Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1986, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986. 51 Kirkian í Sammatti. Húsið sem Lönnrot fæddist i hefur verið gert að safni og er varðveitt sem næst í sinni upprunalegu mynd. pressujárn skraddarans, sem er 7 kg .á þyngd. Hilla á veggnum hefur að geyma: Þrjá trédiska og tréfat, sem eru smíði fyrrnefnds „Mustapáa Matti“, og fiskitrog, smíðað af skraddaranum sjálfum. En það sem augun dveljast lengst við er vagga skáldsins, sem mörg önnur börn hvíldu í, og fylgdi ættinni. Er þá upptalið það sem varðveizt hefur frá tíð skraddarans í Paikkari. En frændur hans og velunnarar bættu mörgum munum við, svo sem vegg- klukkum og bekkjum. Maður, sem komizt hafði yfir kant- elu Elíasar Lönnrots frá Kajanaár- unum, gaf safninu hana ásamt mynd af skáldinu. Sængurföt öll á safninu eru gefin af Miinu Lönnrot, dóttur Henriks. Spunarokkur stendur á gólfi. Er hann talinn yngri en svo að móðir Elíasar hafi spunnið á hann. Ýmsir munir eru komnir á safnið frá búskaparárum Henriks og Stínu Lísu, konu hans, eins og kaffikvörn, kaffikanna, kaffibolh, rjómakrukka og sykurskál. Ennfremur stór pottur, vatnssár og viðarhögg. Á eldhúshillu kennir margra grasa, þar eru þrír steindiskar og glerdiskur og þeytari, smjörbytta, brauðkarfa, kúmenker úr næfrum og trésleif. I slíðri á vegg er viðaröxi. Ur aðalsafni er gengið inn í her- bergi það er Henrik byggði við. Einnig þar er geymt sitt af hverju. Ýmsir munir sem safninu hafa verið gefnir. Eins og rúm Elíasar Lönn- rots, sem hann hvíldi í á Helsingfors- og Lammiárunum, borð og tveir stól- ar. I sérstakri hillu eru allar þær bæk- ur sem skáldið gaf út. Úti í horni er fatakista Stínu Lísu. Meðal þess sem er að finna í henni er kirkjuhúfa móður skáldsins og sjal, ofið af henni. - Ýmsa muni er að sjá úr eign Eliasar Lönnrots, eins og ritföng hans, handritahillu, blekhorn og rakspegil. Ennfremur næframal, sem hann bar á langferðum sínum og hann notaði sem pappírskörfu eftir að ferðum hans lauk. Þá má sjá ferðasleða hans og ferðatösku úr svellþykku leðri. Á vegg hanga tveir doktorshattar, en Lönnrot var sæmd- ur doktorsnafnbótum í læknisfræði og þjóðlegum fræðum. Þó að hér hafi ekki verið svo mikið að sjá, eins og ekki heldur var að vænta, er það engu að síður ánægju- legt að hafa fengið nokkra innsýn í þann heim sem Elías Lönnrot lifði og hrærðist í sem barn, heim fátækt- ar, sem var þess þó umkominn að skapa mikilmenni er síðar bar út hróður ættlahds síns um víðan heim. Lágt var risið á kotbýlinu hans en hátt reis hann sjálfur og ber fátækri alþýðu fyrri tíma í Finnlandi fagurt og ævarandi vitni. Safnið er allmikið sótt að sumar- lagi af innlendum og erlendum ferðamönnum. 1 grennd við Paikkari er Lammi- bær. Hann er friðaður og þar lifði Elías Lönnrot síðustu æviár sín. Utan við bjálkakofann á hólnum er stytta af Elíasi Lönnrot sitjandi í fullri líkamsstærð. Hún var sett þar upp af áhugamönnum alllöngu eftir að hann hafði safnazt til feðra sinna. Skammt frá kofanum er kirkja þeirra Sammattibúa, falleg timbur- kirkja og vel við haldið, frá miðri seytjándu öld. En á staðnum höfðu tvær kirkjur áður staðið. Elías Lönnrot kemur nokkuð við sögu þessarar kirkju enda var hann maður trúaður og kirkjurækinn. í kirkjugarðinum er vandaður minnis- varði um hann, konu hana og Teklu dóttur þeirra, sem þau misstu á ung- um aldri. Varðinn er blómum skrýdd- ur. - Kirkjan var útkirkja eða annexía allt til 1951. Messur voru því stopular en til þess að guðsþjón- usta félli ekki niður steig Lönnrot oft í stólinn, predikaði og þótti söfn- uði gott á hann að hlýða en sem áður gat flutti hann til heimahaga jafnskjótt og hann lét af embættis- störfum. Ekki settist hann þó að í Paikkari enda þá enginn mannabú- staður. Á kórgafli Sammattikirkju er snotur altaristafla sem Lönnrot gaf kirkjunni 1879 til minningar um dóttur sína. Uegar talað er um kirkju og af- skipti Elíasar Lönnrots af kirkjumál- um skal þvi ekki gleymt að hann var aðalhöfundur finnskrar sálmabókar er var í gildi í full sextíu ár eða allt til 1942 og á hann þar flesta sálm- ana. Hafa nokkrir þeirra verið þýddir á sænska tungu. Það má segja að ekki hafi verið neitt meiri háttar að sjá í þessari stuttu ferð. En allt að einu var hún þess virði að fara hana. Finnst mér sem færzt hafi ég nær Elíasi Lönnrot með því að fá hugmynd um og virða fyrir mér fátæklegt bernskuheimili hans og fagurt umhverfi þess skógi klætt við Valksjó. S.G. TIL SÖLU Scout II árg. 1979,8 cyl., beinskipt- ur, 4ra gíra, ekinn 98.000 km. Verö kr. 380.000,- Peugeot 804 station ðrg. 1982, hvitur, ekinn 122.000 km. Verð kr. 320.000,- BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 KJÖTMIÐSTÖÐIW Laugalæk 2, s. 686511 VERIÐ VELKOMIN í BESTA KJÖTVERÐIÐ. 3 kg kjúklingar 2 kg beikonsneiðar 2 kg nautahakk 2 kg beikonbúðíngur 2 kg paprikupylsa 3 kg lambagrillkótelettur 2 kg kindabjúgu 3 kg saltkjöt 2 kg folaldasteikur 21 kg 25% álagningarafsláttur K 4.700,- VINNUEFTIRLIT RlKISINS Bildshöfða 16 • Pósthólf 10120 ■ 130 Reykjavik ■ Sími 672500 LAUSAR STÖÐUR Lausar eru til umsóknar neöangreindar stöður við Vinnueftiriit ríkisins: DEILDARVERKFRÆÐINGUR (Efnaverkfræðingur) Starfið er m.a. fólgið í því að fjalla um öryggisþætti vegna geymslu, flutnings og notkunar eiturefna og hættulegra efna á vinnustöðum og áætlanir um ný iðnfyrirtæki á sviði stóriðju og efnaiðnaðar m.t.t. ör- yggis og hollustuhátta á vinnustöðum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi fái sérstaka starfsþjálfun á vegum stofnunarinnar. Laun skv. kjarasamningi ríkisstarfsmanna. Nánari upplýsingar um stöðurnar eru veittar i síma 67 25 00. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf skilist til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 24. nóv- emþer nk. UMDÆMISEFTIRLITSMAÐUR Á NORÐURLANDI VESTRA með aðsetur á Sauðárkróki Starfið felst í eftirliti með aðþúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum samkvæmt lögum nr. 46/1980 ásamt fræðslustarfsemi. Umsækjendur skulu hafa staðgóða tæknimenntun, t.d. tæknifræðimenntun, ásamt starfsreynslu. Önnur menntun kemur þó til greina. TÆKNIFRÆÐINGUR Starfið er m.a. fólgið í mælingum á hávaða, lýsingu og titringi á vinnustöðum og aðstoð við mengunar- mælingar. Einnig að leiðbeina um hávaðavarnir og önnur skyld tæknileg málefni. Gert er ráð fyrir að viðkomandi fái sérstaka starfsþjálfun á vegum stofn- unarinnar. Laun skv. kjarasamningi ríkisstarfsmanna. Nánari upplýsingar um stöðurnar eru veittar í síma 67 25 00. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skilist til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 24. nóvember nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.