Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. Spumingin Lesendur Ræktar þú kartöflur? Öm vill fá aö vita hvernig reka á Borgarleikhúsiö taplaust. Ein ævintýramennskan í viðbót? Öm Jón Jóhannsson hringdi: Ég var að hlusta á útvarpsfréttimar á miðvikudaginn. Þar kom fram í við- tali við nýráðinn leikhússtjóra á Akureyri að Leikfélag Akureyrar var rekið með 3 milljón króna tapi á síð- asta starfsári, þó svo að leikhúsið hafi verið með gott stykki til sýningar sem naut mikilla vinsælda. Af þessu tilefni langar mig að spyrja forráðamenn Borgarleikhúss okkar Reykvíkinga hvemig þeir hyggjast reka það í framtíðinn taplaust? Er þetta kannski bara ein ævintýra- mennskan í viðbót? Hvað hefur 240 þúsund manna þjóð að gera með tvö stór leikhús í einni borg þar sem stór hluti þjóðarinnar rétt skrimtir af sult- arlaunum? Er ekki verið að bera í bakkafullan lækinn? Geta vel étið íslenskar afurðir Dröfn Haraldsdóttir bankamaður: Nei, það hef ég aldrei gert. Magnea Gunnarsdóttir bankamaður: Já, aðeins en ég er ekki búin að taka alveg allt upp. Þetta er svo lítið að við tökum það upp jafnóðum og við borðum. Björn Björnsson heildsali: Já, það geri ég en er ekki búinn að taka upp ennþá. Ragnar Guðmundsson skrifstofu- maður: Nei, ég er löngu hættur því. Sigurjón Jósepsson bensínafgreiðslu- maður: Ég gerði það þegar ég var lítill en ekki lengur. Jakob Jónsson gitarleikari: Já, alveg bing. Ég er búinn að taka upp og það var stórgóð uppskera. Vistmenn voru ekki lokaðir inni Ingimar Sigurðsson hringdi: Varðandi bréf það er birtist síðast- liðinn mánudag á Lesendasíðu DV þar sem B.R. talar um að vistmenn Kópa- vogshælis séu lokaðir inni þegar gestir koma við tækifæri eins og þegar sund- laugin var vígð vil ég koma þessu á framfæri. Ég var staddur þama ásamt ráð- herra og fleira fólki þegar sundlaugin var vígð. Við gengum meðal annars um stofnunina í fylgd vistmanna og skoðuðum húsakynnin. Ég varð alls ekki var við að nokkur væri lokaður inni. Þama vom vistmenn alls staðar inni og líka á svæðinu fyrir utan. Ég er því undrandi á þessum um- mælum B.R. og er efins um að nokkuð sé hæft í þessu. Er stöövunarskyida næg hraöahindrun? Hðsttulegt hom Maður hringdi: Á homi Skipholts og Nóatúns verða mjög oft geysiharðir árekstrar. Bif- reiðar hafa jafiivel henst upp á gangstéttir og á grindverk þannig að gangandi vegfarendur eru í töluverðri hættu þama. Þess vegna langar mig að koma þeirri fyrirspum á framfæri til gatna- málastjóra hvort ekki sé hægt að setja við þetta hom annaðhvort götuvita eða hraðahindranir. Ásgeir Þór Ásgeirsson, deildarverk- fræðingur hjá Gatnamálstjóra, svarar: Þetta hefur verið hættulegt hom lengi. Að öllum líkindum verða ekki settar hraðahindranir á þessar götur því þær em báðar tengibrautir. Það kæmi helst til áhta að setja umferðar- ljós þama í framtíðinni. Annars er stöðvunarskylda þama og á hún að vera hraðahindrun að nokkm leyti. Kyrrstæðar bifreiðar nálægt homum skyggja mjög á útsýni við þessi gatna- mót og þyrfti jafhvel að setja stöðu- mæla í Nóatúni til að leysa þann vanda að einhveiju leyti. 1537-3571 hringdi: Undanfarið er ég búin að hlusta mikið á fréttir um hvalamál í útvarpi. Öll blöð, bæði til hægri og vinstri, hafa verið full af umfjöllun um þetta mál. Skrifaðar hafa verið matampp- skriftir í hverju blaði til að allir éti nú nóg af hvalkjöti. En á eitt hefur ekkert verið minnst undanfarið. Það að herinn eigi að kaupa íslenskt kjöt. Ég legg til að hemum verði alveg bannað að flytja inn kjöt. Bandaríkja- menn, sem hér dvelja, geta vel étið íslenskar afurðir. Ég skora þess vegna á ríkisstjómina að skikka bandaríska herinn til að kaupa ákveðna prósentu af hvalkjöti og annað fslenskt kjöt líka. Lævís stríðs- áróðursmynd Faðir skrifar. I Háskólabíói er þessa dagana verið að sýna eina lævísustu stríðsáróðursmynd síðustu ára sem ber enska heitið Top gim. Hún er sérstaklega ætluð bömum og ungl- ingum, móttækilegasta hópnum. Mig langar að vara foreldra við þessum viðbjóði. Þarna er hemaði og stríði sunginn lofsöngur undir yfirskyni fallegra tilfinninga eins og ástar og fómfysi. Bandaríkjamenn virðast eiga ótæmandi brunn af hræsni og yfir- drepsskap, samanber hvalamálið og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.