Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 13
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. Neytendur 13 Kannski að hér eigi við hinn fomi sannleikur að það gildi ekki sama um Jón og séra Jón. Odýrir innfiuttir gos- drykkir eru fjarlægðir úr hillum verslana en í öllum búðum má fá aðra innflutta gosdrykki sem eru öldungis ómerktir á íslenska tungu. DV-mynd Óskar Öm Enn eru ómerktar neyslu vörur í hillum verslana - þótt búið sé að fjariægja ódýra gosið „Það er erfitt að meta hvað er hættu- legt og hvað ekki, en þama var um neysluvöru að ræða sem var fjarlægð. Þegar búið er að gera þær kröfur til framleiðenda innanlands að þeir merki framleiðsluvörur sínar verða þeir að geta setið við sama borð og innflytj- endur,“ sagði Þórhallur Halldórsson, forstöðumaður Hollustuvemdar ríkis- ins. er DV spurði um ástæðuna fyrir því að ódým innfluttu gosdrykkimir vom fjíirlægðir úr hillum Hagkaups á dögunum. Það er aðdáunarvert þegar kerfið starfar svo skýrt samkvæmt settum reglum, en nú kemur rúsínan í pylsu- endanum: Það em enn á boðstólum ómerktir drykkir í hillum matvömverslana, eins og t.d. einn sem heitir Kicko Cooler og annar sem heitir Sparkling white cap og innfluttar bjórtegundir. Inni- haldslýsing er á White cap á sænsku en samkvæmt upplýsingum Hollustu- vemdar eiga þessar merkingar að vera á íslensku. Þessir drykkir em hins vegar ekki sérlega ódýrir og innihalda þar að auki alkóhól en innan levfilegra marka þó. -A.BJ. Fyllt paprika I dag ætlum við að gefa ykkur upp- skrift að fylltri papriku sem er bæði ljúffengur og „öðruvísi" réttur. Hér kemur uppskriftin: 4 paprikur 2 meðalstórir laukar 100 gr sveppir 2 msk smjörlíki 300 gr nautahakk 1-2 dl soðin hrísgrjón 2 msk fínskorin steinselja 2 msk chilisósa salt pipar basilikum cayennepipar Skerið kollinn af paprikunni og tak- ið kjamann úr. Snöggsjóðið papr- ikuna í 3-5 mínútur og látið vatnið renna af. Fínsaxið lauk og sveppi. prófum viö fyllta papriku. Hitið smjörlíkið á pönnu þar til það er orðið ljósbrúnt og gljáandi. Setjið þá laukinn, sveppina og kjöthakkið á pönnuna og brúnið vel. Hrærið stöð- ugt í á meðan svo að allt brúnist jafnt. Bætið hrísgrjónunum út í. Bragðbætið með steinselju, chilisósu og kryddi. Varist að setja of mikið af kryddi í réttinn í einu því hægara er að bæta við en taka af. Setjið fyllinguna í paprikuna. Látið paprikuna í smurt, eldfast mót þannig að opni endinn snúi niður í mótinu. Látið lok eða málmpappír yfir mótið. Bakið í ofni við 200 gráður í 20 mínút- ur. Berið paprikuna fram heila eða ske- rið í sneiðar áður en hún er framreidd. -Ró.G. Fæðuval og þunglyndi Rejmdu að forðast sætindi þegar þú ert undir miklu álagi. Þegar þannig er ástatt gengur á forðabúr líkamans, sem geyma A- og C-vítamínin, hraðar en endranær. Þá er ráðlegt að auka neyslu dökka og gula grænmetisins til þess að bæta þér upp A-vítamíntapið. Til þess að vega upp á móti C-vítamíntapi skaltu borða sítrusávexti, bakaðar kartöflur, jarðarber og græna papriku. Borðaðu einnig eggjahvíturíka fæðu eins og mjólkurafurðir. Þær innihalda bæði B-vítamín og kalk. Fituskertar mjólkurvörur innihalda nákvæmlega sama magn af bætiefnum og þær sem feitari eru. Reyndu að venja þig á að drekka undanrennu, því úr mjólkinni færðu mjög nauðsynleg vítamín og kalkið. Á þetta ekki síst við um konur sem komnar eru á miðjan aldur. Þær þurfa að bæta sér upp kalkskort. HEMMA VIDEO Til sölu videospólur, mjög gott efni og hagstætt verð. Upplýsingar í síma 17845 eða að Tryggvagötu 32. Ath. Er komin með nýtt efni á leiguna. SKÓLI Á GÖTUIMIMI Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir húsnæði fyrir skóla Unglingaheimilis ríkisins. Húsnæðið þarf að vera u.þ.b. 150 m2.. Til greina kem- ur sérbýli, sérhæð, íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði. Leigutími a.m.k. eitt ár. Upplýsingar á skrifstofu Ungl- ingaheimilis ríkisins, sími 19980. Menntamálaráðuneytið. MENNINGARSJÓÐUR ÍSLANDS 0G FINNLANDS Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finn- lands og íslands. í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárhagsstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands fyrir 15. októb- er nk. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík. Æskilegt er að umsókn- ir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. 17. september 1986. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands. &ljíl •ífj&fj&t *3t *3/ t&f «3 f •?/ M *J/ •?/ *3/ «3 / *3/ «3/ *3/ *3/ «3 /(• /(• /S• /S* /ó /£• /(• /(•/(•/(• /í* /(• /í* /(•/(•'/(• /(• /S* /S* /l Fuglar draga úr þunglyndi Ljóst fuglakjöt, eins og kalkún og kjúklingar, bananar, ostur, ananas og jógúrt eru fæðutegundir sem draga úr þunglyndi ef þær eru borðaðar með B-vítamínauðugum mat eins og t.d. heilhveitibrauði, grænu grænmeti og brúnum hrísgrjónum. -A.BJ. F0RDHUSINU Höfum fengið í einkasölu Mercedes Benz 913, árgerð 1973, 23 farþega, nýleg vél, 352 ha. 140 ,i góðu ástandi. Verð 600.000,- Mercedes Benz 1517, árg. 1974, 54 farþega, góð vél 360. Verð 1.100.000,- Opið frá kl. 9 til 19 alla virka daga og laugardaga frá kl. 10 til 17. BILAKJALLARINN Fordhúsinu v/hlið Hagkaups. Símar 685366 og 84370. SKRIFST.M: Auöur Edda Jökulsdóttir SÖLUMENN: Jónas Ásgeirsson Þórarinn Finnbogason Skúli Gislason FR.KV.STJ: Finnbogi Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.