Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. Uúönd ,Drep í holdi sem skera þarf buit“ Mittenand Frakklandsforseti um hiyðjuverkaölduna að undanfömu Lögreglumaður í Paris leitar vopna á vegfarendum á Champs Elysees. Miklar öryggisráðstafanir setja nú svip á daglegt líf í frönsku höfuðborginni. Abbý veldur óskunda á Formósu Fellibylurinn Abbý gengur nú yfir Formósu og hefur þegar valdið nokkru tjóni á mannvirkjum. Vindhraðinn náði allt að 240 kíló- metrum á klukkustund í nótt og hamlaði samgöngum á landi og í 'lofti fram á morgun . Einn maður hefur þegar látið lífið í óveðrinu. Að sögn lögreglunnar fauk hann fram af þaki, sem hann var að gera við, og lést samstundis. Forseti Frakklands, Francois Mitter- rand, flaug heim í morgun frá Indónes- íu til fundar við Jacques Chirac forsætisráðherra vegna sprengjutil- ræðanna í París. Mitterrand aflýsti áætlaðri heim- sókn til sérstaks sumarleyfisstaðar á Bali eftir að hafa afþakkað allar hátíð- legar móttökuathafnir og skoðunar- ferðir sem ráðgerðar voru vegna opinberrar heimsóknar hans í Indó- nesíu. Sagði Mitterrand við brottför-sína að hann mundi fara strax til fundar við Chirac til þess að ræða nýjustu öryggisráðstafanimar. Einnig sagðist hann mundu íhuga hvort hann ætlaði að ávarpa þjóðina. Chirac sagði í ræðu í gærkvöldi að að Frakkland myndi ekki láta hryðju- verkamenn kaupa sig og ekki yrði gefist upp. Mitterrand sagði á blaða- mannfundi í Balí í gær að hiyðju- verkastarfsemi væri eins og drep í holdi sem skera þyrfti burtu. Markmiðið með heimsókn Mitter- rand var að ’örva viðskipti milli landanna og vopnasölu Frakka. At- hygli almennings beindist þó einkum að kjamorkutilraunum Frakka á Kyrrahafi og hryðjuverkunum í París. Franski sendiherrann, Loic Hennek- ine, sagði ferðina hafa verið gagnlega þrátt fyrir breyttar áætlanir en vegna þeirra missti Mitterrand af danssýn- ingu í gærkvöldi. Fjórir ráðherrar og mannmörg viðskiptanefhd vom í fylgd forsetans. Haft er eftir Suharto forseta að Frakkland muni ljúka við seinni hluta byggingu alþjóðlegs flugvallar í Ja- karta og er það samningur upp á 220,5 milljónir dollara. Ætla sér tvö hundrað milljarða kflómeba út í geim HaBdór Valdimaiffiom, DV, DaBas: Þrátt fyrir áföll undanfama mánuði, harða gagmýni og fyrir- sjáanlegan samdrátt em stjóm- endur bandarísku geimferðastofh- unarinnar ákveðnir í að halda sínu striki. Nýjustu merki þess em áætlanir, er nú hafa verið gerðar opinberar, um að senda ómannað geimfar í nær tvö hundmð milljarða kíló- metra ferðalag út í himingeiminn i þeim tilgangi að reyna að komast fyrir um aldur alheims. Áætlun þessi er ekki komin langt á veg enn því ekki er tahð að geim- farið hefji ferð sína fyrr en eftir næstu aldamót, nánar tiltekið á fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Um áratug eftir að geimfarið hefur ferð sína mun það verða komið út fyrir sólkerfi okkar og fara að sinna meginhlutverki sínu. Því er ætlað að ákvarða fjarlægðir til annarra stjörnukerfa mun ná- kvæmar en áður hefur verið mögulegt. Meðal annars mun geimfarið mæla fjarlægðir til fjarlægustu stjömuþoka er þekkjast í dag. Vitneskja um fjarlægðir þessar mun svo gefa vitneskju um aldur alheims sem í dag er talinn um tuttugu trilljón ára gamall. Jafiiframt mun fhrið eiga að kanna hvað hæft er í fullyrðingum um að sólkerfi okkar sé umkringt skýi af halastjömum, svonefndum oorts, sem tahð er samansett af milljörðum halastjama. Kostnaður við áætlánir þessar er áætlaður um einn milljarður Bandaríkjadala. Miðað við lengd ferðalagsins verður sá reikningur að teljast í lægra lagi því að fyrir hvem dollara fást hundrað og sex- tíu kflómetrar. Reiknað yfir í bensín á núgild- andi verði samsvarar það því að komast fjömtíu kílómetra á hverj- um bensínlítra, er hlýtur að teljast dágott. Austur-Þjóðverjar takmarka straum erlendra flóttamanna Asgeir Eggertesan, DV, Mindien: Frá og með fyrsta október næstr komandi mun Austur-Þýskaland stöðva þann straum flóttamanna er að undanfömu hefur verið frá Aust- ur-Berlín til Vestur-Berlínar. Hingað til hafa Austur-Þjóðveijar ekki krafist vegabréfsáritunar til handa erlendum flóttamönnum er komið hafa til landsins á leið sinni vestur yfir jámtjald. Eftir þann fyrsta október munu aðeins þeir fá að fara til Vestur- Berlínar er hafa vegabréfeáritun til nágrannaríkja Austur-Þýskalands. Samkomulagið var gert fyrir milli- göngu sósíaldemókrata í Vestur- Þýskalandi, sem verið hafa í stjómarandstöðu hér undanfarin ár. Hér hefur flóttamannavandamálið verið ofarlega á baugi undanfama mánuði og hafði einn stjómarflokk- urinn boðað breytingar á stjómar- skránni ef ekki yrði hægt að leysa vandamálið á annan hátt. í Vestur-Þýskalandi hefur verið boðað til kosninga á næsta ári og er haft eftir talsmönnum sósíaldemó- krata að stjómarflokkamir notuðu flóttamannavandamálið í kosninga- baráttunni. Á fyrstu mánuðum þessa árs hafa yfir fjörutíu þúsund flóttamenn beð- ið um hæli í Vestur-Þýskalandi eftir að hafa komist til landsins um Aust- ur-Þýskaland til Vestur-Berlínar. Bandaríska flugfélagið People Express hefur nú tekið tilboði flugfélagsins Texas Air um kaup á félaginu. Þá mun Texas Air einnig kaupa dótturfyrirtæki People Express, Frontier Airlines, er átt hefur við mikla greiðsluerfiðleika að etja og hefur nú verið lýst gjaldþrota. Verður Texas Air stærsta flugfélag Bandaríkjanna? því strax árið 1984 var fjögurra millj- óna doUara halli á fyrirtækinu og á næsta árinu var hallinn orðinn nær tuttugu og sjö milljónir Bandaríkja- dollara. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefiir félagið tapað yfir hundrað og þijátíu milljónum dollara. Talið er að fargjöld People Express muni fljótlega hækka allverulega þó reynt verði að halda þeim undir því er almennt tíðkast á markaðnum. HaBdór Valdimaisaan, DV, DaBas: Skýrt var frá því í vikunni að banda- ríska flugfélagið People Express hefði tekið tilboði fyrirtækisins Texas Air um kaup á fyrirtækinu. Ef tilskilin leyfi flugmálayfirvalda fast mun Texas Air kaupa People Ex- press fyrir 125 milljónir Bandaríkjad- ala. Þá mun Texas Air einnig kaupa dótturfyrirtæki People Express, Frontier Airhnes, sem nú er gjald- þrota. Fyrir skömmu festi Texas Air kaup á öðru flugfélagi, Eastem Airlines, fyrir nær sjö hundruð milljónir Banda- ríkjadala. Þau kaup bíða einnig samþykkis hérlendra flugmálayfirvalda. Ef af öllum þessum flugfélagavið- skiptum verður mun samruni félag- anna skapa stærsta flugfélag Bandaríkjanna því sameinað yrðu þau um tuttugu prósent stærri en United Airlines sem nú er stærst. People Express, sem stofnað var í upphafi þessa áratugs, hefur alltaf vakið mikla athygli því margt í starf- semi þess var ólíkt því er tíðkaðist á meðal annarra flugfélaga. Félagið bauð upp á lægri fargjöld en önnur flugfélög, að sögn forráðamanna þess, með því að afnema ýmsa þætti í þjón- ustu svo sem i mat og drykk. Starfefólk félagsins vann einnig fyrir mun lægri laun en gerðist annars stað- ar en fékk í staðinn verulega eignarað- ild að fyrirtækinu. People Express gekk vel í upphafi. Árið 1983 var ágóði af fyrirtækinu kominn upp í liðlega tíu miHjónir doll- ara. Upp úr því hallaði þó undan fæti 54 þúsund nýir Bretar Stjómvöld í Bretlandi sögðu í morgun að fimmtíu og fjögur þús- und innflytjendum til Bretlands- eyja á síðasta ári hefði verið veittur breskur ríkisborgararéttur á árinu. Helmingur innflytjendanna fékk ríkisborgararétt ó grundvelli bú- setu í landinu í tiltekinn tíma og fimmtán prósent á grundvelli hjónabands með breskum þegnum. Helmingur hinna nýju ríkis- borgara kemur frá ríkjum breska samveldisins, þar á meðal tíu þús- und frá Bangladesh, Indlandi og Sri Lanka. Tæplega tíu þúsund eiga upp- runa sinn í Vestur-Indíum og tæp fjögur þúsund em Afríkubúar. Pakistanar eru fjölmennastir íbúa ríkja utan breska samveldis- ins, er veittur var ríkisborgararétt- ur, eða sjö þúsund. Nýir þegnar Bretadrottningar fró Evrópuríkj- um em fjögur þúsund og sex hundmð, auk þess sem rúmlega tvö þúsund fyrrum ríkisborgarar Suður-Afríku ganga nú með breskt vegabréf. I hópnum em einnig sjötíu fyrr- um sovéskir ríkisborgarar og sjö hundmð og ellefu fyrrum banda- rískir ríkisborgarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.