Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1986, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986.
5
Stjómmál
Byggðanefnd þingflokkanna:
Aukin valddreifíng með
þriðja stjómsýslustigi
Að mati byggðanefndar þingflokk-
anna er ekki hægt að leggja til að
umtalsverð verkefni séu að óbreyttu
færð frá ríkinu til sveitarfélaganna.
Jafnvel þótt auknir tekjustoínar
komi til eru mörg þeirra fámenn og
veikar stjómareiningar. Vegna
strjálbýlis leysir sameining þeirra
ekki vandann þrátt fyrir batnandi
samgöngur.
Er nefndin sammála um að þriðja
stjómsýslustigið þurfi til að unnt sé
að ná verulegum árangri til aukinn-
ar valddreifingar.
Nefhdin telur að þetta millistig í
stjórnkerfinu eigi að ná til tiltölu-
lega stórra svæða, t.d. núverandi
kjördæma, og æðsta vald eigi að
vera í höndum lýðræðislega kjör-
inna héraðsþinga.
Völd og áhrif ríkisins hafa aukist
Byggðanefhd þingflokkanna var
skipuð í kjölfar afgreiðslu Alþingis
á frumvarpi til breytinga á stjómar-
skrá lýðveldisins vorið 1984.
Markínið nefhdarstarfsins var að
gera tillögur um aukna valddreif-
ingu og virkara lýðræði. Hafa
viðfangsefni nefndarinnar verið
byggðamál abnennt.
í skýrslunni segir að þrátt fyrir
pólitískar heitstrengingar undan-
fama áratugi sé það staðreynd að
völd og áhrif ríkisins hafi aukist á
kostnað sveitarfélaganna.
í fyrsta lagi hafi sveitarfélögin
markvisst unnið að því að losna við
ýmis verkefni og þar með þau út-
gjöld sem verkefnunum fylgja.
í öðm lagi virðist miðstýring í
samfélaginu almennt hafa verið að
aukast.
Athyglisvert þykir að slík þróun
mála gengur þvert á það sem gerst
hefur á Norðurlöndunum og víðar
þar sem megintilhneigingin er vald-
dreifing, ekki einasta í opinberri
stjómsýslu heldur einnig í rekstri
fyrirtækja.
Þáttaskil í byggðaþróun
Nefndin hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að nú séu þáttaskil í
byggðaþróun. Viðhorf í atvinnumál-
um hafa ráðið miklu þar um og búast
má við að áhrifa þeirra gæti einnig
næstu árin ef ekki verður við bmgð-
ist.
Hlutdeild landsbyggðarinnar í nýj-
um störfum að undanfomu hefur
ekki náð því sem nauðsynlegt hefði
Akvarðanir stjórnvalda hafa mikil áhrif á hvar fólk velur sér búsetu. Mynd-
in er frá Akureyri.
verið til að jafhvægi héldist í
byggðaþróun. Úndanfarin ár hefur
nýjum störfum farið fækkandi í
frumvinnslugreinum en fjölgað í
þjónustugreinum. Meginhluti þjón-
ustustofiiananna er á höfuðborgar-
svæðinu og þar verða því til flest
ný störf.
Hætta er á því að vemlegur hluti
þess unga fólks, sem nú er að alast
upp á landsbyggðinni, þurfi að flytj-
ast til höfuðborgarsvæðisins til þess
að fá atvinnu við hæfi.
Vegna þess hversu mjög hefur
dregið úr bamsfæðingum á undan-
förnum árum myndi það leiða til
þess að fest yrði í sessi það misvægi
sem nú er í mannfjölgun i landinu.
Bendir nefndin á að stórfelld
byggðaröskun hafi ekki einungis í
för með sér vemlegan félagslegan
vanda í þjóðfélaginu heldur beina
og óbeina vannýtingu verðmæta og
félagslegan kostnað.
Ákvarðanir stjómvalda ráð miklu
Til að stuðla að jafhvægi í byggð
landsins leggur nefhdin áherslu á
að ákvarðanir stjómvalda, sem hafa
áhrif á afkomu sjávarútvegsins, hafa
jafnframt grundvallarþýðingu fyrir
val manna á búsetu. Staðsetning
þjónustunnar hlýtur að hafa mikil
áhrif á þróun byggðar þar sem 90
prósent nýrra starfa verða til í þjón-
ustugreinum. Staðarval stórfyrir-
tækja, byggðaáætlanir, þróunar-
starf. skattaaðgerðir, flutninga-
styrkir og flutningur ríkisstofiiana
eru einnig atriði sem byggðanefhd
setur fram. -IBS
Lentur
í Reykjavík
fann
Tæknisýninguna
í Borgarleikhúsinu
ladeild
um nýbyggingu, viðhald og
veitir öðrum stofnunum
alarheimilts akiraðra
hýbyggingar fyrír
REYKJAVK
1786-1986
Borgarleikhúsið
TÆKNISYNING
REYKJAVÍKURBORGAR
OPIÐ KL. 5-22 í DAG 17. ÁGÚST