Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Side 36
48 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986. Andlát Gísli Pálmason, fyrrv. kjallara- meistari Nausts, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Matthildur Guðmundsdóttir frá Bæ, Grettisgötu 6, Reykjavík, lést í Landspítalanum 3. desember. Árni Sigurður Einarsson frá Þing- eyri, Háteigsvegi 52, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 1. des- ember. Kjartan Pálsson, Eskifirði, andað- ist í Landspítalanum 3. desember. Tryggve D. Thorstensen prentari, Bústaðavegi 101, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudag 5. desember, kl. 15. Vilhjálmur Th. Bjamar tannlækn- ir, Violinvágen 30, Uddevalla, Sví- þjóð, lést 30. nóvember sl. Jarðar- förin fer fram 12. desember í Uddevalla. Útför Helgu Ásmundsdóttur frá Grindavík, er andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. nóvember, verður gerð frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 6. desember kl. 13.30. Minningarathöfn um Ragnar Heið- ar Einarsson, Kjarrmóum 22, Garðabæ, verður haldin í Fossvogs- kirkju í dag, 5. desember, kl. 13.30. Jarðsett verður á Siglufirði laugar- daginn 6. desember kl. 13.30. Tilkyrmingar Til umhugsunar Þú, sem gefur börnum gjafir þessi jól. Hvað ætlarðu að gefa þeim? Við hvetjum þig til að vanda va!ið vel. Það setur eng- inn tímasprengju í jólaböggul bamanna né heldur önnur vopn. - Gerið bömin ekki að litlum hermönnum: - Gefið þeim friðar- gjafir og leggið með þeim áherslu á frið, samvinnu og bróðurkærleika. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Vímulausæska Skrifstofa foreldrasamtakanna Vímulaus. jKsku, Öíðumúla 4. Opið- mánudaga kl. 13-16, þdðjudaga kl. 9-12, miðvikpdaga kl. 9-12, fimmtudaga kl. 9-10, föstudaga kl. 9-12. Sími 82260. Flóamarkaður hjá klúbbnum Þú og ég verður haldinn laugardaginn 6. desember að Mjölnisholti 14, 3. hæð frá kl. 13-15. Félag harmóníkuunnenda í Rangárvallasýslu heldur harmóníkukvöldvöku í Gunnar: hólma laugardaginn 6. desembér kl..2í Jólahappdrætti Kiwanis- klúbbsins Heklu Dregið hefur verið í.jólahappdrætti Kiw anisklúbbsins Heklu 1986. 1: des.: nr.: 830. 2. des.: nr.: 1306. 3. dés. nr.: 1646.4. des.: nr.: 1082.5. des.: nr.: 129. Líf og fjör í miðbænum til jóla S&mtökin Gamli miðbærinn hafa ákveðið að efna til skemmtana; vöi-ukynninga og ýmissa uppákoma á föstudögum og laugar- döguin í jólamántiðinuui eins og gert hefur verið áður. Á föstudaginn verða unglinga- tónleikar á Lækjartorgi kl. 16. Sverrir Storriisker kynnir plótu sína, Lífsleiðin(n), og hljómsveitin Rauðir fletir kynnir plötu sína, Ljónskógar. Á laugardaginn vei;ðii:' kórsöngur á Hlemmi kl. 14. Karlakónrin Fóstbræður syngur nokkur jólalög. Barnadagskrá verðúr á Laugavegi 18 kl. 15. Jólasveinar koma í heimsókn, rabba við bömin, syngja og sprella. Kl. 15-16 flýgur Leppálúði yfir og dreifir sælgæti til fjöldans. Á Gauki á Stöng verður bók- roenntakynning og söngur milli kl. .14 og 16. Rithöfundar lesa úr verkum sínum og selja árílaðar bækur. Fóstbræður munu svo syngja á .Lækjartorgi kl. 15.' Basarar I gærkvöldi Kökubasar Framkvenna Kökubasar verður í Framheimilinu við Safamýri, sunnudaginn 7. desember kl. 14.00. Framkonur. Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur kökubasar í Lionsheimilinu, Sig- túni 9, Reykjavík, sunnudaginn 7. desemb- er kl. 14. Allur ágóði rennur til líknarmála. Jólabasar Sjálfsbjargar 1986. Jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn laugardag og sunnudag, 6. og 7. desember nk., í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð, og hefst sala kl. 14 báða dagana. Á basarnum verður úrval varnings á hag- stæðu verði, til dæmis jólaskreytingar og margs konar aðrar jólavörur, útsaumaðir munir, prjónafatnaður, púðar, kökur og ótal margt fleira. Jafnframt verður efnt til happdrættis og kaffisölu eins og undanfar- in ár. Þeir, sem einu sinni hafa komið á jólabasar Sjálfsbjargar koma aftur. Basar Þroskaþjálfaskóla Islands Laugardaginn 6. desember gengst 1. bekk- ur Þroskaþjálfaskóla íslands fyrir basar í Austurstræti og hefst hann kl. 11. Á boð- stólum verða vörur og hlutir sem fram- leiddir eru af fötluðum. Má nefna kerti frá Sólheimum í Grímsnesi, klúta og hand- klæði frá vinnustofunni Ás, jólapappír frá Heymleysingjaskólanum, jólakort frá Skálatúni og margt fleira. Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með kökubasar sunnudaginn 7. desember í safnaðarheimili kirkjunnar við Vesturbrún kl. 15. Tekið á móti kökum sama dag frá kl. 10-13.30. Basar Færeyska sjómanna- kvinnuhringsins hinn árlegi basar Færeyska sjómanna- kvinnuhringsins verður haldinn nk. laugardag 6. desember kl. 15 í sjómanna- heimilinu, Brautarholti 29. Á boðstólum verður mikið úrval af fallegum peysum, jóladúkum og ýmsum öðrum munum ásamt heimabökuðum kökum. Fjáröflun til byggingar Biblíu- skólans á Eyjólfsstöðum á Héraði Samtökin Ungt fólk með hlutverk eru með kökubasar og föndur í Grensáskirkju sunnudaginn 7. desember eftir messu (um kl. 15) til styrktar byggingu Biblíuskólans á Eyjólfsstöðum á Héraði. Góðar kökur * og glæsilegt föndur. Aðventukvöld Kársnessafn-. aðar Annán sunnudag í aðventu, 7. desember, efnir Kársnessöfnuður til aðventuhátíðar í Kópavógskirkju kf. 20.30. Efnisskráírt hefet með orgelleik og söng kirkjukórsins undir stjórn organistanna ‘Guðmundar Gilssonar og • Kjartans Sigm^ónssorrar. Ávarp flytur formaður sóknarnefndar, Stefán M. Gunnarsson* en ræðumaður kvöldsins Verður Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra. Þá mun Kolbeinn Bjarhason flautuleikari l$oma fram og söngflokkurinn „Hljómeyki“ úr Garðabæ sýhguf, Að lokinni samkomunni er fólki bóðið á$ ganga niður í safnaðarheimilið Borgir en þar mun þjpnustudeild safnaðar- ins hafa á boðstólum ]ieiU súkkulaði og meðlæii. Aðventusamkoma í Fíladelfíu Sunnudaginn 7. desember kl. 20 verður haldin áðventusamkoma í Fíladelfíukirkj- unni, Hátúni 2, Reykjavík. Dagskráin verður. fíölbreytt, bæði söngur og tónlist. Fíladelfiukórinn syngur undir stjóm Árna Arinbjarnarsonar, og unglingakórinn „Ljósbrot" syngur undir stjórn Hafliða Krístinssonar. Þá leika ungmenni á hljóð- færi og einnig verðúr almennur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fundir Norræna féiagið í Kópavogi heldur aðalfúnd sinn sunnudaginn 7. des- ember. Fundurinn verður í Þinghóli, Hamrábörg 11, og hefst kl. 14 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg fundarstörT. Norræna félagið í Kópavogi heldur aðalfund sinn sunnudaginn 7. des- ember. Fundurinn verður í Þinghóli, Hamraborg 11 og hefst kl. 14 síðdegis. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra Flóafriður er flóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra. Ódýr hlý föt í kuldanum. Heimatilbúinn jólavarningur o.fl., o.fl. Opið frá kl. 13 alla daga að Laugavegi 34B, bakhús. Jólatónleikar kórs Félags Snæfellinga og Hnappdæla Kór Félags Snæfellinga og Hnappdæla heldur jólatónleika sunnudaginn 7. nóv-- ember nk. í félagsheimili Sóknar, að Skipholti 50a, og hefjast þeir kl. 15. Á síð- astliðnu ári hélt kórinn aðventutónleika í Ólafsvík, Grundarfírði og Stykkishólmi. Nú vill hann gefa Snæfellingum, sem bú- settir eru á höfuðborgarsvæðinu, og gestum þeirra kost á að hlýða á söng sinn. Einnig verða kaffiveitingar. Söngstjóri er Friðrik Kristinsson frá Stykkishólmi og undirleikari er Þóra Guðmundsdóttir frá Miðhrauni. Ljóðaperlur, ný hljómplata Ljóðaperlur nefnist ný hjómplata með söng Kristins Sigmundssonar og píanóleik Jónasar Ingimundarsonar. Það er bókaút- gáfan Öm og Öriygur sem gefur plötuna út í tilefni tuttugu ára aftnælis síns. Þetta er þriðja platan með söng Kristins áem bókaútgáfan sendir frá sér. Að ósk útgef- anda voru valin lög til ílutnings eftir þrjú- íslerisk ljóðskáld, þá Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Halldór Laxnes^ og Hannes Hafstein. Lögin við ljóðin eru eftir Markús Kristjánsson, Pál ísólfsson, Karl Ó. Run- ólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Jón.Ásgeirs- son, Jakob Hallgrímssón, Gunnar Reyrii Svfeinsson, Þórarin' Guðmundsson, Áma Thorsteinsson og Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Ljóð Davíós Stefánssonar eru: Minning, Hrosshár í strerigjum, Vöggu- vísa, Litla kvæðið úm litlu hjónin, Allar vildu meyjamar eiga hann, Nirfillinn, Hirðinginn, Mamma ætlar að sofna og Hamraborgin. Ljóð Halldórs Laxness eru: Maístjarnan, Hjá lygnri móðu, Vorvísa, Bráðum kemur betri tíö, Ég ér brott frá' þér bernska og Vor hinsti dagur er ftnig- inn. Ljóð Hannesar Hafstein eru: Áfram, Valagilsá og Sþrettur. Ljóðaperlurnar eru hljóðritaðar í Hlégarði sl. sumar. Upptöku • annaðist Halldór Víkingsson. Skúrður var unninn hjá Tape One en pressun hjá Alfa. Umslag vann Sigurþór Jakobsson en ljós- myndatöku Guðmundur Ingólfsson. Einníg fáanleg á krómsnældu. Gylfi gleður börnin Komið er út nýtí bamaævintýri eftir,laga- smiðinn góðkunná Gylfa Ægisson. Gylfi er einn okkar. afkastamesti tónlistarmað- ur. Auk þess að senija fyrir fullqrðna hefur hann samið tónlist við kunn ævintýri. Áð þessu sinni semur Gylfí hvorutveggja, tón- iriúUBt ,1%-OS Jtf fljmbul/timil ,V1 -H ,i>l Iistina og ævintýriA. Sagan heitir Valli og snæélfamir og gerist í Snæfellsjökli, líkt og saga Jules Veme. Gylfa til aðstoðar á plötunni er hópur bama. Allurhljóðfæra- leikur og útsetningar em í höndum Gylfa sjálfs. Að auki myndskreytti hann fram- hlið albúmsins. Það er stúdíó Stjarna sem gefur plötuna út en Fálkinn annast dreif- ingu. Spilakvöld Húnvetningafélagið í Reykjavík Spiluð verður félagsvist laugardaginn 6. desember kl. 14 í félagsheimilinu Skeif- unni 17, 3. hæð. Allir velkomnir. Kvenfélag Kópavogs Spiluð verður félagsvist mánudaginn 8. desember kl. 20.30 í félagsheimili bæjar- ins. Allir velkomnir. Afmæli Þórmundur Bergsson auglýsíngaráðgjafi „Stöðin græðir á titfærslunum“ Á morgnana vakna ég alltaf við Sigurð Tómasson en það fer eftir því hversu syfjaður ég er hvort ég hlusta eða ekki. í gærmorgun slökkti ég strax á útvarpinu því það var svo mikill drungi úti. Bylgjan og rás 2 malla í vinnunni hjá mér allan daginn. Þessar tvær stöðvar eru ágætis vinnustaðaút- vörp. I hádeginu hlusta ég alltaf á fréttimar í Ríkisútvarpinu svo og Reykjavík síðdegis, þeir þættir eru mjög góðir og Hallgrímur Thor- steinsson er einn af okkar betri útvarpsmönnum. Að vísu missti ég af honum í gær þar sem ég kom seint heim úr vinnunni en ég náði að horfa á íþróttimar á Stöð 2. Ég fylgist stíft með íþróttum á öllmn vígstöðvum. Á kvöldin vel ég mér frekar sjón- varpið heldur en útvarpið. Kvöld- Þórmundur Bergsson. þættimir á Stöð em frekar sljóir nema fréttaþátturinn í vökulok, á hann hlusta ég oft undir svefriinn. Dagskráin á Stöð 2 var mjög góð í gærkvöldi. Fréttimar fara sískán- andi enda hafa þeir á sínum snærum mjög færa fiéttamenn eins og Ólaf Friðriksson og Guðjón Amgrímsson og það er engin spuming að þeir eiga eftir að græða á því að hafa fréttatímann kl. 19.30, fólk vill fá fréttimar sem allra fyrst. Bjargvætt- urinn er einn af skárri þáttum sem ég fylgist reglulega með og íslenska efhið á Stöð 2 á eftir að koma þeim til góða enda nennir enginn að horfa á amerískar sápur endalaust. Að sjálfsögðu horfði ég á Guð- föðurinn þó ég hafi séð hann áður, leikur Marlon Brando og A1 Pacino er þess virði. 70 ára verður nk. sunnudag, 7. des- ember, Karl Sigtryggsson, Innri- Njarðvík. Hann og kona hans, Heiðbjört Jóhannesdóttir, ætla að taka á móti gestum í Safnaðarheim- ili Innri-Njarðvíkur á morgun, laugardaginn 6. desember, milli kl. 70 ára aftnæli eiga í dag, 5. desemb- er, Sigurður Jensson, Hamars- gerði 6 hér í bæ, og Sigurður Olafsson söngvari, Hábergi 5. Af því tilefni hefur Karlakór Reykjavíkur opið hús í félagsheimili sínu, Freyju- götu 41, kl. 18-20 í kvöld. Báðir hafa sungið lengi í kómum. :r.m '\ .......IH 75 ára afinæli á í dag, 5. desember, Sigfús B. Valdimarsson sjómanna- trúboði, Pólgötu 6, Isafirði, en þangað kom hann árið 1946 og hefur búið þar síðan. Kristniboðsstarf hef- ur verið hans starfsvettvangur á vegum Hvítasunnusafnaðarins. Hann er frá Eyjólfsstöðum í Vatns- dal. Kona hans, Guðbjörg Salóme Þorsteinsdóttir, er frá Hörgshlíð við ísafjarðardjúp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.