Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
Viðskipti
Ferðaskrifstofumar:
Stórfelld aukning í
leiguflugi næsta ár
- ferðaskrifstofumar ætla að auka við sig allt að 40% í leiguflugssastum
Vitað er að flestar ef ekki allar ís-
lensku ferðaskrifstofumar ætla að
auka stórlega við sig leiguflugssæt-
um' á næsta ári. Á þessu ári vom
ferðaskrifstofumar með um 11 þús-
und leiguflugssæti en heyrst hafa
tölur um allt að 18 til 20 þúsund
sæti á næsta ári. Ástæðan fyrir bjart-
sýni ferðaskrifstofanna em mikil
ferðalög Islendinga á þessu ári, eink-
um þó í sumar er leið, þegar uppselt
var í nærri hverja ferð, hvert sem
boðið var. Mun flestar ferðaskrifstof-
umar hafa vantað leiguflugssæti í
sumar.
„Ég veit að það verður mjög mikil
aukning í leiguflugssætum næsta
sumar, en að þau verði 20 þúsund á
ég bágt með að trúa. Ég giska á 25%
aukningu sem myndi þýða 14 til 15
þúsund sæti,“ sagði Karl Sigurhjart-
arson, framkvæmdastjóri ferðaskrif-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Sp
Sparircikningar
3ja mán. uppsögn 9-10,5 Ab
6 mán. uppsögn 10-15 Ib
12 mán. uppsögn 11-15.75 Sp
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab
Sp. Í6mán. ogm 9-13 Ab
Ávisanareikningar 3-9 Ab
Hlaupareikningar 3-7 Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 8b.0b.Vb
6 mán. uppsögn 2.5-4 Úb
Innlán með sérkjörum 8,5-17
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-8.5 Sb
Sterlingspund 8-10,5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab
Danskar krónur 7.5-9,5 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán áverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 15,25-16, Úb
25
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/19,5
Almenn skuldabréf(2) 15-17 Lfa
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18 Lb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 5-6,75 Lb
Til lengri tima 6-6,75 Bb.Lb.Úb
Utlán tíl framieiðslu
Isl. krónur 15-16,5 Vb.Sp
SDR 8-8,25 Allir nema Ib
Bandaríkjadalir 7.5-7,75 Allir nema Bb.lb
Sterlingspund 12,75-13 Allir nema Ib
1 Vestur-þýsk mörk 6.5 Allir nema ib
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjáðslán 5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala 1517 stig
Byggingavisitala 281 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. okt.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 111 kr.
Eimskip 228 kr.
Flugleiðir 180 kr.
Hampiðjan 131 kr.
Iðnaðarbankinn 128 kr.
Versfunarbankinn 98 kr.
Á næsta ári mun íslendinga ekki skorta tækifæri til að komast i sömu aðstöðu og stúlkan á myndinni ef marka
má pantanir ferðaskrifstofanna á leiguflugssætum.
stofúnnar Pólaris, í samtali við DV.
Karl sagðist myndi fjölga vemlega
hjá sér.
í sama streng tók Helgi Jóhannes-
son, forstjóri Samvinnuferða. Hann
sagðist hafa heyrt svo háar tölur að
hann tryði þeim varla, en sagðist
vita með vissu að aukingin yrði mik-
il á næsta ári. Helgi benti einnig á
að ferðaskrifstofum hefði fjölgað og
væri það líka innlegg í þetta.
Magnús Oddsson, markaðsstjóri
Amarflugs hf., sagði að þær ferða-
skrifstofur sem skipta við Amarflug
hf. hefðu nú þegar lagt inn beiðni
um mun fleiri leiguflugssæti á næsta
ári en var á því sem er að líða. Hann
sagði greinilegt að mikil bjartsýni
ríkti hjá ferðaskrifstofunum og væri
ástæðan án vafa ferðagleði landans
á þessu ári.
Sigfús Erlingsson, yfirmaður
markaðssviðs Flugleiða, sagði að ef
dæma ætti eftir pöntunum ferða-
skrifstofanna yrði sætaaukningin
35% og jafnvel upp í 40%, dálítið
misjafnt eftir stöðum.
Þá sagði Sigfús að Flugleiðir
myndu auka vemlega sætaframboð
sitt í áætlunarferðum næsta sumar
og verða með hagstæð sérfargjöld til
ýmissa staða og nefndi hann Norð-
urlöndin sérstaklega í því sambandi.
Af þessu öllu saman er ljóst að
ferðaveisla býður okkar íslendinga
næsta sumar. -S.dór
Búnaðarbanki, Samvinnubanki og Alþýðubanki saman?
„Erum ekki á mat-
seðli eins eða neins"
- segir Geir Magnússon, bankastjori Samvinnubankans
„Ég hef heyrt menn fleygja þessu
og hélt satt að segja að þeir væm að
gera að gamni sínu. Við höfúm ekki
skoðað þetta og það gildir auðvitað
það sama og um að Útvegsbankinn
gleypi okkur, að við erum ekki á mat-
seðli eins eða neins,“ sagði Geir
Magnússon, bankastjóri Samvinnu-
bankans. Starfsbróðir hans í Alþýðu-
bankanum hefur varpað þessari
hugmynd inn í umræðuna um samein-
ingu bankastofriana.
Bæði Geir og Stefán Gunnarsson,
bankastjóri Alþýðubankans, hafa lýst
þeirri afetöðu sinna banka, að þeir
hafi ekki áhuga á að fljóta með í hugs-
anlegri sameiningu Útvegsbanka,
Iðnaðarbanka og Verslunarbanka.
Geir telur afekipti Seðlabankans af
málefnum einkabankanna fráleit og
fullkomlega óeðlilegt að ríkið hafi
áhrif á framtíð sumra þeirra umfram
annarra.
Nafni hans, Geir Hallgrímsson
seðlabankastjórí, sagði að hugmyndin
um sameiningu Búnaðarbanka, Sam-
vinnubanka og Alþýðubanka kæmi
þeim Seðlabankamönnum ekkert
ókunnuglega fyrir sjónir. „Þótt ég taki
ekki afetöðu til þessara banka sérstak-
lega get ég sagt að menn hér álíta að
þróun af þessu tagi sé líkleg, eðli máls-
ins samkvæmt, sérstaklega ef sú
sameining, sem við könnum nú, tekst,"
sagði seðlabankastjórinn.
HERB
Bankamenn í reiknitíma
- sameiningarborfur óljósar
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skipt^kuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti
af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs-
vexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til
uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á
verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í
Alþýðubanka og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um.
„Við erum að vinna að ýmsum út-
reikningum og upplýsingum en næsti
formlegi fúndur með Iðnaðarbanka-
og Verslunarbanka-mönnum verður
ekki fyrr en eftir helgina," sagði Geir
Hallgrímsson seðlabankastjóri um
könnunina á sameiningu þessara
banka og Útvegsbankans. Nú er að
verða liðinn mánuður síðan formenn
stjómarflokkanna sögðu ráðstöfun
Útvegsbankans ekki þola neina bið.
Þá var talað um að málin yrðu að
skýrast „í vikunni". Nærri þrjár vikur
em síðan sú vika leið. En stjómar-
flokkana greinir á um leiðir og nú
hafa farið rúmlega tvær vikur i að
þaulkanna leið sjálfstæðismanna og
óskaleið bankastjómar Seðlabankans.
Leið framsóknarmanna sem er yfir-
taka Búnaðarbankans á Útvegsbank-
anum er enn einnig í fullu gildi.
Aðalsamningamenn Verslunar-
bankans hafa verið erlendis þessa viku
og því hafa sameiginleg fundahöld leg-
ið niðri. En tíminn er sem sagt notaður
til þess að reikna.
HERB
Hlutabréf
í Flugleiðum
hafa tvöfald-
ast í verði
Áhugi manna á því að eiga hluti
í fyrirtækjum hérlendis fer stór-
vaxandi. Hjá Hlutabréfamarkaðn-
um hf. bíða kaupendur eftir
hlutabréfum. Þar er skráð verð á
bréfúm í sex öflugum fyrirtækjum.
Eftirsóttust em bréf í Flugleiðum
hf. og skráð verð þeirra hefur
hækkað um 110% það sem af er
árinu.
Samkvæmt þessu finnst varla
betri ávöxtun fjár um þessar
mundir en í Flugleiðabréfum. Þess
ber þó að geta að hluti af þessari
hækkun á skráðu verði kann að
felast í því að mat bréfanna hafi
verið of lágt í upphafi. Skráningin
var tekin upp fyrir ári og þar á
undan hafði rekstur Flugleiða ve-
rið erfiður.
Á j)ví skeiði hefðu hlutabréf í
félaginu fremur lækkað en hækk-
að og þannig getur þetta gengið,
að verðmæti hlutabréfa vex eða
minnkar eftir afkomu fyrirtækj-
anna. Þannig er áhætta fólgin í
spamaði af þessu tagi og ekki á
allra færi að spá í þau spil.
í upphafi ársins var söluverð
Flugleiðabréfa lægra en nafnverð
þeirra, fyrir hverjar 100 krónur
fengust 95. Nú fást hins vegar 200
krónur fyrir hverjar 100. Gengi
bréfa i Eimskipafélagi íslands hf.
var 133 á móti 100 en er nú 222.
Skráð verð þeirra hefur því einnig
hækkað mikið eða um 67%.
Þá hafa verið skráð bréf í tveim
bönkum, sem báðir hafa raunar
verið að sélja viðbótarhluti síðustu
misseri. Á tímabili lækkaði verð á
hlutabréfum í báðum þessum
bönkum en er nú á uppleið. í árs-
byijun var skráð verð á bréfum í
Iðnaðarbanka íslands hf. 119 á
móti 100. Það fór niður fyrir nafn-
verð en er nú komið upp f 130 á
móti 100. Bréf í Verslunarbanka
fslands hf. voru skráð á 109 á móti
100 fyrst á árinu, lækkaði síðan
en er komið f 110 núna.
Hlutabréf í Hf. Hampiðjunni eru
skráð nú á 133:100 og í Almennum
tryggingum hf. á 111:100. Bréf í
þessum fyrirtækjum komu á skrá
hjá Hlutabréfamarkaðnum hf, á
Það er bjart yfir Flugleiðum hf. um
þessar mundir og ásókn í hluta-
bréf á tvöföldu nafnverði. Fram-
boð er hins vegar ekki mikið.
Blonduós:
Nýtt útibú
Alþýðubanka
Baldur Darúelsson, DV, Hönduósi:
Alþýðubankinn heíúr opnað
útibú á Blönduósi. Það er til húsa
að Húnabraut 13. Útibússtjóri er
öm Bjömsson en auk hans starfa
þrír starísmenn við bankann.
Að sögn starfefólksins hefur hin-
um nýja banka verið vel tekið og
hafa þessir fyrstu dagar gengið
betur en nokkur þorði að vona.
Þá má geta þess að um þessar
mundir stendur yfir málverkasýn-
ing í Alþýöubankanum. Það er
Þorlákur Kristinsson (Tolli) sem
sýnir þar verk sín.