Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986.
63
pv________________________Kvikmyndir
Frændurnir sem vildu
búa til kvikmynd
Golan og Globus ræða ágæti Eastmanfilmunnar í auglýsingu frá því fræga fyrirtæki.
„Við komum til Hollywood árið
1979, rétt eins og múhameðstrúar-
menn nýkomnir til Mekka, en við
komum alveg auralausir þó svo að
við hefðum notið velgengni í ísrael.“
Þannig hljóðar hluti af auglýsingu
Eastman Kodak fyrirtækisins þar
sem þeir frændur Menahem Golan
og Yoram Globus vitna um ágæti
Eastmanfilmunnar við kvikmynda-
gerð. Þessir menn, sem komu blankir
til Hollywood, eru nú á góðri leið
með að gera fyrirtæki sitt, Cannon,
að einu stórveldinu í kvikmynda-
framleiðslunni, hafa gert yfir 150
kvikmyndir og njóta meiri athygli
en nokkrir kvikmyndajöfrar aðrir
vestanhafs.
Úr flughernum á svið
Golan og Globus hafa ekki látið sér
nægja kvikmyndagerðina né tak-
markað sig við Bandarikin. Nýlega
festu þeir kaup á ABC kvikmynda-
húsakeðjunni í Bretlandi og ráða þar
með 39% kvikmyndatjaldanna þar í
landi. Cannon hefur eínnig eignast
stærstu kvikmyndahúsakeðjuna í
Hollandi og Ítalíu og á helming í
þýskri kvikmyndahúsakeðju. Og nú
síðast eru þeir að kaupa nokkuð
mörg bíóhús í Bandaríkjunum.
Þeir sem vilja átta sig á starfsemi
Menahem Golan og Yoram Globus
verða að leita allt aftur til þess tíma
er þeir frændur áttu heima í Tiberias
í ísrael. Golan gerðist flugmaður í
ísraelska hernum nítján ára gamall
en sneri sér að herskyldu lokinni að
leiklistinni. Hann lék á sviði en nam
síðan leikstjórnarfræði í London. 23
ára var hann orðinn einn af virtustu
sviðsleikstjórum ísraels en hélt þá
til New York til að kynna sér kvik-
myndaleikstjórn. Hann fæst enn við
að leikstýra fyrir Cannon.
Kunnu ekki að gefast upp
Globus var líka í hernum og náði
offíseratign. Hann sneri sér síðan að
viðskiptafræðinámi og sér enn um
tölfræðilega hlið framkvæmda þeirra
félaga. Skemmtanabransinn er hon-
um þó ekki með öllu framandi því
faðir hans átti og rak bíó rétt við
Haifa.
Árið 1963 stofnuðu frændurnir Nóa
films í ísrael og gerðu margar fremur
ómerkilegar og ódýrar kvikmyndir.
Því næst settu þeir stefnuna á
Hollywood. Golan leikstýrði einni
kvikmynd þar fyrir Selznick Studios
árið 1975 og fékk heldur slæma út-
reið. Enginn vildi tala við þá meir.
Golan og Globus voru þó ekki á að
snúa heim við svo búið heldur ák-
váðu að koma undir sig fótunum með
öðrum hætti; þeir leituðu og fundu
Cannon sem sett hafði verið á stofn
í New York 1966 og var nú við það
að fara á hausinn.
Góóir sölumenn
Frændurnir gerðu góðan samning.
Þeir tóku að sér að selja kvikmyndir
sem framleiddar höfðu verið hjá
Cannon og fá sölulaunin greidd í
hlutabréfum. Þeir fóru til Cannes á
kvikmyndahátíðina og seldu meira
en fyrirrennarar þeirra höfðu gert á
tíu árum og áttu þegar upp var stað-
ið um 40% af fyrirtækinu. Þetta var
árið 1979 og á síðustu sex árum hefur
ágóði Cannon margfaldast.
Golan og Globus settu það sem
reglu að kvikmynd mætti aldrei
kosta meira en fimm milljónir
Bandaríkjadala og seldu sýningar-
rétt hverrar kvikmyndar áður en hún
var framleidd. En enginn hefur enn
fundið upp áhættulausa aðferð til að
græða peninga og þar sem frændurn-
ir komu í raun auralausir til
Bandaríkjanna hafa þeir þurft að
taka óhemju lán til að standa straum
af framleiðslunni.
Auknar gæðakröfur
Fjármálaspekúlantar eiga því erfitt
með að átta sig á Cannonfyrirtæk-
inu. Ódýrar myndir eins og Texas
Massacre II og Invaders from Mars
hafa gefið því mest í aðra hönd, en
nú virðast stjómendurnir eiga erfið-
ara með að takmarka framleiðslu-
kostnaðinn og listrænn metnaður
hefur einnig aukist til muna og það
getur verið dýrt. Nú er til dæmis fyr-
irhugað að gera á vegum Cannon
kvikmynd eftir Othello Verdis með
Placido Domingo í aðalhlutverki og
Franco Zeffirelli við stjómvölinn.
Jean-Luc Godard hefur einnig verið
kallaður til að gera Lé konung með
Norman Mailer sem aðalleikara.
Reyndar hafa Golan og Globus þegar
látið gera úrvalsmyndir eins og Love
Streams undir stjórn John Cassavet-
es sem fékk að launum gullbjöminn
á Berlínarkvikmyndahátíðinni. Fool
For Love með Sam Shepard og Kim
Bashinger, sem Robert ' Altman
stjórnaði, er einnig frá Cannon, að
ógleymdri mynd Andrei Konchalov-
skis, Maria’s Lovers.
Of mikið lagt undir?
Ákvörðun Golan og Globus að
kaupa kvikmyndahús kann að reyn-
ast tvíeggjuð. Þeir tryggja sér þannig
pláss til að sýna myndir Cannon
fljótt og vel en kvikmyndahús þeirra
verða einnig af samningum við aðra
kvikmyndaframleiðendur. Cannon
hefur nú einnig sitt eigið dreifingar-
Golan og Glo-
bus voru
hermenn í ísra-
elsher, senni-
lega þeir einu
sem náð hafa að
gerast kvik-
myndajöfrar
í HoUywood
fyrirtæki sem er fjárfrekt því kópíu-
gerð fyrir mikinn fjölda kvikmynda-
húsa getur bætt heilli milljón
Bandaríkjadala ofan á framleiðslu-
kostnað kvikmyndar. Þetta létu
Golan og Globus aðra um lengi vel
en kjósa nú einnig að taka áhættuna
á þessu sviði.
Fjármálaspekúlantar telja nú
margir að Golan og Globus séu að
færast of mikið í fang og ýmislegt
kunni að ganga þeim úr greipum eft-
ir að fyrirtækið er orðið það stórt
að jafnvel tveir vinnubrjálæðingar
ná ekki að halda í alla þræði. Kvik-
myndahúsagestir ættu hins vegar að
fagna því að áherslurnar hjá Cannon
eru að breytast og þónokkrar athygl-
isverðar kvikmyndir á leiðinni.
-SKJ
Byggt á Sight and Sound autuinn 1986 og Amer-
ican Film 1986.
Yoram Globus og Menachem Golan
kætast yfir velgengninni sem enginn
veit hvar endar.
Karen Black öskrar i einni mestu
gróðafilmu Cannon, Invaders from
Mars.
Nastassja Kinski i Maria’s Lovers frá Cannonfyrirtækinu.