Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986. 55 !n enginn þorir að tala um. DV-myndir Kristján Ari Söngvarinn og leikarinn Divine utan sviðs: „Ég er ekki klæðskiptingur. Ég het engan áhuga á að klæðast kven- mannsfötum. Ég er satt að segja mjög ánægður með að vera karlmaður." Ef ég þyrfti að gera upp á milli þá myndi ég velja kvikmyndirnar. En sem betur fer þarf ég ekki að velja á milli, ég get gert hvort tveggja.“ Fékk bara kvenhlutverk - í nýjustu mynd þinni, „Trouble in Mind“, leikur þú karlmann. Þýðir það að þú sért hættur við kvengerv- in? „Nei. Ég vil gjarnan leika bæði kynin. Hins vegar var ég búinn að leita eftir karlmannshlutverki til að leika í mörg ár. Ég sagði aldrei að ég vildi bara leika konur. Fólk bara gerði ráð fyrir því. Ég hef leikið kvenmenn af því það Divine er ekki bara ruddaleg i tali, allar hreyfingar hennar eru grófar og klúrar. En ég er karlmaður svo ég get það. Fyrst ég sem karlmaður get leikið konu þá hlýt ég að geta leikið karl- mann líka. Og loksins trúði. mér einhver og ég fékk þetta hlutverk. Það hefur gengið mjög vel og ég hef fengið góða gagnrýni. Ég er mjög glaður yfir þessu og vonast eftir að fá fleiri tækifæri til að leika karl- mann. Ég vil leika alls konar hlut- verk.“ Anægður með að vera karl- maður - í fjölmiðlum ert þú mjög oft stimpl- aður klæðskiptingur eða kvenper- sónugervingur Hefur þér ekki gengið illa að losna við þessar stimplanir? „Jú. Og þetta særir mig mjög. Ég er leikari. Divine er leikpersóna, til- Eg er ekki viss um að við værum vinir. Hún er kannski ágæt í smá- skömmtum, en alls ekki lengi í einu. ' Ef maður umgengist svona persónu dags daglega yrði mað^r áreiðanlega brjálaður. En það er mjög gaman að tulka hana á sviði, því hún er svo ólík mér. Ég er frekar rólegur og feiminn, en hún er algjör andstæða þess. Þetta er bara leikur, ég vinn fyrir mér með þessu. Hins vegar er ég svo heppinn að ég hef virkilega gaman af starfi mínu. Það eru ekki allir svo heppnir. Það eru ekki nema fimm ár síðan að ég fór að græða pening á þessu, en ég hef leikið í tuttugu ár. Þannig að í fimmtán ár var ég í þessu bara af því að ég hafði gaman af. Það er það mikilvægasta," sagði leikarinn og söngvarinn Divine. -VAJ og klur að síður hafa plöturnar mínar selst mjög vel, ég get ekki þrætt fyrir það, þó ég skilji ekki af hverju. Fólk segir mér að það hafi mjög gaman af því að hlusta á mig syngja. Mér finnst það ótrúlegt en það hlýtur að vera satt fyrst plötumar seljast.“ - Hvort finnst þér skemmtilegra, að leika í kvikmyndum eða syngja? „Það er varla hægt að bera þetta saman, þetta er svo ólíkt. Én á skemmtunum er ég líka að leika, því ég er ekki þessi kona. Hins vegar elska ég kvikmyndir. Það er eitthvað alveg sérstakt við kvikmyndir, maður gleymir öllu öðru þegar maður horfir á góða mynd. Kvikmyndir eru líka varanlegar, söngskemmtun hins vegar varir að- eins eitt kvöld. Næst verður hún allt öðruvísi. vom þau hlutverk sem ég fékk og sem mér var borgað fyrir að leika. Þegar maður er leikari og vantar vinnu þá tekur maður því sem manni er rétt. Ég er leikari. Ég get leikið konu eða karl eða belju eða tré eða hvað sem er. Mér er sama. Málið er að ég varð frægur fyrir kvenhlutverkin og þá ályktað fólk sem svo að ég gæti ekki annað og mér voru ekki boðin öðruvísi hlut- verk. Þetta var ekki spuming um val, ég varð að leika konur. Loks bauð Alan Rudolph mér karl- mannshlutverk í myndinnni „Trouble in Mind“ þar sem ég leik á móti Kris Kristoffersson og ég varð himinlifandi. Því eins og áður sagði þá var ég búinn að biðja um það í átta ár að fá að leika karlmann en svarið var að ég gæti það ekki. búningur. Klæðskiptingur er karl- maður sem gengur í kvenmanns- fötum. Eins og þú sérð þá er ég ekki í kjól. Ég hef engan áhuga á að ganga til fara eins og kona eða mála mig dags daglega. Fjandinn hafi það, það er allt of mikil fyrirhöfn. Ég er mjög ánægður með að vera karlmaður. Hins vegar hef ég alltaf þurft að berjast við þessar stimplanir. Ég hef reynt að segja fólki að ég sé leikari að vinna mitt mitt starf, en það held- ur því samt fram að ég sé klæðskipt- ingur. En ég er það ekki og þetta fer óskaplega í taugamar á mér. Ég er ekkert líkur þessari kven- persónu. Ef svo væri þá sæti ég sjálfsagt í fangelsi eða lokaður inni á geðsjúkrahúsi. Ég er ekki einu sinni viss um að mér líkaði Divine ef hún væri raunveruleg persóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.