Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 8
30
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
og Sigurður Már
Jónsson
V
DV-LISTINN
MYNDIR
1. (1) Out of Afrika
2. (3) Commando
3. (7) 9 '/2 vika
4. (2) Cobra
5. (6) At Close Range
6. (4) Highlander
7. (8) Iron Eagle
8. (-) Of Pure Blood
9. (-) Jewel of The Nile
10.(-)Agnes of God
ÞÆTTIR
Það er litlar breytingar að sjá á sjö
fyrstu sætunum á DV-listanum að
þessu sinni en hins vegar skríða
nýjar myndir inn í þrjú neðstu
sætin. Stórmyndin Out of Afrika
heldur toppsætinu enda verið feiki-
lega vinsæl. Þá er 9 'A vika á
hraðleið upp listann. Þáttalistinn
er svo til óbreyttur - aðeins hafa
orðið smátilfæringar á þáttum inn-
an listans en engir nýir komið inn.
Að þessu sinni birtum við sölu-
listann frá Bandaríkjunum en þar
er Jane Fonda allsráðandi með
leikfimiþætti sína. Þá hefur Star
Trek II verið hvorki meira né
minna en 135 vikur á lista en Star
Trek-myndimar njóta mikilla vin-
sælda.
1. (2) Að yfirlögðu ráði
2. (1) Whose Baby?
3. (3) Lancaster Miller Affair
4. (5) V
5. (4) Munchen Strike
BANDARIKIN
1. (1) Jane Fonda’s Low
impact Areobic Workout
2. (4) Sleeping Beauty
3. (3) Jane Fonda’s New
Workout
4. (2) Indiana Jones and the
Temple og Doom
5. (6) Secrets of the Titanic
6. (7) Callanetics
7. (10)The Sound of Music
8. (6) Star Trek III
9. (9) Star Trek II
10.(12) Star Trek I
Einn á ferð
©
AFTER HOURS
Útgefandi: Warner/Tefli.
Framleiðendur: Amy Robinson, Griffin
Dunne, Robert F. Colesberry.
Leikstjóri: Martin Scorsese.
Handrit Joseph Mlnion.
Aöalhlutverk: Griffin Dunne, Rosanna
Arquette, Teri Garr o.fl.
öilum leyfð.
1 mörgum mynda sinna íjallar
Martin Scorsese um fólk sem af
einhverjum ástæðum lendir utan-
garðs í nútímaþjóðfélagi. Dæmi um
það er leigubílstjóripn í Taxi Dri-
ver, boxarinn Jack LaMotta í
Racing Bull eða grínarinn Rubert
Pupkin í King of Comedy.
í After Hours sýnir Scorsese enn
margbreytileika mannlífsins.
Myndin gerist öll á einni nóttu.
Ungur maður, Paul, situr á kaffi-
húsi og lætur sér leiðast. Þar hittir
hann fyrir tilviljun stúlkuna
Marsy. Svo fer að hún býður hon-
um heim til sín, í hið skuggalega
Soho hverfi. Síðan þróast málin á
ótrúlegan hátt. Fyrst týnir Paul
öllum peningunum sínum og getur
ekki borgað leigubílinn. Síðan
lendir hann í rifrildi við Marsy.
Því næst lendir hann í slagtogi við
ýmsa þaðan af vafasamari persón-
ur. Loks er hann eltur af öllum
íbúum hverfisins, grunaður um
þjófnað.
Söguþráðurinn í After Hours er
reyndar svo stórbrotinn og ótrúleg-
ur að ómögulegt er að komast
nokkurs staðar til botns. Að
óskekju hefði mátt fækka eitthvað
persónunum sem koma fram á sjón-
arsviðið, hver annarri skrautlegri.
Að öðru leyti er After Hours mjög
fagmannlega unnin. Myndataka
Michael Ballhaus er til að mynda
hreint stórkostleg. Scorsese stjóm-
ar sínu fólki ennfremur af rögg-
semi. Griffin Dunne er ógæfan
uppmáluð í hlutverki Paul og
Rosanna Arquette gerir hlutverki
Marsy vinstúlku hans ágæt skil.
Einnig er vert að minnast Teri
Garr sem sýnir stjörnuleik í hlut-
verki þjónustustúlku.
Þess má geta að myndin endar
eins og áhorfendur á forsýningu
hennar vildu. I stað þess að festast
inni í múmíu kemst Paul til vinnu
sinnar eftir sérdeilis viðburðaríka
nótt. Og hvílík nótt. Sjón er sögu
ríkari.
Paul og múmían í Soho.
★★V2
Á valdi ástrídna
9 Zi vika
Útgefandi: Steinar
Framleiðendur: Keith Barish og Frank Konigsberg
Leikstjóri: Adrian Lyne
Aöalhlutverk: Mickey Rourke og Kim Basinger
Bönnuö yngri en 16 ára
9 'A vika fékk mikla forkynningu út af
þeim vandræðum sem framleiðendur og
leikstjóri myndarinnar lentu í á meðan á
töku myndarinnar stóð. Samkomulagið
milli aðalleikkonunnar, Kim Basinger, og
leikstjórans var víst ekki upp á það besta
og hún kærði framkomu hans við sig - taldi
hann ganga nærri persónufrelsi sínu við að
fá hana til að lifa sig inn í hlutverkið. Eftir
að gerð myndarinnar lauk tók ekki betra
við. Það þurfti að klippa hana niður til að
hún slyppi framhjá siðvöndu og hræsnis-
fullu kvikmyndaeftirliti Bandaríkjanna. Þá
voru einhver svipuð vandamál við auglýs-
ingaherferðina.
Það er því að nokkru vængbrotið lista-
verk sem ber fyrir augu okkar og er það
miður að listamenn þurfi að búa við fyrir-
bæri eins og kvikmyndaeftirlitið bandaríska
sem gerir engan mun á klámi og list.
9 'A vika segir frá ástarsambandi tveggja
persóna, Elísabeth og John, sem virðast
taka ástina inn í of stórum skammti. Það
sem endist ílestum æfina klára þau á 9 'A
viku. Sambandið reynir allverulega á sálar-
líf Elísabeth en John gerir mjög svo óvenju-
legar kröfur til hennar - bæði líkamlega
og sálrænt.
9 'A vika er ákaflega mikið fyrir augað
og er ekki hægt að segja annað en að
myndataka og klipping sé bæði frumleg og
sérstök. Persónuleg og allt að því afhjúp-
andi myndataka ræður ríkjum. Þó er
einhver kaldranaleg fjarlægð yfir öllu sam-
an. Stundum sést iðandi kroppur Basinger
eða þeirra beggja inni í miðju myndramm-
ans á meðan köld og hráslagaleg sviðsmynd
fyllir upp í myndina. Er langt síðan maður
hefur séð jafnmikla tilbeiðslu á mannslíka-
manum í einni mynd - og það án þess að
fara nokkurn tímann yfir mörkin.
Þrátt fyrir sögusagnir um samkomulag
Basinger og Lyne er ekki annað að sjá en
að leikstjórn myndarinnar sé með miklum
ágætum og frammistaða leikaranna mjög
góð.
Það eru hins vegar brotalamir í handriti
sem draga úr mætti myndarinnar. Sögu-
þráðurinn er sundurlaus og fráhrindandi.
Auðvitað getur seinni tíma klipping haft
sitt að segja en varla er það eina skýringin.
Eftir að hafa horft á fagra og sterka mynd
er manni nákvæmlega sama hvað verður
um persónurnar. Það getur þó vel verið að
það hafi einmitt verið tilgangur höfundar-
ins. -SMJ
*V:2
©I
Glaðningur fyrir Stonesaddáendur
Running out of Luck
Útgefandi: Steinar
Handrit: Julien Temple & Mick Jagger
Tónllst: Mick Jagger
Leikstjóri: Julien Temple
Aðalhlutverk: Mick Jagger, Jerry Hall, Rae Dawn
Chong og Denis Hopper
Bönnuö yngri en 16 ára
Allt síðan Bítlarnir gerðu sínar frægu
músík- ævintýra- og gamanmyndir (music-
al-comedy-adventure) á sjöunda áratugnum
hefur sú von blundað í brjóstum annarra
tónlistarmanna að hægt væri að gera eitt-
hvað í líkingu við þessar myndir. Margir
hafa reynt en árangurinn hefur sjaldnast
verið neitt til að hrópa húrra fyrir. í raun
er ekki vitlaust að álíta að þessar myndir
Bítlanna hafi verið undanfari tónlistar-
myndbanda nútímans.
Mick Jagger er óneitanlega einn af litrík-
ustu persónuleikum rokksögunnar og hann
og hljómsveit hans eru ótvíðrætt meðal
þekktustu tónlistarmanna síðustu ártatuga.
Langlífi þeirra á toppnum er ótrúlegt og
örugglega engin tilviljun.
Jagger tók sig til í fyrra og gaf út sóló-
plötu - þá fyrstu á 20 ára ferli sínum. Þessi
mynd er í raun tónlistarmyndband við þessa
plötu kappans. Á milli þess sem hann er að
flytja lög sín (sem eru auðvitað stórgóð eins
og vænta mátti) fáum við að fylgjast með
kappanum á ruglingslegu ferðalagi um
Brasilíu þar sem hann verður viðskila við
Jerry Hall og fylgdarlið sitt. Söguþráðurinn
verður aldrei til þess að vekja áhuga áhorf-
andans þó að sá ágæti maður, Julien
Temple, sem leikstýrði Absolute Beginners,
siti við stjórnvölinn. Þá vantar þá gaman-
semi sem hlýtur að bera myndir sem þessa
uppi. Það er helst þegar Jagger ber fyrir sig
sjálfshæðni og gerir grín að frægð persónu
sinnar að hægt er að glotta. Reyndar er
ansi gott atriði þegar hann reynir í örvænt-
ingu sinni að benda einföldu sveitafólki á
það hver hann raunverulega er með því að
finna plötu með Rolling Stones. Það eina
sem hann finnur hins vegar í plöturekkan-
um eru plötur Julio Iglesias!
Þessi mynd höfðar líklega eingöngu til
aðdáenda Micks Jagger og er ólíklegt að
þeir láti hana fram hjá sér fara.
-SMJ
Á flótta
Einkamálaauglýsmg
BONNIE AND CLYDE
Útgefandi: Warner/Tefll.
Leikstjóri: Arthur Penn.
Aðalhlutverk: Warren Beatty, Faye Dunaway.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Þetta er ein af þekktari myndum Arthur
Penn (Little Big Man o.fl.). Tuttugu ára
gömul hasarmynd um glæpahjúin Bonnie
and Clyde. Sagan er rakin allt frá því að
Bonnie Parker hittir Clyde Barrow, ungan
ævintýramann nýsloppinn úr fangelsi.
Hvorugt þeirra er gefið fyrir tilbreytingar-
leysi daglega lífsins. í staðinn ræna þau
banka og aðrar stofhanir þar sem eitthvað
fémætt er að finna.
Penn segir þessa sögu af nákvæmni og
alúð. Umfram allt dregur hann fram hið
mannlega í fari persónanna og freistast ekki
til að búa til hetjuímyndir. Sér til aðstoðar
hefur hann einvalalið leikara, Beatty,
Dunaway, Hackman og fleiri. Útkoman er
eftir því. Bonnie and Clyde er ein af þessum
sígildu myndum sem aldrei bregðast.
Elnkamál
Útgefandl: Háskólabfó
Leikstjóri: Peter Markle
Aðalhlutverk: Bill Schoppert, Karen Ladry og Paul
Elding
Öllum leytð
Fráskilinn maður í blóma lífsins ákveður
að finna sér konu og leitar til dagblaðanna
og auglýsir einfaldlega eftir þeirri réttu. Það
gengur þó illa fyrst í stað. Að lokum finnur
hann eina sem við fyrstu sýn virðist vera
sú rétta.
Þessi mynd sýnir greinilega að áhrif Wo-
ody Allen eru mikil í henni Ameríku. Hann
er búinn að gera hjónabandsvandamál og
sálarlíf miðaldra millistéttarfólks að miklu
tískufyrirbæri kvikmyndanna. Einkamál er
nokkurs konar eftiröpun á þessum myndum
Allens, þó reyndar sé rétt að geta þess að
hún er gerð 1982. Allen gerir þessu efni
bara miklu betri skil - og er þá sama hvar
drepið er niður fæti. Leikur, leikstjórn,
handrit og myndataka í Einkamálum er
ekki nema ómur einn miðað við myndir
Allens. Þar að auki er hún lítið fyndinn.
-SMJ