Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Utlönd Hart deilt um þá fáu þorska sem eftir eru Milli Kanada og Frakklands eru deilur út af sókn franskra togara í þorskstofninn við Nýfundnaland en minnkandi þorskaíli þeirra á Ný- fundnalandi vilja margir kenna of- veiði. Til þess að ná svipuðum afla og fyr- ir nokkrum árum hefur smábátaútveg- urinn á Nýfundnalandi þurft að herða mjög sóknina og fjölga netum um allt að 100%. Bregður þeim mjög við vegna þess að lengst af hefur það orð farið af Nýfundnalandsmiðum að þau væru mjög gjöful. Var þorskurinn næstum jafhmikilvægur Nýfundnalendingum og okkur íslendingum. í flimtingum var sá guli stundum kallaður gjald- miðill Nýfundnalands. Minnkandi þorskafli ber ofveiðinni vitni En þorskveiðin hefur mjög tregðast síðustu árin. Ekki kenna menn því um, sem beinast lægi kannski við, frysti- skuttogurum Japana, Rússa og V-Þjóðverja, því að þeir halda sig á djúpmiðunum utan 200 sjómílna efha- hagslögsögunnar. Hins vegar liggur þeim ámóta þungt hugur til frönsku togaranna og okkur til bresku togar- anna á sínum tíma. Þeir segja að Frakkar ofveiði um 300%. En Frakkar hafa tilkynnt Kanadastjóm að þeir ætli ekki að draga úr sínum veiðum innan 200 mílnanna. Frekar ætla þeir að auka sóknina á veiðisvæði sem kallað er 3PS. Það er 862 þúsund fer- kílómetra þríhymt veiðihólf undan suðurströnd Nýfundnalands. Frakkar reisa kröfurnar út af smáeyjum tveim Að vísu hefur Kanada ekki verið til samninga um að annarra þjóða veiði- skip fái að veiða í þessum hluta Atlantshafsins en Ottawa-stjómin hef- ur veitt Frökkum undanþágu, einkan- lega þó og fyrst og fremst veiðiskipum frá frönsku eyjunum St. Pierre og Miquelon sem liggja skammt undan suður- og vesturströndum Nýfundna- lands. Enda hefur það sýnst sann- gjamt vegna landfræðilegrar legu eyjanna og veiðihefðar eyjaskeggja. Frakkar hafa þó heimild til þess að veiða 6.400 smálestir árlega en það em 15,6% af heildaraflanum á 3PS, en þau mið ganga dags daglega undir nafninu St. Pierre-bankinn. Vandræðin em þau að Frakkar vilja meira því að Frakkland gerir tilkall ‘il þessa svæðis. 1977 lýsti Parísar- stjóm yfir 200 mílna efnahagslögsögu þessara tveggja eyja og spannaði hún þá einnig yfir St. Pierre-bankann. Til Smábátar dregnir upp á kamb í verkefnaleysinu því að þeir á frönsku eyjunni St. Pierre undan ströndum Ný- fundnalands telja sig afétna af franska togaraflotanum. Bátafiotinn hefur minnkað um 2/> síðustu tíu árum. i iiinQ j Wfi ■ IfpÍT Klo/ipr'' ái-f Li El li þess að fylgja eftir yfirráðakröfunni hafa stórir togarar verið gerðir út á svæðið. Inn í málið grípur einnig gamall samningur sem heimilaði Frökkum að veiða árlega 20 þúsund smálestir úr St. Lawrence-flóa milli Nýfundnalands og meginlands Kanada. En gildistími þess samnings rann út í maí. Telja Frakkar að það réttlæti það að þeir auki afla sinn á St. Pierre-banka. Því hafha Kanadamenn og telja raunar að eyjamar tvær eigi ekki rétt til stærri lögsögu en tólf mílna. Þessar umræður hófust 1977 og þá varð þegj- andi samkomulag um að geyma þrætur um veiðikvóta til annars tíma sem virðist nú vera að renna upp. Vilja Kanadamenn gjaman skjóta deilunni til gerðardóms eða einhvers annars þriðja aðila til úrskurðar. Eyjaskeggjar andvígir veiðum Frakkanna Frakkamir hafa ekki einu sinni samúð íbúa eyjanna St. Pierre og Miquelon sem hafa orðið alvarlegar áhyggjur af því að frönsku togaramir séu að þurrka upp fiskimið þeirra með ofveiði. Bátaflotinn á St. Pierre hefur minnkað um tvo þriðju á síðasta ára- tug og talsmenn útvegsins þar hafa margviðrað kröfur um að togumnum verði bægt frá St. Pierre-bankanum. Þessi deila verður efst á dagskrá í viðræðum forsætisráðherranna, Chiracs og Mulroney, þegar sá franski heimsækir Mulroney í Ottawa í jan- úar. Fréttin um dauða Kim II Sung Klórað í bakkann efHr söguburðinn Það var um miðjan nóvember sem orðrómur um dauða Kim Il-Sung, for- seta Norður-Kóreu, barst út. Samtímis kom upp sá kvittur að sonur hans, Kim Jong II, og vamarmálaráðher- rann, Oh Jin U, hefðu tekið við völdum. Vangaveltunum um dauða Kim II- Sung lauk þó sólarhring síðar er hann bauð Mongólíuforseta velkominn í mikilli móttökuathöfn á Pyongyang- flugvelli. Vangaveltunum um hvers vegna og hvemig kvitturinn kom upp er þó ekki lokið. Yfirvöld í Suður-Kóreu reyna að klóra í bakkann þegar krafist er nánari skýringa á þeim fregnum sem þau sögðu hafa borist í gegnum hátal- ara Norður-Kóreumegin við vopna- hléslínuna. Engin upptaka Stjómarandstaðan í Suður-Kóreu og fjölmiðlar báðu yfirvöld um hljóðupp- töku af tilkynningunni um dauða Kim Il-Sung en í fyrstu varð fátt um svör. Því næst var sú yfirlýsing gefin að upptakan yrði ekki afhent óviðkom- andi þar sem þá kæmist upp um vinnubrögð leyniþjónustunnar. Eftir að þjarmað hafði verið enn meir að yfirvöldum viðurkenndi vamarmála- ráðherrann að yfirvöld hefðu enga hljóðupptöku. Sú skýring var gefin að hermenn frá Suður-Kóreu hefðu reynt að taka upp tilkynningamar en að þær heyrðust ekki á segulbandinu vegna þess hve vindasamt var við vopnahléslínima og vegna fjarlægðarinnar. Samt sem áður gat stjómin í Suður- Talið er að vamarmálaráðherra Norður-Kóreu sé fallinn í ónáð eftir tilraun til valdaráns. Yfirvöld fullyrða hins vegar að hann hafi lent í um- ferðarsiysi. Kóreu endursagt í smáatriðum að minnsta kosti tuttugu og fjórar til- kynningar sem bárust i gegnum hátalara norðan að. Suður-kóreskir hermenn era sagðir hafa skrifað þær allar niður. Vamarmálaráðherrann Lee Ki-baek heldur því einnig fram að hermennimir hafi fest á filmu krönsum prýdda mynd af forseta N- Kóreu og fána blaktandi í hálfa stöng. Andúð á vangaveltum Stjómin í Pyongyang hefúr svo sem ekkert á móti því að Kim II Sung og nánustu ráðgjafar hans komist í heimspressuna en hún hefur samtímis lýst yfir andúð sinni á öllum vanga- veltum. Fjölmiðlar hafa meir en gefið í skyn að valdabarátta sé háð í N- Kóreu. Til sönnunar því að ekki sé um slíkt að ræða hafa stjómvöld bent á að í kosningunum, sem haldnar voru í nóvemberbyijun, hafi stjómin og flokkurinn hlotið öll greidd atkvæði. Athygli fjölmiðla hefur einnig beinst að persónudýrkuninni á forsétanum í N-Kóreu. Sonur hans Kim Jong II ýtir undir hana til þess að tryggja sér sæti sem næsti leiðtogi landsins. Fjölda risastórra stytta af forsetan- um hefur verið komið fyrir í höfuð- borginni og telja fréttaskýrendur það vera eina af aðferðum sonarins til að tryggja sér völdin þegar faðirinn fellur frá. Alitið er að sonurinn sjái nú um öll innanríkismál en forsetinn hafi enn utanríkismálin á sinni könnu. Erfðabundið ættarveldi Dýrkunin á Stalín og Mao Tsetung á sínum tíma kemst ekki í hálfkvisti við þá sem Kim II Simg nýtur og er talið hún sé tilraun til þess að draga úr gagnrýninni á þvi sem verður fyrsta kommúnistaríkið með erfðabundið ættarveldi. Þeim sem gera sér grein fyrir því að þessi persónudýrkun skað- ar landið út á við fjölgar stöðugt en þeir hafa vit á því að hafa ekki hátt um slíkt. Vangaveltumar um örlög Oh Jin U, vamarmálaráðherra N-Kóreu, halda áfram. Ef það er satt að hann hafi slasast í umferðarslysi hefði ekki verið úr vegi að einhveijir óháðir aðil- ar - ef þeir era þá til eins og sumfr draga í efa - heimsæktu hann á sjú- krabeðinn. Og á meðan hann kemur ekki fram opinberlega er erfitt að koma í veg fyrir að vangaveltumar um að hann hafi fallið í ónáð haldi áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.