Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning. umbrot, mynda- oa plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Varðstaða við kerfið Sjálfstæðismenn eru almennt taldir líklegastir til að draga úr ofurvaldi ríkisbáknsins og veita hinum al- mennu borgurum meira frjálsræði. Við fórnum miklu í lífskjörum okkar, vegna þess hversu hið silalega kerfi hindrar víða framfarir. Sjálfstæðismenn gerðu margar samþykktir á flokksráðsfundi fyrir tæpri viku, þar sem lýst var nauðsyn úrbóta í þessa átt. Þetta hafa sjálfstæð- ismenn lengi gert. Ekki er því að neita, að nokkuð hefur miðað síðustu ár, en aðeins á afmörkuðum sviðum. Báknið í heild sinni stendur óhaggað. Sjálfstæðismenn tala um að vinda ofan af kerfinu, en standa vörð um kerfið, þegar þeir komast til valda. Sjálfstæðismenn hafa setið í ríkisstjórn síðan snemma árs 1980. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið aðili að stjórn síðan fyrir mitt ár 1983. Því er rétt að spyrja, hvernig gengið hefur til dæmis í mannahaldi í ríkis- bákninu. Vitna má til nýútkominnar greinargerðar frá Hagsýslustofnun og launadeild fjármálaráðuneytisins. Þar hafa menn í kerfinu sjálfu gert úttekt á starfsanna- málum ríkisins, og útkoman er þannig, að jafnvel stjórnarblaðið Tíminn segir réttilega, að Parkinsonslög- málið sé enn í fullu gildi hjá ríkinu. Þetta gerist, þótt sjálfstæðismenn hafi um sinn haft stjórnaraðild. Höfundar skýrslunnar segja sem svo, að stofnanir ríkisins áætli árlega heildarmannaflaþörf sína í tengsl- um við fjárlagagerð. Sameiginlegt þessum áætlunum sé, að ný verkefni leiði jafnan til fjölgunar starfsmanna og mannaflaþörf til að sinna eldri verkefnum sé ekki endurskoðuð. Áætlanir þessar séu oft afar lauslegar. Starfsmannahaldið sé ekki kannað og ekki reynt að skilgreina þær kröfur, sem gera þarf til starfseminnar og starfsmanna, heldur virðist í sumum tilvikum jafn- vel ríkja það viðhorf, að verkefnin eigi að fylla út tíma starfsmanna. Framabrautir starfsmanna eru mjög mis- munandi, meðal annars vegna þess að kröfur til starfs- manna eru ekki vel skilgreindar. Framsýni í starfs- mannamálum sé almennt ekki mikil hjá ríkinu. Þetta segja þeir kerfismenn, sem hafa athugað málin, og er vafalaust um réttan dóm að ræða. Innan kerfisins virð- ast því finnast menn, sem koma auga á gallana. í þessu er aðeins talað um mál starfsmanna hins opinbera, en það gildir um ríkisgeirann í heild, að hann hefur þanizt út. Hið opinbera ráðstafar nú rúmlega þriðjungi af fram- leiðslu þjóðarinnar. Þetta hlutfall hefur yfirleitt farið vaxandi undanfarna áratugi. Taka ber varlega yfirlýs- ingar ráðamanna um, að það geti minnkað á næstunni. Þegar upp er staðið, hafa umsvif ríkisins reynzt meiri en fjárlagafrumvörp hafa gert ráð fyrir. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir um síðustu helgi, að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu verið stigin skref til að lækka skatta og minnka ríkisumsvif, svo sem með því að draga ríkið út úr rekstri atvinnufyrirtækja og með sölu hlutabréfa í eigu ríkisins. Þetta er rétt á afmörkuðum sviðum. En ekkert bend- ir til þess, að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafi verið stigin afgerandi skref til að vinda ofan af bákninu í heild sinni. Sjálfstæðismenn samþykkja til dæmis virð- isaukaskatt, en úr honum hefur í meðferð orðið óskapnaður, þar sem ríkisumsvif vaxa. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki staðið við að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. Engin afgerandi lækkun hefur orðið á sköttum né minnkun á ríkisumsvifum. Haukur Helgason. Marklaus útflutnings- vottorð „Hvers vegna setja framleiðendur efnið Hexa í rækju eða fisk. Það er einkum vegna þess að það eyðir slæmri lykt. Hvenær kemur slæm lykt af fiski? Jú, þegar hann skemmist.” Einu sinni enn hefur orðið millj- ónatjón vegna mistaka í eftirliti með sjávarafurðum. í annað skipti hefur niðursuðu- verksmiðjan K. Jónsson á Akureyri sent stórgallaðar og hættulegar vör- ur á erlendan markað. Þannig hefur orðstír Islendinga sem framleiðenda á heilnæmum sjávarafurðum beðið stóran hnekki. Efhið Hexa er bannað í Þýska- landi og flestum siðmenntuðum löndum vegna þess að þetta er krabbameinsvaldur. Hvers vegna setja framleiðendur efnið Hexa í rækju eða fisk? Það er einkum vegna þess að það eyðir slæmri lykt. Hven- ær kemur slæm lykt af fiski? Jú, þegar hann skemmist. Blekkingar? Eftirlit með lagmeti á íslandi á að framkvæmast samkvæmt reglugerð nr. 138/1985, en þar segir í 5. gr.: „I hverri lagmetisverksmiðju skal vera framleiðslustjóri sem lokið hef- ur námi í lagmetisfræðum." I sömu grein segir ennfremur: „Framleiðslustjóra ber að sjá um að reglugerðum og fyrirmælum stjómvalda sé framfylgt." I 12. gr. segir: „Framleiðslustjóri skráir niður- stöður sínar í framleiðsluskýrslu og löggilta dagbók verksmiðjunnar (undirstrikun höf.). Einnig skal hann halda nákvæma skrá yfir þau efni sem notuð eru við framleiðsluna. Hráefhi, umbúðir og hjálparefni" þ.á m. Hexa, innsk. Þetta gefur tilefiii til margra spuminga. Er löggilt dagbók fyrir hendi hjá K. Jónssyni? Hvenær var hún löggilt og af hverjum? Hvað hefur framleiðslustjórinn skráð um viðbótarefni í bókina? Skráir hann þar að Hexa sé notað? Ef hann gerir það ekki þá er hann að leyna stað- reyndum, þ.e. blekkja. Samkvæmt 10. gr. laga um Ríkis- mat sjávarafurða á sjávarútvegs- ráðuneytið að löggilda matsmenn og láta þá undirrita eiðstaf um að þeir muni rækja af alúð og kostgæfhi skyldur þær er starfi þeirra fylgja. Framleiðslustjórar framkvæma mat á hráefni og afurðum í verksmiðjum og skulu því vera löggiltir. Hefur framleiðslustjóri hjá K. Jónssyni verið löggiltur og þá hvenær? Hver er framleiðslustjóri hjá K. Jónssyni, samþykktur af Rannsókn- arstofhun fiskiðnaðarins? í 11. gr. laga nr. 53/1984 um Ríkis- mat sjávarafurða segir: „Ferskfisk- deild skal annast gæða- og stærðarmat á öllum ferskum, nýjum eða ísuðum fiski við löndun hans. Hún skal ennfremur fylgjast með geymslu og ástandi landaðs afla allt til þess er vinnsla hans hefst.“ í 1. gr. sömu laga segir: „Fiskur er samkvæmt lögum þessum öll sjáv- ardýr, önnur en spendýr." Rækjan fellur þannig ótvirætt undir þessi lagaákvæði. Ég spyr með tilvísun til framan- ritaðs, hver voru gæði og aldur rækjunnar hjá K. Jónssyni við lönd- un og við vinnslu og hvaða athuga- KjaUaiinn Pétur H. Ólafsson fiskmatsmaður semdir hafa starfsmenn Ríkismatsins gert þar? Þetta á að vera auðvelt að kanna því í 12. gr. reglugerðar nr. 138/1985 um eftirlit og fram- leiðslu lagmetis stendur: „Starfs- menn Ríkismats sjávarafurða skrá athugasemdir sínar í dagbók verk- smiðjunnar ásamt nafni sínu í hvert sinn er þeir koma þar til eftirlits.” í 10. gr. reglugerðarinnar eru talin upp verkefni framleiðslustjóra og í síðustu málsgrein segir: „Þessar at- huganir skulu gerðar samkvæmt nánari leiðbeiningum Rannsóknar- stofhunar fiskiðnaðarins." Ég spyr: Væri hægt að fá afrit af þeim leið- beiningum sem K. Jónsson fékk frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins? Leiðbeiningamar hafa að sjálfsögðu verið skriflegar. Útfiutningsvottorð sem ekki er hægt að treysta í 15. gr. reglugerðarinnar stendur: „Lagmeti, sem flutt er út frá Islandi, skal fylgja vottorð frá Rannsóknar- stofriun fiskiðnaðarins eða viður- kenndum aðila. Útflutningsvottorð skilgreina vömna með tilliti til eftir- farandi; að hún fullnægi lögum viðskiptalands, að samræmi sé milli umbúða, merkinga og innihalds og að samningsbundnum kröfum kaup- anda sé fylgt. I þessu sambandi aflar Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins upplýsinga um þær reglur er gilda í hinum ýmsu löndum og miðlar þeim upplýsingum til framleiðenda." Er hugsanlegt að Rannsóknarstofhun fiskiðnaðarins hafi aldrei sent K. Jónssyni þessar upplýsingar? Hexa er stórhættulegt efni sem framleiðendur erlendis hafa þvi mið- ur í einstaka tilfellum gert sig seka um að nota. Þess vegna hafa erlend- ar eftirlitsstöðvar lengi fylgst með þessu efni. Spyrja má hvers vegna það hafi ekki fundist fyrr í íslensku rækjunni. Þessu er auðsvarað. Er- lendir aðilar treystu útflutningsvott- orðum gefrium út af Rannsóknar- stofhun fiskiðnaðarins, þar sem tekið er fram að varan fullnægi lög- um viðskiptalandsins, þ.á m.: EKKERT Hexa. Það er stórt hagsmunamál fyrir íslenskan lagmetisiðnað að erlendir kaupendur og eftirlitsstofnanir geti treyst íslenskum útflutningsvottorð- um. Þá getur gæðamat vörunnar farið fram á íslandi. Sé vottorðunum ekki treyst má búast við að matið fari fram erlendis en að sjálfsögðu á kostnað islenskra framleiðenda. Hvemig er hægt að treysta út- flutningsvottorðum frá Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins, sem er ábyrg fyrir gæðum vömnnar, þegar- settur forstjóri lýsir því yfir við fjölmiðla að aldrei hafi verið kannað hvort Hexa væri í vömnni og færir fyrir þvi fáránleg rök? Er þetta ihnlegg setts forstöðu- manns í væntanlega umsókn sína um starf forstjóra R.F. sem nú hefur verið auglýst laust til umsóknar? íslenskur lagmetisiðnaður hefur orðið fyrir meiri háttar áfalli. Þegar í stað verður að kanna hvað veldur þessu. Er um vanrækslu að ræða hjá eftirlitsstofnunum? Hefði mátt koma í veg fyrir þessi áföll? Hvað skal gera til þess að hindra að slíkt end- urtaki sig? Það verður að svara þeim spumingum sem ég hef hér sett fram og mörgum fleiri. Það verður að skipa rannsóknar- nefnd óháðra sérfræðinga til að fá botn í mál þetta og að sjálfsögðu víkja forstöðumenn eftirlitsstofhan- anna tveggja úr starfi meðan slík rannsókn fer fram. Pétur H. Ólafsson „Það verður að skipa rannsóknarnefnd óháðra sérfræðinga til að fá botn í mál þetta og að sjálfsögðu víkja forstöðumenn eftirlitsstofnananna tveggja úr starfi með- an slík rannsókn fer fram.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 268. tölublað (21.11.1986)
https://timarit.is/issue/190884

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

268. tölublað (21.11.1986)

Aðgerðir: