Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Kosningasamningar? Lota á kjarasamningunum stendur yfir, þegar þetta er skrifað. Fari hún út um þúfur, er hætt við, að sjái fyrir endann á þessari samningahrinu. Miklu skiptir, að kjarasamningar takist fljótlega, ekki bráðabirgða- heldur alvörusamningar. Hættan er sú, að takist samn- ingar ekki nú stefni í kosningasamninga eða kosninga- slag um samningana. Veganesti Alþýðusambandsins er ekki slæmt. Rætt hefur verið um hækkun lægstu launa úr um nítján þús- undum á mánuði upp í tuttugu og fjögur til tuttugu og sjö þúsund. Leyniviðræður toppanna fyrir samningana gerðu ráð fyrir hækkun þessara launa í tuttugu og fimm þúsund á mánuði, eins og fram hefur komið. Ekki tókst að koma þessu samkomulagi gegnum samningakerfið. Þar stóðu á móti þeir, sem hafa hærri mánaðarlaun en þetta. Slíkt samkomulag hefði um margt verið æski- legt. Öll vitum við, að flestir launþegar hafa í ár fengið mikla aukningu á kaupmætti launa sinna. Aðrir hafa setið eftir. Við vitum, að efnahagurinn er viðkvæmur og þolir ekki verulega almenna launahækkun á næsta ári, án þess að sú kollsteypa verði, sem sumir hagfræð- ingar telja líklegri en ekki. Því ber að leggja áherzlu á lægstu launin, þá sem hafa setið eftir. Þjóðfélagið getur ekki sætt sig við 19-20 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá hinum lægstlaunuðu. Þetta sjá flestir, en uppmæl- ingaraðalinn þrjózkast við. Dagsbrúnarmenn reyna að eyðileggja slíkt hugsanlegt samkomulag og hafa gengið út. Takist að hindra, að samið verði í þessari lotu, er rétt, sem Karl Steinar Guðnason segir, að líklegt er, að hætt verði í bili. Samningaviðræðum yrði frestað fram yfir áramót. Þá munu þær enn dragast meðal ann- ars vegna þess grundvallarmunar, sem er á afstöðu ýmissa forystumanna Alþýðubandalagsins. Þá mun ekki verða unnt að semja mestmegnis um hækkun lægstu launa, heldur munu hvers konar hópar með meiri laun sækja fram. Þá verður einnig fyrir að hitta stjórn- málamenn, sem eru orðnir hræddir við kosningar og munu vilja semja fyrir hvern mun, til þess að ekki komi til átaka fyrir kosningar. Slíkir samningar gætu orðið verðbólgusamningar. Það verður líklegra, eftir því sem þeir dragast. Þetta skiptir okkur öll, einkum launþega, meira máli en ætla mætti í fljótu bragði. I viðkvæmri stöðu efnahagsmála mætti búast við meiri verðbólgu, meiri halla á viðskiptum við útlönd, meiri lántökum erlendis og meiri halla á ríkisrekstrinum. Kollsteypan yrði staðreynd. En það er annað, sem verkalýðsmenn hafa ekki nefnt enn. Þingkosningar verða líklega í lok apríl. Samning- ar, sem standa fram i febrúar-marz, skapa hættu á átökum. Staðan var þannig fyrir kosningarnar 1978, að stjórnarandstæðingar, Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur, áttu leik á borði með því að upphefja átök um kjaramál. Þá dundu yfir meðal annars ólögleg verkföll. Þessir flokkar lærðu þá, að þeir gátu sigrað í kosningum með átökum á vinnumarkaði, þar sem ríkisstjóm sjálf- stæðis- og framsóknarmanna virtist standa gegn launþegum í landinu. Það gæti verið býsna freistandi að reyna þetta aftur. Því eru úrslitahlutir á ferðinni í þessum samningavið- ræðum. Slitni nú upp úr, getur mikið tjón orðið. Haukur Helgason. ,Það sem sérstaklega stingur i augun er að Halldór segir hópa kristinna foreldra, sem eiga börn almennum skólum (hér er eflaust átt við ríkisreknu grunnskólana), beiti sér nú gegn flestum þáttum skólastarfsins. Þetta eru stór orð. Allur er málflutningurinn í þá átt að gera kristna foreldra og kristna lífsskoðun tortryggilega.“ Kristnir menn, haldið vöku ykkar I DV miðvikudaginn 26. nóvember sl. birtist grein eftir Halldór Valdim- arsson, fréttamann DV í Dallas í Bandaríkjunum, sem er að mínu mati villandi og skilst sem áróður gegn kristnum mönnum þar í landi. Það sem sérstaklega stingur í augun er að Halldór segir hópa kristinna foreldra, sem eiga böm í almennum skólum (hér er eflaust átt við ríkisre- knu grunnskólana), beiti sér nú gegn flestum þáttum skólastarísins. Þetta em stór orð. Allur er málflutningur- inn í þá átt að gera kristna foreldra og kristna lífsskoðun tortryggilega. Maður fær það á tilfinninguna að þetta kristna fólk sé ósanngjamt, þröngsýnt, hafni staðreyndum vís- indanna og skorti umburðarlyndi. Gagnlegt væri að fjalla ítarlega um efiii greinarinnar en það mun ég ekki gera hér og nú heldur gera aðeins stutta athugasemd við hana. Eiga minnihlutahópar að ráða ferðinni? í greini sinni segir Halldór orð- rétt: „Ef til vill má búast við því að í náinni framtíð feti aðrir foreldra- hópar í fótspor þeirra kristilegu. Ef svo fer má búast við því að almenn- ingsskólakerfið í Bandaríkjunum geti ekki í framtíðinni kennt neitt það sem brýtur í bága við trúarvit- und kristinna manna.“ Við þessi orð Halldórs hef ég þetta að athuga: Samkvæmt nýjustu upplýsingum, sem ég fékk hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna hér í borg, em um 127 milljónir, eða rúmur helmingur bandarísku þjóðarinnar, skráðar í kristna söfhuði (eflaust em þeir fleiri v.þ.a. sumar kirkjudeildir telja að- eins skírða meðlimi og þær hinar sömu skíra ekki ungböm). Ekki þyk- ir mér óeðlilegt að svo stór hluti þjóðarinnar eigi rétt á því að hlustað sé á óskir hans, annað væri óréttlátt. Halldór ályktar síðan á þá leið að fyrst kristnir menn fari fiam á að tillit verði tekið til skoðana þeirra hljóti aðrir hópar þar í landi að krefj- ast þess sama, svo sem „múhameðs- trúarmenn, búddistar, hindúar eða þeir sem trúa á Óðin og Þór“. Varðandi þetta vil ég segja að fylgjendur Múhameðs em um 2 milljónir í Bandaríkjunum, búdda- trúarmenn 70.000, hindúar em alls 310.000 í allri N-Ameríku, en hvergi gat ég séð tölur um ásatrúarmenn þar vestra, þeir hljóta því að vera mjög fáir. Það er sem sagt augljóst mál að þeir trúarhópar, sem Halldór nefnir, em margfalt fámennari en KjaUaiinn Friðrik Ó. Schram guðfræðingur kristnir menn í USA og því vil ég andmæla röksemdafærslu hans um að búast megi við að þessir hópar taki i framtíðinni að krefjast áhrifa á skólana til jafns við kristna menn. Það er með öllu óeðlilegt ef lýðræði er eitthvað annað en orðin tóm. Þögn í bekknum! En það er fleira skrýtið við grein Halldórs. Hann ályktar að fyrst kristnir menn og aðrir trúarhópar vilja hafa áhrif á kennslu í gmnn- skólum vestra þá taki fleira við. Látum Halldór hafa orðið: „Síðan verði eflaust afnumið allt það sem stjömufræðispekingar em mótfalln- ir og allt það sem fellur að öðrum sérskoðunum. Loks fer svo, augsýni- lega, að hætt verði kennslu á öllu því sem andstætt er lífsskoðunum repúblikana og demókrata. Þá geta bandarískir foreldrar loks alið upp böm sín í heilbrigðum lífeviðhorfiun án þess að þurfa að óttast að skóla- kerfið brjóti niður siðferði þeirra jafnóðum. Þau verða einvörðungu aðnjótandi þeirrar ánægju að sitja í skólastofu nokkrar klukkustundir dag hvem, í þögulli sátt við um- hverfi sitt, og horfa á kennarann jafn þögulan við kennaraborðið.“ Þá vitum við það! Mér þykir menn aldeilis hafa húmor! Þróun mála hér En hvers vegna er ég að skrifa þessa grein? Vegna þess að mér finnst hún vega að skoðunum og stöðu kristins fólks almennt. Þótt greinin fjalli um þessi mál í Banda- ríkjunum em svipaðir hlutir þegar farnir að bæra hressilega á sér hér á okkar landi. Nú telja ýmsir minnihlutahópar að fullt tillit skuli tekið til þeirra, jafhvel þótt hegðun þeirra og boð- skapur stríði gegn almennu siðgæði og viðurkenndum menningarverð- mætum. í 63. grein stjómarskrárinnar segir að öllum sé frjálst að stofha félög, -en tekið er fram að þar megi ekki „kenna eða fremja neitt sem er gagn- stætt góðu siðferði og allsherjar- reglu". Síðustu ár hefur mjög varhugaverð þróun orðið hér á landi í þá átt að menn kenna hiklaust - og iðka og það meira segja í ríkis- reknum fjölmiðlum - það sem beint stríðir gegn góðu siðferði og alls- heijarreglu. Er hér um mjög alvar- legt mál að ræða og hvet ég allt fólk, sem vill standa vörð um kristna trú og velferð þjóðarinnar, að fylgjast hér vel með. Tökum eftir því sem fjölmiðlamir flytja og veitum þeim aðhald til þess að þeir verði ekki notaðir til að reka áróður fyrir óhreinleika og illum boðskap. Höld- um vöku okkar og látum ekki háværa minnihlutahópa ryðja burt því sem gott er og heilbrigt, því verði það gert mun reynast erfitt að bæta um og snúa til fyrri vegar. Friðrik Ó. Schram „Síðustu ár hefur mjög varhugaverð þróun orðið hér á landi í þá átt að menn kenna hiklaust og iðka - og það meira að segja í ríkisreknum fjölmiðlum - það sem beint stríðir gegn góðu siðferði og allsherjar- reglu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.