Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
Samningar
í sjónmáli
Allt útlit er fyrir að samningar
takist hjá aðilum vinnumarkaðarins
í dag. Fundur, sem hófst kl. 21 í
gærkveldi, stóð enn yfir þegar DV
fór í vinnslu. Búist er við að fulltrú-
ar samningsaðila gangi á fúnd
ríkisstjómarinnar um hádegisbilið.
Ríkisstjóminni hafa verið sendar til-
lögur aðila um hennar þátt í
samningunum svo sem í skattamál-
gengismálum, opinberum
verðhækkunum og fleiru er varðar
efiiahagsmál. í morgun var ekki búið
að ganga endanlega frá lágmarks-
launatölunni en flestir voru inni á
því að lágmarkslaun yrðu 26 þúsund
krónur á mánuði. Bónuskerfið í fisk-
iðnaði yrði fellt að þessari tölu.
„Ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur
upp á tel ég allar líkur á að samning-
ar takist í dag. Á fundinum í nótt
hefúr miðað mjög vel og enda þótt
ekki sé búið að semja endanlega um
lágmarkslaunatöluna þá met ég það
svo að ekki beri mikið í milli varð-
andi þá tölu,“ sagði Karl Steinar
Guðnason í samtali við DV í morg-
un.
Varðandi samningstímann er talið
líklegt að samið verði út næsta ár
með uppsagnarákvæði í september
en frá þessu hafði ekki verið gengið
endanlega í morgun. Það mun ráð-
ast af svörum ríkisstjómarinnar um
efiiahagsmálin hvort hin svokölluðu
„rauðu strik1' verða í næstu samn-
ingum eins og var 1. júní, 1. sept.
og 1. desember á þessu ári. Ákvörðun
um þetta liggur ekki fyrir enn.
Þá mun vera ákveðið að á samn-
ingstímabilinu verði kauptaxtakerf-
ið í heild sinni tekið til endurskoð-
unar með algera uppstokkun í huga.
-S.dór
Eltingarleikur
í Reykjavík
í nétt
Lögreglan í Reykjavík lenti í
æsilegum eltingarleik í nótt þegar
maður, sem hafði brotist inn í
verslun við Starmýri 2, reyndi að
stinga lögregluna af. Maðurinn
var á stórum fólksbíl sem hann
hafði stolið fyrr um kvöldið.
Lögreglan var kölluð að verslun-
inni klukkan rúmlega þrjú í nótt.
Þegar þangað kom var maðurinn
í bíl fyrir utan verslunina og lög-
reglan lagði sínum bíl í veg fyrir
hann en þá ók maðurinn á bíl lög-
reglunnar og kræktust þeir saman
en innbrotsþjófinum tókst að losa
sig frá lögreglubílnum.
Hann ók síðan á ofsahraða eftir
Háaleitisbraut og síðan vestur eftir
Miklubraut og þegar kom að
Miklatorgi stökk hann út úr bíln-
um á ferð og hljóp niður Snorra-
braut. Fótfrár lögregluþjónn elti
þjófinn uppi og náði honum í Auð-
arstræti.
Ekki var um alvarlegar skemmd-
ir að ræða á bílunum eftir þennan
æsilega eltingarleik.
-SJ
Eifittað
leysa vanda
hitaveitna
Hitaveitunefnd ríkisstjómarinnar,
sem í gær átti að skila tillögum til
lausnar á fjárhagsvanda hitaveitna,
hefur fengið skilafrest sinn framlengd-
an um rúma viku.
„Það var ekkert samkomulag í við-
ræðunum þegar fresturinn rann út.
Fulltrúar sveitarfélaganna báðu þá
um að málið fengi lengri tíma," sagði
Jónas Elíasson, aðstoðarmaður iðnað-
arráðherra, formaður nefndarinnar.
Fulltrúar hitaveitna Akureyrar,
Vestmannaeyja og Akraness og Borg-
arijarðar höfðu í viðræðunum lagt til
að ríkissjóður tæki á sig töluverðan
hluta af fjármagnskostnaði hitaveitna
' með beinni skuldayfirtöku og skuld-
breytingum. Heildarskuldir þessara
þriggja hitaveitna nema um fjórurn
milljörðum króna. Orsaka þær gjald-
skrá þrefalt hærri en Hitaveitu
Reykjavíkur. -KMU
jyx
Komdu með í
/MKLAG4RÐ
Söngkonan Bonnie Tyler kom til landsins í gær til þess að skemmta landanum og notaði tækifærið og heils-
aði upp á vinkonu sina, bresku söngkonuna Hazell Dean, sem syngur i skemmtistaðnum Evrópu i kvöld og
annað kvöld. Bonnie Tyler mun skemmta í Laugardalshöllinni í kvöld. Með á myndinni er Vilhjálmur Ástráðs-
son, eigandi skemmtistaðarins Evrópu. DV-mynd KAE
Þjóðhagsstofnun:
Þórður
Friðjónsson
tekur við
Mannaskipti verða í forstjórastól
Þjóðhagsstofnunar 1. janúar. Jón Sig-
urðsson stendur þá upp, enda kominn
á kaf í pólitík. I stólinn sest Þórður
Friðjónsson. Hann hefúr verið sér-
stakflr efnahagsráðgjafi tveggja
síðustu ríkisstjóma með aðsetri í for-
sætisráðuneytinu.
Að sögn Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra er alger samstaða um
þessa ráðstöfun í ríkisstjóminni.
-HERB
Þórður Friðjónsson.
LOKI
Getur Stefán ekki bara
fengið BP hjá ÓLÍS?
Veðrið á morgun:
Slydda á
Suður- og
Suðaustur-
landi
Á laugardaginn verður austan-
átt um allt land. Slydda eða rigning
á Suður- og Suðausturlandi en él á
annesjum fyrir norðan. Yfirleitt úr-
komulaust á Vesturlandi. Hiti
verður á bilinu 0 til 3 stig.
Andstaða
gegn BB
Búist er við að kjördæmissamband
Framsóknarflokksins í Norðurlandi
eystra hafni væntanlegri ósk um að
framboðslisti Stefáns Valgeirssonar
beri listabókstafina BB.
Tveir efstu menn lista flokksins í
kjördæminu, Guðmundur Bjamason,
ritari flokksins, og Valgerður Sverris-
dóttir, em andvíg því að Stefán fái
BB. Formaður kjördæmissambands-
ins, Snorri Finnlaugsson á Dalvík,
leggst einnig gegn því.
Snorri flaug suður til Reykjavíkur í
morgun til viðræðna við ráðamenn
flokksins um hvemig bregðast eigi við
Stefáni.
-KMU