Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Qupperneq 28
40
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986.
Andlát
Ragnar Jóhannsson lést 12. sept-
ember sl. Hann var fæddur 22. júní
1911 í Auðahrísdal í Ketildalahreppi,
Barðastrandarsýslu. Foreldrar hans
voru Salóme Kristjánsdóttir og Jó-
hann Jónsson. Ragnari var komið í
fóstur til Valgerðar Jóhannesdóttur
og Finnboga Ólafssonar. Ragnar
stundaði sjóinn alla tíð. Eftirlifandi
eiginkona hans er Gyða Waage.
Þeim hjónum varð átta barna auðið,
einnig átti Gyða son áður sem Ragn-
ar gekk í föðurstað. Útför Ragnars
var gerð frá Fossvogskirkju í morg-
Guðjón Friðgeirsson skrifstofu-
stjóri lést 13. september sl. Hann
faéddist 13. júní 1929 á Stöðvarfirði.
Foreldrar hans voru Friðgeir Þor-
steinsson og Elsa Jóna Sveinsdóttir.
Guðjón stundaði nám í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni og Eiðum en
settist síðan í Samvinnuskólann og
lauk þaðan prófi vorið 1950. Að námi
loknu hóf hann störf hjá Kaupfélagi
Stöðfirðinga og starfaði þar til
hausts 1954. Hann var starfsmaður í
fjármáladeild Sambandsins í Reykja-
vík frá hausti 1954 til ársloka 1956.
Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fá-
skrúðsfirðinga var hann í 13 ár, frá
ársbyrjun 1957 til ársloka 1969. Árið
1970 hóf hann störf í sjávarafurða-
deild Sambandsins og þar var starfs-
^ vettvangur hans til dauðadags.
Eftirlifandi eiginkona hans er Ásdís
Magnúsdóttir. Þeim hjónum varð
sex bama auðið. Guðjón eignaðist
einn son fyrir hjónaband. Útfór Guð-
jóns verður gerð frá Kópavogskirkju
í dag kl. 13.30.
Guðbjörn Sumarliðason lést 13.
september sl. Hann var fæddur 30.
maí 1920, sonur hjónanna Sumarliða
Eiríkssonar og Tómasínu Oddsdótt-
ur. Guðbjöm lauk vélstjóranámi og
réðst síðan í vinnu hjá Radioverk-
stæði Landssímans. Ásamt vinnu
sinni þar lauk hann námi í símvirkj-
un. Vann hann síðan á skipadeild
verkstæðisins allt fram til ársins
1980. Tók hann fljótlega við verk-
► stjóm og kenndi jafnframt við
Loftskeytaskólann í mörg ár. Eftir
1980 tók hann að sinna lagerstörfum
í tvö ár, þar til heilsan brást. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Valgerður
Jónsdóttir. Þeim hjónum varð fimm
bama auðið. Einnig átti Guðbjöm
einn son fyrir hjónaband. Útfor Guð-
bjöms verður gerð frá Neskirkju í
x- dag kl. 15.
Júlíus Jónasson lést í Hrafnistu í
Reykjavík miðvikudaginn 17. sept-
ember.
Ingólfur Sigurlaugsson, Lang-
holtsvegi 14, Reykjavík, andaðist í
Borgarspítalanum 18. þessa mánað-
ar.
Kristín Halldórsdóttir, Fossvogs-
bletti 2a, andaðist þann 13. septemb-
er. Útför hennar fer fram miðviku-
daginn 24. september kl. 13.30 frá
Fossvogskirkju.
Jarðarför Stefáns Ólafssonar, skó-
smiðs í Borgarnesi, fer fram frá
Borgarneskirkju laugardaginn 20.
september kl. 14.
Útför Magnúsar Amlín verður gerð
frá Þingeyrarkirkju laugardaginn
20. september kl. 14.
Tónleikar
Söb með sýningu í Ungverja-
landi
Sigurður Örn Brynjólfsson opnar sýningu
á plakötum og teikningum í dag í borginni
Kecskemét í Ungverjalandi. Sýningin
stendur yfir í þrjár vikur. Sigurður Örn
dvelur um þessar mundir í Kecskemét í
boði Janos Probsnér, forstjóra „Internat-
ional Experimental Ceramic Studio“.
Hann verður þarna í mánuð til að kynna
sér Ceramic stúdíóið og setja upp sýning-
una. Auk þess að vera í kynnisferð mun
hann vinna að verkefnum fyrir „Intemat-
ional Experimental Ceramic Studio".
Meðal þeirra verkefna er hönnun á kynn-
ingarbæklingum, plakötum o.fl. sem hann
mun fullvinna hér heima. Sigurður Örn
hefur verið deildarkennari í auglýsinga-
deild MHl undanfarin ár. Að auki hefur
hann rekið auglýsingastofu. Síðast en ekki
síst er hann löngu kunnur fyrir teikningar
sínar og plaköt.
Amað heilla
Gefm hafa verið saman í hjónaband í Ytri-
Njarðvíkurkirkju af sr. Þorvaldi Karli
Helgasyni Ragnheiður Ingólfsdóttir og
Ólafur Birgisson. Heimili þeirra er að
Heiðarbóli 15, Keflavík.
Gefin hafa verið saman í hjónaband í
Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jóns-
syni Ingbjörg Guðmundsdóttir og Jón
Björgvin G. Jónsson. Heimili þeirra er
að Álsvöllum 10, Keflavík.
Útvaip - sjónvarp
Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri:
Vil fá meira af vandaðri
tónlist á rás 1
Ég gat frekar lítið hlustað á út-
varpið í gær en venjulega hlusta ég
mest á rás 1. Þar hlustaði ég á
strengjakvarttettana eftir Sjostako-
vitsj í gær og voru þeir mjög góðir.
Um hádegisbilið hlustaði ég á flóa-
markaðsþáttinn á Bylgjunni og
haföi gaman af. Þar fannst mér samt
popptónlistin sem var skotið inn í
viðtalið skemma þáttinn. Bylgjan er
greinilega fijálslegri en hinar stöðv-
amar tvær og í gærkvöldi heyrði ég
slitrur úr viðtalsþætti þar sem mér
fannst ágætur. Það sama er að segja
um ýmsa viðtalsþætti sem eru á rás
1, þeir eru yfirleitt ágætir og fannst
mér þættir Jónasar R. Jónssonar
sérstaklega eftirminnilegir.
Ég hlusta sjaldan eða aldrei á rás
2 og hef því ekkert um hana að
segja, en ég bjóst samt við því að
þegar hún kom þá mundum við fá
meira af góðri tónlist á rás 1. Mér
finnst vera alltof mikið af enskri
rokk- og popptónlist á rás 1 og vil
fá meira af vandaðri tónlist þar. Ég
er ekki endilega að segja að öll rokk-
og popptónlist sé léleg en ég held
að við ættum að hugsa okkur um
því það er varla hollt fyrir bömin
og unga fólkið að heyra eingöngu
tónlist sem er sungin á erlendu
tungumáli. Ég held líka að tónlist-
arsmekkur fólks hafi breyst hér á
landi og að margir mundu kunna
að meta það ef við fengjum að heyra
meira af vandaðri tónlist í ríkisút-
varpinu.
Ymislegt
Einstæð samkirkjuleg
guðsþjónusta í
Langholtskirkju
Lokaathöfn í tengslum við fund fram-
kvæmdanefndar Alkirkjuráðsins hér í
Reykjavík verður almenn guðsþjónusta í
Langholtskirkju föstudaginn 19. septemb-
er, kl. 20.30, þar sem leiðtogar og fulltrúar
helstu kirkjudeilda heims, sem eiga aðild
að Alkirkjuráðinu, þ.e. Austur-rétttrúnað-
arkirkjunnar, kirkna Vesturlanda, þar á
meðal biskupakirkna og mótmælenda Ev-
rópu, Asíu, Aíriku, Norður- og Suður-
Ameríku og Ástralíu, ennfremur leiðtogar
trúfélaga á íslandi, sem eiga aðild að Sam-
starfsnefnd kristinna trúfélaga, það er
evangelisk-lúthersku þjóðkirkjunnar,
rómversk-kaþólsku kirkjunnar, hvíta-
sunnumanna, aðventista og Hjálpræðis-
hersins. Messuliðir eru teknir úr ólíkum
hefðum fyrrgreindra kirkjudeilda. Predik-
un flytur erkibiskup biskupakirkjunnar í
Botswana, Khosto Makhulu. Hann er
mikill ræðumaður og þekktur leiðtogi
kirkju sinnar. Hann tók nýlega þátt í
vígslu Tutus biskups til erkibiskups í Suð-
ur-Afríku. Ræða hans verður túlkuð á
íslensku af séra Ólafi Skúlasyni vígslu-
biskupi. Ávörp munu flytja séra Sigurður
Haukur Guðjónsson, enn fremur fram-
kvæmdastjóri Alkirkjuráðsins, dr. Emilio
Castro, svo og forsetar Alkirkjuráðsins
sem hér eru staddir. Biskupinn yfir Is-
landi, herra Pétur Sigurgeirsson, mun
flytja lokaorð þessarar guðsþjónustu. Kór
Langholtskirkju mun flytja kirkjulega
tónlist undir stjóm organista safnaðarins,
Jóns Stefánssonar, og leiða saíhaðarsöng.
Fulltrúar Hjálpræðishersins munu syngja
tvxsöng. 1 guðsþjónustunni verður tekið á
móti gjöfiim til Hjálparstofnunar íslensku
þjóðkirkjunnar. Messuskrá er á íslensku
og ensku.
Þessi einstæða guðsþjónusta í sögu ís-
lenskrar kristni og sögu þjóðarinnar er
opin öllum og fólk er hvatt til að fjöl-
menna til hennar og taka þannig í útrétta
hönd bræðra og systra frá ólíkum og fjar-
lægum kirkjum.
Breiðholtsskóli
Þið sem erað fædd 1966. Við ætlum að
hittast í Ypsilon laugardaginn 20. sept-
ember. Borðhald hefst kl. 20. Miðar eru
seldir að Vesturgötu 53 og kostar miðinn
1.200 krónur. Mætið öll og takið með ykk-
ur gesti.
Sædýrasafnið
Opið alla daga kl. 10-17.
Leiðréttmg
Vegna fréttar í DV í gær um veitingu
lektorsstöðu til Hannesar H. Giss-
urarsonar skal tekið fram að rang-
lega var sagt að Hannes hefði verið
dæmdur óhæfur til að gegna lektors-
starfi í heimspekideild. f áliti
dómnefndar, sem vísað er til í frétt-
inni, kemur fram að Hannes sé hæfur
til að kenna sérgrein sína (stjórn-
málaheimspeki) en hafi ekki rétta
menntun í lektorsstöðu í heimspeki
er veitt var Mikael Karlssyni. Hann-
es lauk sem kunnugt er cand. mag.
prófi í sagnfræði frá HÍ og doktors-
prófi í stjórnmálafræði frá Oxford-
háskóla. Blaðið biðst velvirðingar á
þessari ónákvæmni.
HM í Miami:
Allt stefnir í bandarískan sigur
Bandarísku atvinnumennimir bám
sigurorð af fslendingum í 6. umferð
heimsmeistarakeppninnar og veiktu
þar með von þeirra um sæti í undanúr-
slitin.
Rairnar sigmðu þrjár bandarískar
sveitir í sex liða úrslitunum og stefnir
því allt í bandarískan sigur í Miami.
í gær hófst svo útsláttarkeppni átta
sveita um fjórða sætið í undanxírslit-
unum frá þessum löndum:
Íslandi-Frakklandi-Þýskalandi-Pa-
kistan-Svíþjóð og þriggja frá Banda-
ríkjunum.
ísland (Öm-Guðlaugur-Jón-Sig-
urður) drógust á móti Þýskalandi og
töpuðu leiknum með nokkrum mun.
Samkvæmt hinum flóknu reglum
mótsins fór sveitin síðan rakleitt til
Monradkeppninnar en sú keppni mun
ákvarða röð þeirra sveita sem ekki
ná að komast í undanúrshtin.
Hin íslenska sveitin (Guðmundur-
Bjöm-Þorlákur-Þórarinn) hafði hins
vegar rétt vel íír kútnum og þegar
spilamennsku lauk í gær var hún kom-
in í áttunda sætið. Sveit Amar gerði
það líka gott því þegar upp var staðið
var hún í tíunda sæti.
Monradkeppnin heldur síðan áfram
og lýkur á laugrdag en þann sama dag
verða úrslitin um heimsmeistaratitil-
inhn.
Á sunnudaginn hefst síðan tvímenn-
ingskeppnin og taka báðar íslensku
sveitimar þátt í henni. Að auki bætist
við fimmta parið frá fslandi, Bjöm
Theodórsson, forseti Bridgesambands
fslands, og Jakob R. Möller. Nánar
verður sagt frá mótinu í blaðinu á
mánudaginn.
StG.
Tapað-Fundið
Gleraugu fundust
Karlmannsgleraugu með rauðum eða
brúnum umgjörðum fundust fyrir utan
Gleraugnahúsið í Kirkjuhvoli sl. fimmtu-
dag. Eigandi gleraugnanna getur vitjað
þeirra í versluninni.
Tómataveisla
um helgina
Tómatar lækka í verði um 50% í
dag, úr 100 kr. heildsöluverð niður í
50 kr.
Að sögn Nielsar Marteinssonar hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna er fram-
leiðslutoppur á tómötum núna vegna
góða veðursins undanfarið.
„Þetta stendur ekki nema í nokkra
daga eða á meðan birgðir endast,"
sagði Niels.
Það er því ekki spuming hvað verð-
ur í matinn um helgina: Gómsætir
réttir úr tómötum.
-A.BJ.
Lokaathöfn
Alkirkju-
ráðsins
Lokaathöfii vegna fundar
framkvæmdanefndar Alkirkjur-
áðsins verður í Langholtskirkju
í kvöld. Það verður erkibiskup
Biskupakirkjunnar í Botswana
sem flytur predikun.
Við athöfhina munu ýsmir
flytja ávörp, svo sem séra Sigurð-
ur Haukur Guðjónsson og dr.
Emilio Castro, framkvæmda-
stjóri Alkirkjuráðsins. Þá mun
biskup fslands, Pétur Sigurgefrs-
son, flytja lokaorð. Einnig
verður flutt kirkjuleg tónlist af
kór Lnagholtskirkju og fulltrú-
um Hjálpræðishersins.
Athöfnin hefet klukkan 20.30
og er öllum opin. Verður við
guðsþjónustuna tekið á móti
gjöfum til Hjálparstofhunar
kirkjunnar.
-KÞ
Leiðrétting
Fimmmannanefnd gengur illa
að koma sér saman um verð
Fimmmannanefhd gengur illa að
koma sér saman um verðhækkun á
nauta- og kindakjöti. Hennar er þó að
vænta í kvöld eða fyrramálið.
Eins og DV sagði frá í gær átti að
ákveða þetta á fundi nefhdarinnar í
gær, en að sögn Guðmundar Sigurðs-
sonar hjá Verðlagsstofhun, sem sæti á
í nefhdinni, bar svo mikið á milli að
ákveðið var að slíta fundi og reyna
aftur í dag.
Hann sagðist, aðspurður, ekki búast
við því að um mikla hækkun yrði að
ræða. -KÞ
Vegna fréttar í DV í gær undir fyrir-
sögninni: „Lögfræðingurinn stal þessu
öllu“ vill framkvæmdastjóri Lög-
mannafélags fslands taka það fram að
félagið hefhr ekki ályktað um vinnu-
brögð Gunnars Sólnes í umræddu
máli og jafiiframt að það er lögfræð-
ingur Rúnars Þórs Bjömssonar sem
lagt hefur fram fjámámskröfu í H-100
en ekki lögfræðingur Lögmannafé-
lagsins enda er félagið ekki aðili að
þessu máli.