Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1986, Síða 3
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986.
21
Stöð 2 sunnudag kl. 21.25:
Nýr framhaldsþáttur
Á því herrans ári (Anno Domini) er nýr bandarískur framhaldsmynda-
flokkur þar sem frægar persónur úr mannkynssögunni koma við sögu,
keisarar Rómaveldis og ynjur þeirra svo og Jesús Kristur.
Stórleikarar fara með aðalhlutverk í þáttunum, þau Anthony Andrews,
Ava Gardner, James Mason, Damien Thomas, John Housman, Ian
McShane, Jennifer O’Neil, Richard Roundtree og Been Veren. Leikstjóri
er Stuart Cooper.
Rás 2 surmudag kl. 15.00:
Tónlistarkrossgátanr. 67
Tónlistarkrossgátan sívinsæla verður á smum stað undir stjórn Jóns
Gröndals og sem endranær verður hann með spurningar úr öllum áttum
varðandi tónlistina.
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins, rásar 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík,
merkt Tónlistarkrossgátan.
Sjónvarpið laugardag kl. 22.00
Saga Jósefínu Baker
I leit að regnboganum nefnist ný
bresk heimildarmynd sem hlaut
Emmyverðlaunin á þessu ári.
Bandaríska blökkusöngkonan
Josephine Baker vakti heimsat-
hygli fyrir djarfar danssýningar á
skemmtistöðum Parísarborgar á
árunum 1925 til 1939. Einkalíf
hennar var einnig á vörum allra,
hún giftist tvisvar áður en hún
náði 16 ára aldrinum en alls giftist
hún fjórum sinnum á æviskeiði
sínu.
Á stríðsárunum starfaði hún með
andspymuhreyfingu Frakka og
síðan gaf hún sig æ meir að bar-
áttu fyrir friði, jafhrétti og bræðra-
lagi allra kynþátta. Hún sýndi
viljann í verki með því að taka að
sér 12 börn af ólíkum kynþáttum
og ala þau upp saman.
í myndinni er rakin saga Josep-
hine Baker og eingöngu notað
myndefni frá æviskeiði hennar,
1906 til 1975. Þýðandi er Ólöf Pét-
ursdóttir.
Bylgjan sunnudag kl. 17.00:
Ný sálfræðiþjónusta
Nú geta unglingar sem fullorðið fólk fengið lausn á vanda sínum með
því að hringja á Bylgjuna milli kl. 13.00 og 15.00 á sunnudag og næstu
sunnudaga og segja þar frá því sem þeim liggur á hjarta, en síðan mun
Sigtryggur Jónsson (Kæri Sáli) leitast við að leysa úr vandamálum við-
mælenda í þætti Rósu Guðbjartsdóttur á milli 17.00 og 19.00 sama dag.
Raddir viðmælenda verða teknar upp á segulband og spilaðar i þættin-
um en enginn þarf að kvíða því, í okkar litla landi, að rödd hans þekkist
í útsendingu því þeir Bylgjumenn búa yfir tækjabúnaði sem breytir rödd
fólksins.
Auk þessa mun Rósa Guðbjartsdóttir, stjómandi þáttarins, leika nokk-
ur ljúf sunnudagslög og fá fleira fólk til liðs við sig.
Josephine Baker vakti heimsat-
hygli fyrir djarfar danssýningar.
Sjónvarpið laugardag
kl. 19.00
Smellir með
Smiths
Hin heimsfræga hljómsveit The
Smiths verður kynnt í Smellum
annað kvöld. Saga þeirra, stíll, og
allt sem þeim viðkemur verður rak-
ið auk sex laga sem sýnd verða, þar
af eru þrjú sem ekki hafa sést á
skjá hér á landi áður.
Lögin, sem kynnt verða, eru How
soon is now, The boy with torn in
his side, The queen is dead, sem er
ádeila á bresku konungsfjölskyld-
una, There is a light, Panic og Ask.
Þess má geta að meðlimir The
Smiths eru allir grænmetisætur og
verður sviðsetningin í samræmi við
það en sjón er sögu ríkari.
Rás 1 laugardag
kl. 14.00:
Mermingar-
málum sinnt
í þættinum ræðir Sigurður A.
Magnússon rithöfundur um sýn-
ingu Þráins Karlssonar á einþátt-
ungum Böðvars Guðmundssonar
Er það einleikið. Árni Sigurjónsson
fjallar um Mannlýsingar Sigurðar
Nordals, Guðni Kolbeinsson fjallar
um nýja sakamálasögu eftir Ólaf
Hauk Símonarson og Eysteinn
Þorvaldsson rýnir í Ijóðabók Jóns
Helgasonar prófessors.
Hlín Agnarsdóttir segir frá
sænska leikstjóranum, Susanne
Ozsten, sem talin er hafa haft
geysileg áhrif á þróun barnaleik-
hússins í Evrópu á síðustu áratug-
um.
iPMiwi
KRISTJAN JOHA
Vegna Ijölda áskorana áritar Kiistjan Johannsson
hina trábæru liljómplötu sína, Með kveðju heirn,
í Bc'ikabúð Máls og menningar Laugavegi 18,
lauaardaeinn 13. desember kl. 4—6.
KókabúÖ
MALS & MENNINGAR
l.AUGAVEGI 1H SIMI P4JMP