Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1986, Síða 8
30 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986. Mynd- bönd Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson ^ — Rocky brýtur sér leið upp DV- listann. Fjórða útgáfan situr nú í þriðja sæti, var áður í því finunta. Back to the future og Hithcer hreyfast ekki úr stað. Mynd Michaels Cimono, Year of the dragon, kemur nú í fimmta sæti listans og á vafalítið eftir að fara hærra. Önnur ný mynd, Doorman, er í tíunda sæti - hroll- vekja þar sem rólyndir dyraverðir eru fórnarlömbin. Þáttalistinn er lítt breyttur frá því í síðustu viku. í Bandaríkjunum trónir In- diana Jones á toppnum. Aðrar myndir hreyfast lítt úr stað, utan Police academy 3. Hún tekur stökk upp í áttunda sæti. Létt- leikandi löggur þar á ferð. -ÞJV Hrollur DV-LISTINN __________MYNDIR__________ 1. (1)Back To The Future 2. (2)The Hithcer 3. (5)Rocky IV 4. (3)lndiana Jones 5. (-)Year Of The Dragon 6. (6)Jagged Edge 7. (7)Santa Claus, The Movie 8. (4)White Nights 9. (8)Raw Deal 10.(-)Doorman I ÞÆTTIR l 1. (1)Réturn To Eden 2. (3)Hold The Dream 3. (2)No Return 4. (4)Bare Essence 5. (5)Knots Landing I BANDARIKIN I 1. (1)lndiana Jones 2. (2)Down And Out in Beverly Hills 3. (3)Out Of Africa 4. (4)The Money Pit 5. (6)9 Vi Weeks 6. (5)Pretty in Pink 7. (7)F/X 8. (18)Police Academy 3 9. (9)Sleeping Beauty 10. (11)At Close Range SILVER BULLET Útgefandi: Háskólabíó. Framleiðandi: Martha Schumacher. Leikstjóri: Daniel Attias. Handrit: Stephan King. Aðalhlutverk: Gary Busley, Corey Hall. Bönnuð yngri en 16 ára. Stephan King hefur verið kallað- ur hryllingsmeistarinn númer tvö. Hitch heitinn á að sönnu einkarétt á þeirri vafasömu nafnbót. King heíur verið afkastamikill skáld- sagnahöfundur allt frá því bókin Carrie (og síðar samnefnd mynd) vakti á honum athygli. King hefur hins vegar ekki alltaf haft hönd í bagga með kvikmyndun sagna sinna. Stundum skrifar hann handritið, stundum eru myndir ein- ungis byggðar á sögum eftir hann. King hefur látið hafa eftir sér að hann sé undantekningarlaust óán- ægður með sögur sínar í kvikmynd- aútgáfum. Það eru stór orð þegar leikstjórar eins og De Palma, John Carpender og Stanley Kuybrick eiga hlut að máli. Stephan King leikstýrir einmitt sinni fyrstu mynd, Maximum overdrive, sem sýnd er í Bíóhúsinu núna. Myndin Silver Bullet er nýleg. King skrifar handritið en Daniel nokkur Attias leikstýrir. í mynd- inni greinir frá lífi fólks í friðsælum smábæ. Þar er allt með kyrrum kjörum þar til presturinn tekur upp á að breytast í varúlf á fullu tungli. Hann slátrar heimamönnum hverj- um af öðrum þar til systkini nokkur taka til sinna ráða. Þeim tekst að ráða niðurlögum hans með hjálp frænda síns. Silver Bullet verður varla talin með bestu sögum King. Kvikmynd- un sögunnar hefur heldur ekki tekist sem best. Eftir hressilega byrjun missir leikstjórinn, Attias, tökin og spennufall verður. Þetta verður einnig að skrifast á reikning King sjálfs sem skrifar handritið. En lokaatriðið er krassandi þar sem varúlfurinn er lagður að velli með silfurkúlu. Silver bullet er í meðallagi á mælikvarða Stephan King. Við sjáum í Bíóhúsinu hvort honum tekst betur upp þegar hann situr einn að öllu. Hrollur í eigin persónu. Stundvís sljóri CLOCKWISE Útgefandi: Háskólabíó. Framieiðandi: Michael Godron. Leikstjóri: Christopher Morahan. Aöaihlutverk: John Gleese. Öllum leyfð. Flestir ættu að kannast við John Gleese. Hann lék eiganda Hótel Tindastóls, Fawlty Towers, svo eftirminnilega í samnefndum sjónvarpsþáttum. Einnig lék hann Hróa hött með tilþrifum í Time bandits og lög- reglustjóra í Silverado. I Clockwise er Gleese á ný í æringjahlut- verkinu, eins konar vasaútgáfa af þeim tryllta Fawlty Towers. Brian Stimpson (Gle- ese) er í harðákveðinn skólastjóri í gagn- ★★★ Látlaus leynilögga fræðaskóla sem lætur unglingana ekki komast upp með neitt, allra síst að koma of seint. Hann lendir hins vegar sjálfur í tímahraki þegar hann fer upp í ranga lest á leið sinni á ráðstefnu. Þannig eru raunir Brians raktar. Hann lendir í ótrúlegustu hremmingum og kemur of seint til fundarins. Ekki vantar að Gleese sýni sitt besta í hlutverki skólastjórans. Það vantar fyrst og fremst skemmtilegra hand- rit. Hér er á ferðinni hinn dæmigerði breski aulahúmor. Hver uppákoman rekur aðra og vitleysan er algjör. Allt er þetta dálítið pínlegt á að horfa. Viðleitni Gleese er þó alltént tveggja stjörnu virði. EMTY BEACH Framleiðendur: Timothy Read, John Edwards. Leikstjóri: Chris Thompson. Aðalhlutverk: Brian Brown. Bönnuð yngri en 16 ára. Emty Beach er áströlsk eftirlíking banda- rísku einkaspæjaramyndanna. Brian Brown leikur spæjarann Hardy sem rík ekkja fær til að leita að manninum sínum heitnum. Hann ku vera á lífi. Hardy vindur sér í verk- efnið og kemst að raun um spillingu meðal æðstu manna. Líf hans er í hættu. Fremur óvönduð vinnubrögð aðstandenda myndarinnar gera það að verkum að hún bregst hálfpartinn sem spæjaraþriller. Per- sóna spæjarans er óljós og verkefnið hans hulið enn meiri þoku. Brian Brown er ágæt- ur leikari en á betra skilið. Leigj endasamtökin THE GOODBYE GIRL Útgefandi: Warner/Tefli. Framleiöandi: Ray Stark. Leikstjóri: Herbert Ross. Byggt á leikriti Neil Simon. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Marsha Mason. Öllum leyfð. The Goodbye girl er gerð 1977. Hér er Richard Dreyfuss í óskarsverðlaunahlut- verki sínu. Hann leikur leikarann Elliot Garfield sem leigir íbúð kunningja síns í New York. Þar eru hins vegar fyrir fyrrver- andi vinstúlka vinarins og tíu ára dóttir hennar. Eftir mikið þref ákveða þau að deila íbúðinni. Auðvitað gengur sambúðin ekki andskotalaust enda lífsvenjur leigjendanna ólíkar. Allt gengur þó upp í lokin. Ástin blómstrar meira að segja. Það er enginn annar en Neil Simon sem skrifar handrit myndarinnar. Þemað er hefðbundið en Neil glæðir efnið nýju lífi. Samtöl persónanna eru bráðskemmtileg og nóg af sprenghlægilegum atriðum. Til dæm- is er óborganlegt að sjá Garfield leika Ríkharð III., á þeirri forsendu að persónan sé hommi! Leikur Dreyfuss í myndinni er reyndar hnökralaus hvar sem litið er. Ánægjulegt er að þessi ágæti leikari skuli vera að ná sér á strik að nýju. Leikur hans í myndinni Down and out in Berverly hills veit á gott. Leigjendurnir fara í hár saman. O © Leikrit Hryllingsmynd Fullorðinsmynd Vísinda- skáldsaga $ 0 9 ® Tónlist Gamanmynd Hasarmynd Fjölskyldumynd Íþróttir © O O Barnamynd Ástarsaga Annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.