Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1986, Side 38
50
SMÁSKÍFA VIKUNNAR
ALISON MOYET - IS THIS
LOVE (CBS)
Það er búið að bíða lengi
eftir nýju lagi frá Alison
Moyet og má segja að þetta
komi nokkuð á óvart. Þetta
er á mun léttari. nótum en
von var á frá henni. En
ekki er lagið verra fyrir
það, þetta er einfalt og fall-
egt popplag sem grípur
mann strax og Alison Moy-
et er söngkona par excel-
lence.
AÐRAR GÓÐAR
STRANGLERS - BIG IN AM-
ERICA (EPIC)
Hressilegt lag frá Strangl-
ers, skemmtilega gamall
blær á laginu þrátt fyrir
nútímalega útsetningu.
Blástursdeildin stendur sig
vel.
MADONNA - OPEN YOUR
HEART (SIRE)
Áfram heldur Madonna að
tína lög af True Blue á
smáskífur og nú er það
Open Your Heart. Þetta
lag er í svipuðum dúr og
fyrri smáskífur, létt og lip-
ur poppmelódía sem engu
að síður er meira í spunnið
en annað léttmeti. Og það
er líklega einmitt vegna
þess sem Madonna er vin-
sælli en aðrir smellasmiðir.
5TA - MY BRILLIANT MIND
(ARISTA)
Afríkutaktarnir virðast
vera að komast í tísku, hér
er lag sem er í seiðandi afr-
íkutakti þar sem söngurinn
leikur aðalhlutverkið.
Virkilega ljúft lag.
A-HA - CRY WOLF (WB)
Norska tríóið A-ha er búið
að tryggja sér varanlega
fótfestu á markaðnum og
ekki ætti þetta lag að
stofna þeirri festu í hættu.
Þetta er poppsmellur eins-
og þeir gerast bestir, góð
melódía sem grípur menn
strax en lagið samt ekki
svo einfalt að menn fái leið
á því þegar í stað.
EIRÍKUR HAUKSSON - JÓL
ALLA DAGA (STEINAR)
Þetta er reyndar erlent lag
sem Roy Wood hefur gert
vinsælt um hver jól síðustu
árin, en nú er semsagt búið
að setja við það íslenskan
texta og þetta hljómar bara
vel, lagið er hresst rokklag
með góðri laglínu og Eirík-
ur Hauksson fer vel með
þetfa einsog annað sem
honum er treyst fyrir. Tví-
mælalaust jólarokksmell-
urinn í ár. -SþS
Howard Jones - One to one
Heillum horfinn
Plötur Howards Jones eru eins og
kjarasamningar. Þar leynist ávallt
einhver glaðningur - mismikill eftir
aðstæðum.
Howard hefur samið prýðis dægur-
lög á undanfomum árum, New song,
What’s love, Like to get to know you
well og fleiri. Slík lög hafa verið aðall
á plötunum Human’s lib og Dream
into action. Plötur þessar em aftur á
móti æði köflóttar. Svo er einnig um
þriðju breiðskífu Howards Jones, One
to one.
Á þessari plötu ganga hlutimir eig-
inlega ekki upp. Hinn reyndi upptöku-
stjóri, Arif Martin, nær ekki að rífa
efnið upp fyrir meðalmennskuna þrátt
fyrir verðugar tilraunir. tjtsetningar á
One to one em tilkomumiklar og mik-
ið í þær lagt. Það vantar ekki. Það
vantar hins vegar neistann í tónlist
jafnt sem texta. Það hlýtur að skrifast
á reikning Howards sjálfs.
Howard er trúr fyrri verkum sínum.
Lagasmíðum hans svipar til þess sem
hann hefur áður gert. Harrn semur
ennþá áheyrileg lög. All I want er til
dæmis góður dægurslagari, samkvæmt
Jones formúlunni, með tilheyrandi
grípandi viðlagi. En öll viðleitni hans
virðist ákaflega yfirborðskennd. Það
.sannast best í áheyrilegasta lagi plöt-
unnar, Little bit of snow. Þar er
yfirdrifhum útsetningum varpað fyrir
róða og Howard syngur við píanóund-
irleik. Einfaldleikinn reynist oft best.
One to one er þrátt fyrir allt fag-
mannlega unnin plata. En flest á henni
ber vitni stöðnunar. Það er illt fyrir
tónlistarmann. Howard virðist ger-
samlega heillum horfinn. Glaðningur-
inn hefur að minnsta kosti aldrei verið
minni.
-ÞJV
Ólafur Haukur Símonarson - Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir
Lipur lagasmiður
Ólafur Haukur Símonarson er með
fjölhæfari listamönnum hérlendis;
hann er kannski fyrst og fremst þekkt-
ur sem rithöfundur en líka sem Ijóð-
skáld, leikritaskáld og textahöfundur.
Þar að auki hefur Ólafur Haukur
fengist við lagasmíðar og er ekki ann-
að að sjá en að hann hafi mjög
frambærilega hæfileika á því sviði.
Enn má nefna að Ólafur Haukur er
liðtækur söngvari og gítarleikari og
minnir öll þessi fjölhæfni mig á Svíann
Ulf Lundell nema hvað Lundell hefur
ekki samið leikrit svo mér sé kunnugt.
Á þessari plötu er að finna 17 lög
eftir Ólaf Hauk, öll frekar stutt, og er
lunginn af þeim ættaður úr leikritinu
sem ber sama nafii og platan, Köttur-
inn sem fer sínar eigin leiðir.
Eitt laganna hefur heyrst opinber-
lega áður, en það er lagið Vögguvísa
sem Ólafur Haukur sendi inn í undan-
keppni Eurovisionkeppninnar hér-
lendis síðastliðinn vetur.
Hér syngur Edda Heiðrún Backman
lagið og verður að segjast eins og er
að ekki kemst hún nógu vel frá því,
hverju sem þar er um að kenna. Það
er eins og hún nái sér ekki á strik í
söngnum; sérstaklega á þetta við i háu
tónunum sem verða óhreinir. Lagið
er engu að síður gullfallegt eins og
landsmenn þekkja.
Það sem fyrst og síðast einkennir
lagasmíðar Ólafs Hauks á þessari
plötu er einfaldleiki og næm tilfinning
fyrir góðum og grípandi laglínum.
Ég er viss um að Ólafur Haukur
gæti unnið prýðisgóð popplög uppúr
mörgum laganna með poppaðri út-
setningum og viðeigandi hljóðfæra-
leik.
Ég hef ekki séð leikritið sem á við
lögin en mér finnst það ekki gera neitt
til; þessi lög standa fullkomlega fyrir
sínu ein og sér. -SþS.
Tina Tumer - Break Every Rule
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1986.
7 LíveAtFulhamTown Hall... t
* Meira af Stonesmönnum, j
Keith Richard brá sér á tón-
sínni nn nú í vikunni hættisr
Engin ellimörk
Fyrir tæpum tveimur árum sendi
Tina Tumer frá sér tímamótaplötu á
sínum ferli, Private Dancers. Aður en
sú plata kom á markaðinn var talað
um Tinu sem fyrrverandi poppstjömu,
allavega í plötusölu.
Private Dancers snarbreytti því öllu
enda plata uppfull af góðum smellum,
gömlum sem nýjum. Tina Tumer
fylgdi þessum vinsældum vel eftir og
er í dag sú poppstjama sem skín hvað
skærast, þrátt fyrir að vera komin
langt á fimmtugsaldur.
I raun var ekki erfitt fyrir Tinu
Tumer að fylgja Private Dancers eft-
ir. Hún er og hefur alltaf verið sú allra
frísklegasta á sviði, hefur einhvem
þokka sem engum hefur tekist að líkja
eftir. Aftur á móti hefði mátt ætla að
erfiðara væri að fylgja Private Danc-
ers eftir með eins vel heppnaðri plötu.
Tina Tumer hefur nú loks látið.
verða af því að senda frá sér nýja
plötu. Nefhist hún Break Ever>' Rule
og er skemmst frá því að segja að hér
er um að ræða jafhgóða plötu og Pri-
vate Dancers. Gallinn er bara sá að
Break Every Rule er alltof iík Private
Dancers. Tina hefur leitað til sömu
manna. Stórvægilegasta breytingin er
að hlutur Terry Britten hefur aukist
til muna sem er eðlilegt. Hann samdi
vinsælasta lagið á Private Dancers
What’s Love Got To Do With It.
Á Break Every Rule á hann fyrri
hlið plötunnar ef svo má að orði kom-
ast. Semur fjögur af fimm lögum, þar
sem besta lagið er Typical Male, sem
hefur verið vinsælt að undanfomu.
Undantekningin er hið ágæta lag
David Bowie, Girls, sem Tina fer sér-
lega vel með.
Á seinni hlið plötunnar em einnig
nöfii sem komu við sögu á Private
Dancers. Rupert Hine á tvö lög og
sjálfur Mark Knofíler á eitt lag Over-
night Sensation sem er auðþekkjan-
legt Dire Straits lag þrátt fyrir flutning
Tinu. Eitt besta lag plötunnar. Hann
stjómar svo upptöku á öðm ágætu
lagi Paradise Is Here. Bryan Adams á
einnig eitt lag, Back Where You
Started, þrumurokkari sem Tina
Tumer gerir góð skil.
Break Eveiy Rule er í heild vel
heppnuð plata og ábyggilega aðdáend-
um Tinu Tumer mikill fengur.
hljómsveítinnt. Það skal tek-
ió frnm að faoröið snerist