Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1986, Blaðsíða 30
.42 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986. $M 4 ENDURKOMA VIKUNNAR LINDISFARNE - BROKEN DOLL (RIVER CITY) Þetta er ákaflega skondið og skemmtilegt lag, Lindis- farne sínum uppruna trú með harmóníkuna á hreinu en engu að síður nútíma- legt popp, létt og grípandi laglína, og úr þessu verður afbragðshressandi kokteill sem rennur ljúflega niður. AÐRAR INNKOMUR EUROPE - THE FINAL CO- UNTDOWN (EPIC) Norðurlandarokkið sækir á og hér koma fulltrúar Norðurlanda í þyngri deildinni og þeir hreinlega baka hvern sem er í þessari gerð tónlistar. Lagið er eft- ir uppskriftinni með þungu trommunum, háu röddun- um, vælandi gítarsólói og öllu tilheyrandi én það sem gerir gæfumuninn er þræl- góð melódía, sem allir geta sungið og grípur hvern sem er. SYKURMOLAR - AMMÆLI (SMEKKLEYSA) Ný íslensk smáskífa!!! og lætur hreint ágætlega í eyrum. Laglínan er ekki mjög einföld en lagið venst vel, þéttur bassi ber það uppi ásamt háum söng Bjarkar Guðmundsdóttur. Kemur á óvart. MADNESS - GHOST TRAIN (ZARAJAZZ) Madness kveður okkur með huggulegu lagi í ekta Madness anda. Melódían er góð og útsetningin er einföld þannig að að öllu óbreyttu ætti þetta að slá í gegn. SWING OUT SISTER - BRE- AKOUT (MERCURY) Skemmtileg jasssveifla í þessu lagi, smekklega út- sett blásturshljóðfæri gefa því aukinn kraft og að við- bættri prýðisgóðri melódíu er þetta stórgott lag. BILLY JOEL - THIS IS THE TIME (CBS) Billy kallinn hefur átt erf- itt með smellina á nýju plötunni sinni og trauðla held ég að þetta lag verði atkvæðamikill smellur. Þetta er dæmigert Billy Joel lag, píanómelódía með hugljúfri laglinu, en ein- hvern veginn held ég að lög af þessu tæi séu komin úr tísku. En það sakar ekki að reyna. -SÞS Meat Loaf - Blind before I stop Þrautakongur Meat Loaf hefur ekki misst móðinn. Hann gefst ekki upp við að reyna að endurheimta fyrri frægð sem honum áskotnaðist með Bat out of hell plöt- unni. Allt frá því vinsældir hennar rénuðu hefur leiðin hins vegar legið niður á við. Platan Blind before I stop er ekki líkleg til að koma hleifinum upp brat- tann á ný. Hann rennur enn lengra niður. Þó hefur eldmóður hans aldrei verið meiri. Arangurinn hefur aftur á móti aldrei verið minni. Það er eins og við manninn mælt. Allt frá því Jim Steinman sleppti af hlunkinum hend- inni hefur hann eigrað um áttavilltur. Tónlist Steinman var eins og sniðin að takmörkuðum hæfileikum þessa íturvaxna manns. Meat Loaf er ágætur söngvari. Á Blind before I stop er auðheyrt að hann hefur að mestu endurheimt rödd- ina sem hann tapaði hér í eina tíð. Söngurinn er kraftmikill en tónlistin sem hann syngur í takt við er hrein- asta torf. Hér er rokkið keyrt í fimmta gír, ofsafengið en agað. Upptökustjór- inn, Frank Farian, hefur gert sitt til að halda Steinman yfirbragðinu á tón- listinni og aukið kraftinn til muna. Lögin á- plötunni eru hvert úr sinni áttinni. Meat Loaf semur nokkur í félagi við aðra. Eins á píanóleikarinn, Terry Britten úr E street bandinu, eitt lag. Ekkert þessara laga vekur nein sérstök hughrif. Sterkasta lag plöt> unnar er tvímælalaust Rock’n roll mercenaries sem Meat Loaf syngur með John Parr. Þó er það ekkert meistarastykki. Blind before I stop er í heild afskap- •lega óspennandi plata. Tónlistin er ótrúlega andlaus, gerilsneytt iðnaðar- rokk upp á gamla móðinn. Það er ekki annað hægt en finna til með Europe - The Final Countdown Fyrsta flokks þungarokk Á undanfómum misserum hafa norr- ænar hljómsveitir vakið nokkra athygli víða um heim og em norsku strákamir í A-Ha þar sýnu fremstir. Nú mega þeir hins vegar fara að vara sig á sænskum strákum sem em að gera allt vitlaust um alla Evrópu og em að auki komnir á samning vestur i Bandaríkjunum. Þessir sænsku strákar kalla sig Europe og hafa verið ein vinsælasta hljómsveit Svíþjóðar undanfarin ár. Tónlist þeirra er melódískt þunga- rokk sem allir viðurkenna að er löngu staðnað tónlistarform en er engu að síður stöðugt vinsælt og fara vinsæld- ir þess bara vaxandi ef eitthvað er. Þannig lagað séð er Europe ekki að gera neitt nýtt en það sem þeir gera gera þeir vel og standa frægum þunga- rokkssveitum breskum og bandarísk- um ekkert að baki. Enn sem komið er hefur aðeins eitt lag af þessari plötu Europe heyrst eitt- hvað að ráði en það er titillagið vinsæla The Final Countdown, dúnd- urgott melódískt rokklag með öllu tilheyrandi. En það em fleiri lög á plötunni og þau mörg hver ekki síðri en The Final Countdown. Má þar nefha lögin Carrie, Danger On The Track og Ninja. Öll lög plötunnar semur söngvari Europe, Joey Tempest, fyrir utan I SMÆLKI hlunknum. Tónlistarferill hans er fyrir löngu kominn í hundana. Og þrauta- ganga hans virðist ekki ætla að taka enda ef marka má heiti plötunnar. Bjálkinn í augum hans hlýtur að vera stór. -ÞJV Carrie sem hann semur ásamt öðrum liðsmanni hljómsveitarinnar, Mic Micheli. Joey Tempest er ekki einungis góður lagasmiður heldur einnig góður söngvari og má segja að hann sé Europe einn og sér. Hinir liðsmennim- ir em allt góðir hljóðfæraleikarar að heyra mó og radda nokkuð skemmti- lega með Tempest í flestum lögum. Það er mín spá að Europe éigi sér mikla framtíð og þá einna helst í Bandaríkjunum þar sem tónlist af því tæi sem hljómsveitin leikur á frekar upp á pallborðið en i Evrópu. En það verður erfitt fyrir hljómsveitina að fylgja þessari plötu eftir. -SþS- Sæl núL , .Loksins loksins loksins! Ný plata fró untlra- barninu og furðufiiglínum Mídiael Jackson er væntar.- leg í byijnn næsta árs, og er jafnvel talið áö hún koiui út þegar i janúar, Þá eru sögusagitir á kreikí rrin ad Michael syngi dúett með Barböru Streísand i einu lagi á væntanlegri plötu. . . Hljómsveitin King, sem sló i gegn um áríö meó lagínu Love And Pritle, ei liöín und- ir lok og hyggst aðalsprauta bljómsveitaiinnai, söngvar- inn Pmil King, reyna fyrir sér einn sins liðs á Ameriku- rnarkaðnum. . Status Quo, sem þessa dagana nýtur gíf- urlegra vinsælda uin allau heim fyrir lagíð ln The Army Now, varð að fresta nokkr- um hfjómleikum i Sviss á dögtinum þegar gamli mað- urinn Fiancis Rossi iinc niður á einum hljómleikun- um og var ftutlur i snatri á sjókrahús Talsmenn Status Quo sögðu að ástæðan fyrír þessum krankleika gítarleik- arans væii ofþreyta og míkill hiti i hljómleikahöll- inni. . . Foreldrar Michaels Rudetsky, þess er fannst lát- inn i ibúð Boy George ekki alls fyrir löngu eftir ofneyslu eiturlyfja, hata höfðað mál á henritir Boy George og hljóða bótakröfurnar uppá lítlar 44 miHjónir dollara!!,. . Cyndi Lauper sendir frá séi nýja smáskífu á næstunní, Cbange Of He- art, og er þaó annað lagið af plötunni Trne Cofors sem er gefiö úí á smáskifu. Myndbandíð við lagið er í vinnslu og fara upptökur fram viða, meðal annars i London. . .í/larillion et önn- um kafín um þessar mnndii við upptökur á nýrri breið- skifu en eití og bálft ái er liðið frá því platan Misplaceri Childhood kom I ■I út. . . Prince hefur sagt ski- fið við hljómsveit sína, Tfte Revolutiun, og herma íregnii aó ástæóau sé sú aö Priris- inn ætli að standa á eigin fótum i framtiðinni og er þaó halri manna að honutn verói ekki skotaskuld úi því. . . Hljómsveitíu Qr. And Tlia Medics, sem sln i gegn i suniar með eiidtnunna ut- gáfu á lagi Wormans Green- hatitn, Spirít In The Sky. ætla að reyna fyrir sér að nýju með eigtn túlkun á gam- alfrægu lagi og þeir ráóast ekki á garðínn þar sem hann er iægstur því fyrir .valinu varó gamla Abba lagið Wat- erloo. . . veiói þeim aó góðu.. . SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.