Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 11
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986.
11
Gestir gæddu sér á góðgerðum og Svala.
Eskifjörður:
Sumarstaifi
Austra slitið
Emil Thoraiensen, DV, Eskifirði;
Sumarstarfi ungmennafélagsins
Austra á Eskifirði var formlega slitið
á dögunum. Þar voru veitt verðlaun
og viðurkenningar fyrir ástundun og
árangur. Það var stjóm Austra sem
stóð fyrir samkomunni ásamt félögum
í Austra og hófst hún kl. 14.00 með
veglegu borðhaldi. Krakkamir komu
með margvíslegar tegimdir af kökum
en ungmennafélagið lagði til hinn vin-
sæla drykk Svala. Síðan voru verðlaun
og viðurkenningar veittar en að því
loknu var diskótek.
Viðurkenningu fyrir bestu ástundun
á frjálsíþróttaæfingum hlutu;
Anna Elísabet Bjamadóttir, Berg-
lind Þorbergsdóttir og Pétur Magnús-
son en þessi þrjú sóttu hverja einustu
æfingu í sumar.
Flest stig fyrir umf. Austra á Sumar-
hátíð UÍA, 14 ára og yngri: Anna
María Bogadóttir sem hlaut 12 stig
og Einar Ingi Marteinsson sem hlaut
16 stig.
Þá var valinn markakóngur Austra
1986 miðað við alla flokka, sem reynd-
ist vera Eiríkur Friðriksson, 13 ára, í
4. flokki, Eiríkur skoraði alls 17 mörk
í einungis 5 leikjum.
En þá var komið að útnefhingu
íþróttamanns ársins og biðu allir
spenntir eftir þvi. íþróttamaður ársins
var valinn Jóhann Harðarson, 14 ára.
Jóhann var valinn til að taka þátt í
æfingum og undirbúningi drengja-
landsliðs 1987. Hann hafnaði í 2. sæti
á íslandsmeistaramótinu i langstökki
og 100 metra hlaupi og var auk þess
í sigursveit UÍA á sama móti.
Alls sóttu um 60 félagar samkomuna
sem haldin var í nýja grunnskólanum.
iþróttamaður ársins var valinn Jóhann Harðarson, 14 ára. Hann sést hér taka
við viðurkenningu sinni.
DV-myndir Emil
VEGNA FLUTNINGA IFATALAND
Barnagallabuxur^ kr
Herragallabuxur
Dömugallabuxur
He-man trimm-
gallar
Nvtar vörur.
Trimmgallar
barna
Stigvél herra
Stígvél barna
Vetrarúlpur 51790
herrapeysur
drengjapeysur
dömutrimmgallar
Opið til kl. 21 í kvöld,
laugardag kl. 10-16.
Smiðjuvegi 4e, c-götu, á horni Skemmuvegar.
Simar 79866 og 79494.