Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 2
46
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986.
Bond eignast
nýja vinkonu
Hinn nýi James Bond hefur fengið
nýja stúlku. Hún heitir Maryam
d'Abo, 26 ára, af hollenskum og rúss-
neskum uppruna. Þeir sem búa yfir
fádæma góðu minni vita að sjálf-
sögðu að d'Abo lék í Jörð í Afriku.
Það hlutverk var þó næsta smátt og
vakti enga athygli.
Kvikmyndagerðarmenn hafa þó
auga með ungum og efnilegum leik-
konum. Því fór svo að d'Abo var
boðið að leika á móti Timothy Dalton
í næstu Bönd-mynd.
Myndin á að heita The Living Day-
lights og eru tökur þegar hafnar.
Sögusviðið er Vínarborg, Mónakó,
Ítalía og Gíbraltar en söguþráðurinn
er algert leyndarmál.
Maryam d’Abo heillar Bond.
Þrátt fyrir leyndina hafa nokkur brot
hans lekið út. d'Abo leikur tékk-
neskan sellóleikara sem lendir í
klónum á KGB-manni sem hefur
margt slæmt á samviskunni. Dalton
þykir standa sig vel og minna á Sean
Connory þegar hann var ungur og lék
Bond af reisn.
Hinar hliðarnar
á Kelly McGillis
„Mér fellur best við fólk sem er gjör-
ólíkt mér/' segir Kelly McGillis. Það
verður heldur ekki sagt að hún hafi
í myndum sínum fengist við mjög svo
likar persónur. Einverjar þeirra ættu
því að vera ólíkar henni.
Það er fátt líkt með ekkjunni í Vitn-
inu og flugkennaranum I Þeim bestu.
Núna hefur hún nýlokið við að leika
í nýrri mynd sem kölluð er Húsið við
Sullivangötu og Peter Yates leikstýr-
ir. Þar leikur hún fórnarlamb ofsókn-
aræðisins á McCarthy-tímanum. í
myndinni er sagt að Kelly sanni end-
anlega að hún er fádæma fjölhæf
leikkona.
Og það er skammt stórra högga á
milli hjá Kelly því í næsta mánuði
heldur hún til israels til að leika gyð-
ingastúlku í mynd um landnema í
Palestínu í upphafi þessarar aldar.
Sungið fyrir
smápeninga
Sveitasöngvarinn Kenny Rogers
hefur borið fyrir rétti að á síðustu 10
Glæsileg Kelly McGillis.
árum hafi hann þénað um 600 millj-
ónir króna. Ástæðan fyrir þessum
vitnisburði var ekki sú að skattayfir-
völd hefðu áhuga á að vita hvað
kappinn hefði sér til framfæris heldur
var hann aðeins að skýra frá hvað
söngvari af hans gráðu gæti haft i
tekjur.
Ástæðan fyrir því að Rogers var
kallaður fyrir rétt var að Sandy nokk-
ur Chapin hefur stefnt flutningafyrir-
tæki vestra fyrir rétt og krafið það um
milljarð í skaðabætur fyrir að einn af
bílstjórum fyrirtækisins ók mann
hennar niður fyrir fimm árum. Sá hét
Hary Chapin og var söngvari rétt eins
og Rogers. Hún telur að bóndi sinn
hefði halað inn sem næst milljarði
króna ef hann hefði lifað.
Það er af máli frúarinnar að segja
að kröfu hennar var hafnað og upp-
hæðin lækkuð í 300 milljónir. Hún
sætti sig við þá upphæð.
Cosby vinsælli
en Reagan
Margir Bandaríkjamenn meta for-
seta sinn, Ronald Reagan, mikils. I
nýlegri könnun kom þó fram að þeir
meta Bill Cosby meira. Fyrirmyndar-
faðirinn fór langt fram úr keppinaut-
um sínum í vinsældum. Reagan, Bob
Hope og Billy Graham komust ekki
með tærnar þar sem Cosby hafði
hælana.
Hins vegar þótti það merkilegt að
( dreifbýli var það gamli Bob Hope
sem hafði vinninginn.
I þessari sömu könnun voru Banda-
ríkjamenn einnig beðnir að nefna
kynþokkafyllsta karlmanninn. Þar
varð Tom Selleck yfirburðasigurveg-
ari og reyndist helmingi álitlegri en
Clint borgarstjóri Eastwood. Á eftir
fylgdu síðan Paul Newman og Don
Johnson.
Þessi könnun þykir sanna að það
er sjónvarpið sem mestu ræður um
skoðanamyndun vestra. Því vinnur
Breiðsíðunefndin nú að álitsgerð um
stöðu mála hér á landi og leiðir til
að koma I veg fyrir að á sama veg
fari hér. Er það vitaskuld góðs viti að
einhverjir skuli halda vöku sinni á
alvörutímum.
Múhameð
drottningar-
frændi
Fáir Bretar vita - eða vilja vita - að
Elísabet drottning þeirra er afkomandi
Múhameðs þess er þoðaði mönnum
trú á Allah fyrir margt löngu. Hinn
konunglegi ættartöluritari hefur stað-
fest þetta. Hann var beðinn um að
leita uppi alla helstu útskanka I ættar-
tölu konungsfjölskyldunnar þegar
farið var yfir það helsta sem mætti
vera fjö'skyldunni til öryggis.
Svo sem kunnugt er eru frændur
frændum verstir. Þvi þótti nauðsyn-
legt að ganga endanlega úr skugga
um hvort konungbornir Bretar gætu
hugsanlega átt sér skyldmenni meðal
arabískra hryðjuverkamanna. Á það
hafa þó engar sönnur verið færðar
en arabískt blóð á að hafa komist í
æðar þeirra bresku vegna tengda við
kóngafólk á Spáni og í Portúgal.
VIKAN-VIKAN
ER BLAÐIÐ
ER BLAÐIÐ
- FEKK MINN HLUTA AF SKOMMUNUM -
segir Bogi Ágústsson, fréttamaður ríkissjónvarpsins í Kaupmannahöfn.í Vikuviðtalinu.
GLÆSILEG VETRARTÍSKA
Myndlistarkonan Ásta Ólafsdóttir og verkin hennar
í nýjustu Vikunni.
Bókakynning Vikunnar: Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson.
í tilefni af 75 ára afmæli Háskóla íslands: Stúdentapólitíkin skoðuð. Rætt við nokkra einstaklinga
sem hafa haft afskipti af málefnum stúdenta við Háskóla íslands.
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra:
„Víð vorum hógværari en stúdentar eru í dag."
Össur Skarphéðinsson ritstjóri:
„Ég var gasalega róttækur þá."
Eyjólfur Sveinsson, formaður Stúdentaráðs:
„Snýst um það sama og fyrir tuttugu árum."
Valgerður Anna Jóhannsdóttir blaðmaður:
. .að berja hausnum við steininn..."
Linda Rós Michaelsdóttir kennari:
„Fáar konur virkar."
Efni Vikunnar er geysilega fjölbreytt — kannaðu málið því VIKAN er blaðið.