Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Qupperneq 6
28 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. ♦ Bygginguna, sem saíhið er í, teiknaði Einar sjólfur ásamt Guð- jóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, og var safnið opnað árið 1923. Var bygging hússins styrkt af ríkinu og nokkrum einstakling- um ó sínum tíma. í listasafninu eru sex sýningar- Höggmyndir Einars Jónssonar, stórbrotin listaverk. Höggmyndir í fögru umhverfi Við hliðina á Hallgrímskirkju, nánar til tekið við Njarðargötuna, stendur listasafa Einars Jónssonar myndhöggvara. Hann fæddist á Galtafelli í Ár- nessýslu 11. maí 1874. Hann stundaði nám í Kaupmannahöfn við einkaskóla Stephan Sindings og jafaframt við Teknisk Selskabs Skole. Einnig stundaði hann um hríð nám við einkaskóla Gustav og Sophus Vermehren og Konung- legu Akademíuna fró 1895-99. Einar sýndi fyrst opinberlega í Kaupmannahöfn árið 1901. Fram til órsins 1920, er hann fluttist al- kominn til íslands, var hann lengst af búsettur í Kaupmannahöfa en einnig í Róm, Berlín, London og Bandaríkjunum. Einar Jónsson lést 1954 áttræður að aldri. salir á tveim hæðum ásamt fögrum höggmyndagarði þar sem högg- myndum og fögrum gróðri hefur verið komið fyrir á smekklegan hótt. Á efstu hæð hússins er íbúð listamannsins en hún er ekki til sýnis almenningi. Listaverkin í safainu eru um hundrað og tuttugu talsins. Þar gefur aðallega að líta höggmyndir en einnig eru til sýnis nokkur málverk eftir listamann- inn. Safnið er opið frá kl. 13.30 til 16.00 alla daga nema mánudaga. Vetraropnunartími hefst í sept- ember en þá er safnið opið sunnu- daga og miðvikudaga. Unnendur fagurra lista eru hvattir til að skoða þetta skemmtilega safn eins fremsta listamanns vorrar þjóðar. Stjörnbíó Ein vinsælasta myndin hérlendis sem erlendis á síðasta ári var The Karate Kid. Eins og við var að búast hefur verið gerð framhalds- mynd sem nefnist einfaldlega Karatemeistarinn 2 (The Karate Kid II). Nú er Daníel orðinn viður- kenndur karatemeistari og er enn í þjálfun hjá Miyagi. Saman fara þeir í pílagrímsheimsókm til Jap- ans þar sem karate er upprunið, nánar tiltekið til heimabæjar Miy- agi á eyjunni Oginawa. Þar á Miyagi gamla óvini sem ætla sér að gera upp sakir sínar við hann. Það eru þeir sömu sem standa að Karate Kid II og fyrri myndinni. Leikstjóri er hinn sami, John Avildsen, og aðalhlutverkin eru leikin af Ralph Macchio og Noriy- uki „Pat“ Tomita. Austurbæjarbíó Þú ert sjúkdómur, ég er lækning- in, segir Sylvester Stallone um leið og hann drepur morðingja í nýjustu mynd sinni, Cobra, sem flestir eru sammála um að taki fram öllum ofbeldiskvikmyndum sem gerðar hafa verið. I þetta skiptið leikur Stallone hvorki fyrrverandi her- mann né boxara heldur lögreglu- mann í Kalifomíu sem á að gæta laga og réttar og það gerir hann með ofbeldinu. Þrátt fyrir að Cobra hafí fengið dágóða aðsókn í Banda- ríkjunum þá er það ekkert á við þá aðsókn sem Rambo og Rocky IV fengu. Kenna menn því um að jafn- vel Bandaríkjamönnum, sem þó eru ýmsu vanir, ofbjóði ofbeldið í myndinni. Háskólabíó Martröð á þjóðveginum (Hitcher) fjallar um ungan mann sem tekur að sér að ferja bíl frá Chicago til vesturstrandarinnar. Þegar hann álpast til að veita ókunnum putta- ferðalangi far með bílnum hefst ógnþrungin atburðarás. Ókunni maðurinn reynist hið versta fól. í Háskólabíói er einnig sýnd Reykja- vík, Reykjavík, ný íslensk kvik- mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Myndin fjallar um Reykjavík nú- tímans að mestu leyti og er þema myndarinnar fíölskylda sem er á hraðri ferð í lífskapphlaupinu að koma sér upp einbýlishúsi. Bíóhúsið Þá er hún komin hingað hin mikla ævintýramynd Ridley Scott, Myrkrahöfðinginn (Legend). Myndin fíallar um baráttu hins illa gegn hinum góða. Myndin þykir mikið tækniundur og gengur ó ýmsu eins og von var frá leikstjór- anum er gerði Blade Runner og Alien. Aðalhlutverkin eru í hönd- um ungra og efnilegra leikara, Tom Cruise og Tim Curry. Laugarásbíó Skuldafen (The Money Pit) er Regnboginn í kapp við tímarrn Sean Penn er þegar orðinn þekkt- ur og eftirsóttur leikari. Ekki hefur það skemmt fyrir honum að hann er giftur poppgyðjunni Madonnu. Það eru ekki nema þrjú ár síðan hann vakti fyrst athygli. Það var í kapp við tímann (Racing With The Moon) sem loks hefur rekið á fíörur íslenskra kvikmyndahús- gesta, síðust mynda hans sem hann hefur leikið í hingað til. í kapp við tímann gerist 1942 í smábæ einum. Stríðið geisar í Evrópu og tveir vinir ákveða að ganga í herinn. Myndin gerist að mestu á stuttum tíma áður en þeir fara í stríðið og fíallar um samskipti kynjanna. Vinirnir tveir fó sinn skammt af óstinni áður en horfið er á braut. Það er ekki aðeins Sean Penn sem sýnir úrvalsleik i þessari ágætu mynd. Nicolas Cage og Elizabeth McGovern eru einnig mjög góð. glæný gamanmynd þar sem einn af aðstandendum myndarinnaer er enginn annar en Steven Spielberg. Myndin fíallár um Önnu og Walter sem héldu að þau væru að gera reyfarakaup þegar þau keyptu tveggja hæða villu. Seinna kemur fram að þetta voru ekki svo góð kaup, en þá eru þau orðin föst í skuldafeninu. Það eru úrvals- gamanleikarar sem fara með aðalhlutverkin. Tom Hanks leikur Walter. Hanks er að verða einhver besti gamanleikari vestanhafs eins og Splash og fleiri myndir bera með sér. Önnu leikur Shelley Long sem sjónvarpsáhorfendum er vel kunn fyrir írábæra frammistöðu sína í Staupasteini. Bíóhöllin Þeir sem skemmtu sér vel yfir Funny People eitt og tvö munu ábyggilega eiga góðar stundir yfir myndinni Fyndið fólk í bíó (You’re in the Movies) sem, eins og fyrr- nefadar myndir, fíallar um hvers- dagsfólk í hinum ýmsu uppákom- um ón þess að vita af því. Kvikmyndavélinni er leynt. Aðrar myndir i Bíóhöllinni, sem vert er að mæla með, eru Óvinanáman (Enemy Mine), mynd sem byrjað var að taka hér á landi, eins og flestum er kunnugt, og Út og suður í Beverly Hills sem er nýjasta mynd Paul Mazurski, með Nick Nolte, Bette Midler og Richard Dreyfuss í aðalhlutverkum. -HK Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Sýningar Árbæjarsafn Opið alla daga kl. 13.30-18 nema mánu- daga er lokað. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Sýning á Reykjavíkurmyndum Ásgríms Jónssonar í tilefni af aimæli borgarinnar. Sýningin er opin alla daga nema laugar- daga kl. 13.30-16 og stendur til ágústloka. Ásmundarsafn ' við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Ásmundarsalur við Freyjugötu Engin tilkynning hefur borist um sýningu þessa helgi. Borgarleikhúsið Tæknisýning í tilefni 200 ára afmælis Rey kj avíkurborgar. Djúpið við Hafnarstræti Danskur grafiklistamaður, Morten Christoffersen sýnir dúkristur í svarthvítu og litum Gallerí Borg, Pósthússtræti Sumarsýning stendur yfir, skipt um mynd- ir reglulega. Galleríið er opið frá kl. 10-18 virka daga. Gallerí Gangurinn Þann 4. ágúst var opnuð sýning á verkum austurríska málarans Fritz Grosz. Hann málar abstrakt myndir. Nokkrar olíukrít- armyndir eru einnig á sýningunni. Hún mun standa yfir í mánuð. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir sumarsýning Listmáiara- félagsins. 15 félagar Listmálarafélagsins sýna. Þetta er sölusýning og er hún opin virka daga frá kl.9-17 og kl. 14-18 um helgar. Hótel örk i Hveragerði Halla Haraldsdóttir myndlistarmaður sýnir 19 glerverk um þessar mundir. Kaldalækur Ólafsvík Kjartan Guðjónsson sýnir tólf grafík- og vatnslitamyndir. Sýningin er opin frá ki. 15-23 fimmtudaga-sunnudaga. Hún stend- ur til 7. september Kjarvalsstaðir Miklatúni Sýningin Reykjavík í 200 ár - Svipmyndir maiuilífs og byggðar stendur yfir. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Sýning á vatnslitamyndum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur. Myndimar eru svo- kallaðar Reykjavíkurstemmningar og eru þær málaðar í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Þetta er sölusýning. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Þann 28. ágúst var opnuð sýningin Stefnu- mót þar sem myndiistarmennirnir Þorlák- ur Kristinsson, Tolli og Kóreumaðurinn Bong-Kyou Im sýna. Sýningin er opin frá kl. 14-22 um helgar og 16-22 virka daga. Henni lýkur 7. september. Norræna húsið v/Hrmgbraut Sumarsýning stendur yfir. Að þessu sinni eru á sýningunni verk fjögurra listmálara af yngri kynslóðinni, þeirra Einars Há- konarsonar, Gunnars Árnar Gunnarsson- ar, Helga Þorgils Friðjónssonar og Kjartans Ólasonar. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19: 1 anddyrinu stendur yfir sýning á ljós- myndum og sáldþrykki eftir þýska ljós- myndarann Karlheinz Strötzel. Fyrir- myndir hans að öllum myndunum er íslenskt landslag og gamlir íslenskir torf- bæir. Myndimar eru til sölu og rennur ágóðinn af sölu þeirra til byggingar Hall- grímskirkju. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Á morgun verður opnuð sýningin World Press Photo 1986. Á sýningunni em um 180 myndir er hlutu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni blaðaljósmyndara. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Henni lýkur 14. septem- ber. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.