Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. 7 Atvinnumál Svínaslátrun hafín í Reykjavík: Stuð og stunga Stuð og stungur heyra til daglegra viðburða á Eirhöfða í Reykjavík eftir að eina svínasláturhúsið í höfuðborg- inni tók til starfa þar í gær. Það er Kristinn Sveinsson byggingameistari er byggði og á sláturhúsið en áður fékkst hann við svínaslátrun í litlum mæli í Mosfellssveit. „Nú get ég hins vegar slátrað fyrir hvem sem hafa vill og með fullum afköstum ætti ég að geta náð 40 skepn- um á klukkustund," sagði Kristinn í samtali við DV skömmu eftir að fyrsta svínið féll. Þó nokkrir tilburðir fylgja svína- slátrun. Dýrin em aflífuð með því að rafinagnstöng er sett um hnakkann á þeim og miklum straumi hleypt í gegn- um spikið. Þá em þau hengd upp og stungin eins og það er kallað. Lekur þá úr þeim allt blóð. Að lokum er svín- unum dýft ofan í 60 stiga heitt vatn til skolunar og úr því er leiðin yfir í skinku og beikon greið. -EIR DV-myndir S Svinið stungið og úr því lekur allt blóð. Rafmagnstong sett um hnakkann og straumi hleypt i gegnum spikið. Hér hverfur eitt dýrið ofan i 60 stiga heitt vatnið. Frá undirritun samningsins. Fremst sitja þeir sem skrifuðu undir samninginn, þeir Jóhannes Nordal, Albert Guðmundsson, Þorsteinn Pálsson og Halldór Jónatansson. Landsvirkjun kaupir Jarðvarmaveitur ríkisins á 120 milljónir Landsvirkjun hefur keypt eignir Jarðvarmaveitna ríkisins í Bjamar- flagi í Skútustaðahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu ásamt tilteknum rétti til hagnýtingar jarðhitaorku á því svæði fyrir 120 milljónir sem greiðist með skuldabréfi til 15 ára, verðtryggt með 3% vöxtum. Samningur þessi var undirritaður síðastliðinn miðvikudag. Hann undir- rituðu Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- stjómarinnar og Jóhannes Nordal stjómarformaður og Halldór Jónat- ansson, forstjóri Landsvirkjunar, fyrir hönd fyrirtækisins. Tekur samningur- inn gildi 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt samningnum tekur Landsvirkjun við gufuveitunni í Bjamarflagi til eignar og rekstrar ásamt skuldbindingum um afhendingu á gufu til Kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn, svo og skuldbindingum um gufuafhendingu vegna Hitaveitu Skútustaðahrepps og Léttsteypunnar hf. og Voga í Skútustaðahreppi. -KÞ Opið til kl. 20 í kvöld Leiðin liggur til okkar í verslanamiðstöð vesturbæjar. Opið frá kl. 9-16 laugardag Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grilliö Sérverslanir í JL-portinu Munið barnagæsluna 2. hæð opið kl. 14-20 föstudaga og 9-16 laugardaga VJSA JIS KORT Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 BÖRNIN VEUA pkiymobil TðmSTUflDflHÚSID HP Lcjqsucgi IStFlcjtiauik tSlSOl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.