Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 10
54
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986.
Ki aftfor
w
Hann er ógeðslegur," sagði ein
stúlkan í áhorfendahópnum og
hryllti sig í herðunum. Á sviðinu stóð
leikarinn og söngvarinn Divine sem
skemmti - og hneykslaði landann á
skemmtun í veitingahúsinu Evrópu
um síðustu helgi.
Divine er hundrað og fimmtíu kílóa
karlmaður sem kemur fram í kven-
gervi. Milli þess sem hann (hún?)
gengur fram af áhorfendum með
ídúrum bröndurum þeytist hann um
sviðið og syngur. Níðþröngur sam-
festingurinn, sem hann klæðist,
opinberar hvert einasta gramm þessa
mikla líkama, að ekki sé minnst á
tilbúinn barminn sem gæti jafnvel
gert Dolly Parton græna af öfund.
Skemmtanir Divine hafa notið vin-
sælda víða um heim óg plötur hans
hafa selst í milljónum eintaka. Hér
heima var fullt út úr dyrum á allar
þrjár sýningar hans, en sitt sýndist
hverjum. Sumum fannst hann allt
of klámfenginn. Öðrum þótti hann
mjög fyndinn.
Helgarblaðið ræddi við Divine, eða
Glen Milestead eins og hann heitir
réttu nafni. Fyrst var hann spurður
hvenær og hvernig Divine hefði orð-
ið til?
Kynskiptingur eða kventrúður
„Ég er Divine. Divine er sviðsnafn
mitt, á sama hátt og Marilyn Monroe
var sviðsnafn Normu Jean Bakers.
En karakterinn Divine, það er að
segja þessi stóra, feita og grófa kona
sem ég leik á skemmtunum, er samin
upp úr ýmsum hlutverkum sem ég
hef leikið í kvikmyndum.
Ég byrjaði að gera kvikmyndir í
Bandaríkjunum árið 1962 með vini
mínum, John Waters leikstjóra. Di-
vine- er sköpunarverk mitt, John
Waters og annars vinar míns, Van
Smiths, sem sér um förðun og hár-
greiðslu og hannar búningana mína.
Van Smith skapaði útlitið. Eins og
þú sérð þá raka ég hárið á mér aftur
á hnakka og plokka á mér augabr-
ýrnar. Það er til þess að hægt sé að
farða mig og greiða líkt og trúði. Því
ég vil ekki líta út eins og alvöru
kona, ég er ekki kvenmaður. Ég vil
heldur ekki vera kallaður kynskipt-
ingur eða öfuguggi. Og ég er ekki
að gera grín að konum eða neitt slíkt.
Meiningin er að vera einhvers konar
kvenkyns trúður.
Eins og ég sagði áðan þá tók ég
bút og bút úr þeim hlutverkum sem
ég hef leikið í kvikmyndum og
steypti í eina persónu svo úr varð
þessi stóra, grófa, kjaftfora og klúra
kvenpersóna sem þið sáuð á sviðinu
í gærkvöldi. Og hún er frumleg, það
er engin til eins og hún, hún er ein-
stök.“
Talar um það sem allir gera
- Divine er klúr. Finnst þér hún aldr-
ei ganga of langt?
„Vissulega er hún klúr, upp að
vissu marki. En sjáðu til, það hugsa
allir um kynlíf, fólk þorir bara ekki
að tala um það. Það talar kannski
þannig við elskhuga sinn, eiginkonu
eða eiginmann eða þann sem það er
að reyna að fá í rúmið með sér, en
ekki við aðra.
Divine er hins vegar mjög opin.
Hún á sér engin leyndarmál. Hennar
mottó er: Ef þú getur gert það þá
getur þú talað um það.
Fólk borar oft í nefið á sér en það
talar ekki um það. Það færi hjá sér
ef það gerði það. Eins er með kynlíf-
ið. Fólk þorir ekki að tala um að
„Ég tala um það sem allir gera e
gera það, en allir vita að allir gera
það. Þannig urðum við til, ekki satt.
Divine talar um það sem allir gera
en enginn þorir að tala um. Það
hneykslar fólk. Það trúir ekki sínum
eigin eyrum, grípur andann á lofti
og segir: Guð! Hvað sagði hún?
Ég held að þetta geri fólki bara
gott. Margt fólk þarf á því að halda
að opna sig meira og vera hreinskiln-
ara við sjálft sig og aðra. Kannski
ekki að sama marki og Divine, það
væri fullmikið af því góða. Ég myndi
sjálfur aldrei tala eins og Divine ger-
ir. Þegar ég er á sviði hins vegar þá
get ég falið mig á bak við gervið. Það
er reyndar alveg ótrúlegt hvað fólk
lætur mig komast upp með að segja
og gera.“
Aödáunarverð hreinskilni
- Ertu að reyna að hneyksla fólk?
„Hneyksla, já, en jafnframt að fá
það til að hlæja og skemmta sér.
Þegar fólk kemur fyrst á skemmtun
hjá Divine þá veit það ekki á hverju
það á von, á sama hátt og ég veit
ekki hvernig áhorfendur munu
bregðast við. Flestum bregður fyrst
en jafna sig síðan og hlæja og
skemmta sér. Og ég nýt þess að koma
fólki til að hlæja.“
- Hvers vegna heldur þú að Divine
sé jafn vinsæl og raun ber vitni?
Hvers vegna kemur fólk til að horfa
á feita konu segja klúra brandara?
„Þetta er ekki bara spuming um
feita konu með sóðakjaft. Fólk hefur
gaman af lögunum mínum. Ég legg
mig fram á þessum skemmtunum og
það er alltaf eitthvað að gerast á
sviðinu. Ég stend ekki bara kyrr og
tala. Þetta er skemmtun, og það ein-
stök skemmtun, held ég. Suma
langar til að sjá þessa persónu sem
þeir hafa kynnst í bíómyndum. Síðan
kemur fólk einfaldlega til að
skemmta sér.
Ég held líka að innst inni dáist
fólk að hreinskilninni í Divine. Eins
og ég sagði áðan þá langar margt
, „Um leiö og fólki finnst Divine gróf og klámfengin þá vill
< samt I
fólk til að vera opnara en getur það
ekki. Hreinskilnin er, held ég, aðal-
aðdráttaraflið. Divine er mjög
hreinskilin persóna, mjög opin. Fólk
dáist að því hve hún er blátt áfíam
og um leið og því finnst hún gróf og
klámfengin þá vill það samt heyra
það sem hún hefur að segja.“
Getur ekki sungið
r Þú hefur notið töluverðra vinsælda
sem söngvari. Áttir þú von á þessu?
„Nei. Því ég get ekki sungið. Mér
finnst mjög gaman að syngja, en ég
hef ekki góða rödd, því miður. Engu
„Folk segir mér aö það hafi mjög gaman af þvi að hlusta a mig syngja. Mer finnst það
ótrúlegt þvi ég get ekki sungið."