Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. 29 Úr síðasta leik Þróttar og ÍS. Liðin mætast í úrslitakeppninni á sunnudag. Bestu blakliðin keppa í úrslitum Fjögur bestu blaklið landsins, karla- og kvennaflokki, verða í eldlínunni um helgina. Fjórir leikir verða í úrslitakeppni Blaksam- bandsins um Islandsmeistaratitla, tveir í karlaflokki og tveir i kvennaflokki. í karlaúrslitunum mætast Þrótt- ur og ÍS i Hagaskóla á sunnudag kl. 14.45. Á eftir, um kl. 16, keppa Fram og Vikingur. Búast má við jöfnum og spennandi leikjum. Kvennaleikirnir eru ekki síður áhugaverðir. í kvöld keppa í Digra- nesi Breiðablik og Víkingur kl. 20. Á sunnudag keppa í Hagaskóla kl. 13.30 ÍS og Þróttur. Úrslitakeppnin fer þannig fram að liðin sem urðu í 1. og 4. sæti í deildarkeppninni, svo og liðin sem urðu í 2. og 3. sæti, keppa þangað til annað liðið hefur sigrað í tveim- ur leikjum. Sigurliðin úr þeim viðureignum heyja svo einvígi um íslandsmeistaratitilinn. -KMU TIL SÖLU Pontiac Grand Prix árg. 1981, einn fallegasti amer- íski á íslandi, 6 cyl. rafm. í rúðum, veltistýri, aflstýri, afl- hemlar o.fl. Gott verð. Upplýsingar í síma 92-4888. NAUÐUNGARUPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðir og aðrir lausaflármunir verða boðn- ir upp og seldir á opinberu uppboði sem haldið verður við lögreglustöðina í Húsavík föstudaginn 6. mars nk. kl. 14.00 ef viðunandi boð fást. Þ-3833 Þ-957 Þ-3320 Þ-3771 F-648 Þ-2097 Þ-3126 L-1792 Þ-3185 Þ-3693 Þ-3410 Þ-1072 Þ-4202 JCB-7 beltagrafa Sjónvarpstæki, myndbandstæki, rafmagnsorgel, 2 stk. toghlerar, bökunarofn til iðnaðar o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Húsavík 24. febrúar 1987. Sýslumaður Þingeyjarsýslu Bæjarfógeti Húsavíkur □: BBUnHBðlHFÉLHC Í5UmP5 LAUGAVEGI 103. 105 REYKJAVÍK, SÍMI 26055. TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðir skemmdar eftir umferðaró- höpp: Subaru1800st. árg.1984 Toyota Corolla 1300 árg.1986 Honda Civic árg.1983 Datsun Cherry árg.1980 Dodge Ramcharger (nýr) árg.1985 Suzuki Fox SJ-410 árg.1982 Subaru 1600 árg.1979 Ford Taunus árg.1982 Bifreiðirnar verða til sýnis að Funahöfða 13, Laugar- daginn 28. febrúar frá kl. 13.00 til 17.00. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 17.00 mánudaginn 2. mars. Einnig óskast tilboð í Potain byggingakrana, skemmd- an eftiróveður, sem ertil sýnis við Fiskiðjuna í Keflavík. Brunabótafélag íslands HELGARBLAÐ Frjálst.óháö dágblað A MORGUN „Ég er svo latur að þegar ég verð fimmtugur von- ast ég til að vera svo rikur að ég geti slappað af á Bahamaeyjum," segir skáksnillingurinn Nigel Short i viðtali við helgarblaðið. Skákheimurinn stendur hins vegar á öndinni yfir frammistöðu let- ingjans á IBM skákmótinu. Sólveig, Gottskálk, Oddný og Kristján eru áreiðanlega yngstu fréttamenn landsins. Helgar- blaðið fylgdist með þeim að störfum og ræddi við Sverri Guðjónsson, umsjónarmann nýs fréttaþáttar á Stöð 2. Eru til kartöflur með teygju? Eða apex fargjöld með ákveðnum flugum? Helgarblaðið fór á stúfana og safnaði saman munnmælasögum af mistök- um í fjölmiðlamessum nútimans. Allir þekkja Óla blaðasala. Hann heldur upp á fimmtiu ára söluafmæli i næstu viku. Helgar- blaðið ræddi við Óla af þessu tilefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.