portisch, sem lék 7.-De7 í stöð- unni. 8.Bg5 h6 9.Bh4 g5! Andi Karpovs svífur hér yfir vötn- um. Leiki hvítur 10.Bg3 kæmi 10.-Bg4 og síðan Bg4-h5-g6 og svartur er reiðubúinn að blása til atlögu á mið- borðinu með d6-d5. Þessari óætlun beitti Karpov í svipaðri stöðu í þekktri skák við Chandler fyrir tveim árum. Kudrin tekur áhættu með næsta leik. Fómar manni sem virðist harla vafa samt 10.Rxg5? hxg5 U.Bxgð Kg7 12.DÍ3 Hh8 13.Rd2 Kg6! 14.h4 Hh7 Jafnvel enn sterkara var 14.-Bg4! sem snjall kóngsleikur svarts gerði mögulegt. Ef þá 15,Bxf6 yrði svarið 15.-Dd7! 16.Dg3 Kxffi og svartur hefur öll tromp í hendi sér. 15.Hael Leikið eftir afar langa umhugsun. Kudrin fann ekki leið til þess að Jóhann varð langefstur á opna samveldismótinu í London hindra áðumefnda áætlun svarts. 15.-Bg4! 16.Bxffi Dd7 17.Dg3 Kxffi 18. d4 Ke7 Kóngurinn af hættusvæðinu en 18- exd4 var einnig mögulegt. 19. Bb5 Hah8! 20.Rc4 exd4 Hér var hægt að leika af sér: 20,- Hxh4 21.Í3 Rxd4 22.Rxb6 Dxb5 23. Rd5+ með óljósum afleiðingum. 21.Rxb6 axb6 22.cxd4De6! 23.d5 Dffi! Hins vegar ekki 23.-De5? 24.dxc6 Dxb5 25.Dxg4 Hxh4 vegna 26.Dd7 + ! og drottningin er skyndilega í peðs- valdi. 24.dxc6 Snoturt afbrigði er 24.e5 Rxe5 25. Dxg4 Hxh4 26.Dd7+ Kf8 og auk móthótunarinnar eftir h-línunni er hvíta drottningin í uppnámi af riddar- anum og eftir 27.Dc8+ Kg7 er hún í skotlínu hróksins. 24.-Hxh4 25.f4 Db2! 26.Be2 Skárra var 26.He2 (svartur hótaði 26.-Hhl mát) en eftir 26.-Hhl + 27.Kf2 Hxfl+ 28.Kxfl Bxe2+ vinnur svartur létt. 26.-Dd4 + Og Kudrin gafst upp. Kúbumaðurinn varð heimsmeistari Mishermt var í DV í gær að Norð- maðurinn Simen Agdestein og Walter Arencibia frá Kúbu, sem urðu efstir á heimsmeistaramóti unglinga í Gaus- dal, yrðu að heyja einvigi um heims- meistaratitilinn. Hið rétta er að Kúbumaðurinn var lýstur heimsmeist- ari vegna þess að hann vann Agde- stein í innbyrðis skák þeirra. Agdestein var hins vegar hærri á stig- um út úr mótinu sjálfu. Agdestein mátti hafa sig allan við að banda frá sér hamingjuóskum í London í gær. I bresku sjónvarpi var nefnilega fullyrt að hann hefði hreppt heimsmeistaratitilinn. „Mér tókst það næstum því,“ sagði hann og var langt frá því að vera óhress með frammistöð- una eftir afleita byijun á mótinu - 3,5 v. úr 6 fyrstu skákunum. Hann mun verða meðal þátttakenda ó Lloyds- bank skákmótinu í London. -JLÁ ERTU AÐ FARAST UR ÞORSTA? BJARGAÐU ÞER! .... AHHHHHH!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.