Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús Leikfélag MR: Rómeó og Júlía á Herranótt Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík frumsýnir, á Herranótt, hið sígilda leikverk Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare, um elskendurna sem neitað var að eig- ast, í þýðingu Helga Hálfdanarson- ar. Leikstjóri er Þórunn Sigurðar- dóttir. 35 menntaskólanemar taka þátt í sýningunni en Rómeó og Júlíu leika þau Thor Aspelund og Jóhanna Halldórsdóttir, en í hlut- verki fóstrunnar er Ragnhildur Clausen. Sviðsmyndina hannaði Karl Aspelund og ljósameistari er Egill Örn Arnarson. Höfundur dansa er Nanna Ólafsdóttir. Þetta mun vera fimmta sýningin sem Herranótt setur upp eftir Sha- kespeare og má geta þess að leikri- tið sem sýnt var í fýrra, Húsið á hæðinni, eftir Sigurð Pálsson, í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdótt- ur, var tekið upp af sjónvarpinu og verður sýnt þar um páskana. Fyrstu sýningar á verkinu verða á laugardaginn kl. 16.00 og aftur klukkan 20.00. Næstu sýningar verða svo á sunnudag, þriðjudag og föstudag, allar klukkan 20.00. I Rómeó og Júlíu taka þátt 35 nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Bíóhöllin Kirk Douglas og Burt Lancaster eiga að baki langan og árangurs- ríkan feril í kvikmyndum. Þeir hafa sjö sinnum leikið saman í kvikmynd og er Góðir gæjar (Tough Guys) sú síðasta í röðinni. í Góðum gæjum leika þeir lestar- ræningja sem hafa setið inni mestanpart lífs síns. Þegar þeim er sleppt er öðrum þeirra komið fyrir á elliheimili enda kominn yfir aldur vinnandi manns. Hinn á fáein ár eftir sem vinnandi maður en kemst fljótt að því að það eru fá tækifæri fyrir gamlan fanga á vinnumarkað- inum. Þeir komast í sameiningu að því að best sé fyrir þá að ljúka því verki sem þeir hófu áður en þeim var stungið inn, sem sagt að ræna lest... Regnboginn Skytturnar eru ný, íslensk kvik- mynd. Leikstjóri er Friðrik Þór Friðriksson. Skytturnar fjalla um tvo sjómenn sem eru að koma af vertíð. Myndin hefst um borð í hvalveiðibát en leið þeirra liggur til Reykjavíkur þar sem þeir lenda í mörgum ævintýrum sem enda á örlagaríkan hátt fyrir þá. Þessa tvo sjómenn leika áhugaleikararnir Þórarinn Óskar Þórarinsson og Eggert Guðmundsson og hafa þeir fengið almennt lof fyrir túlkun sína. Stjörnubíó Eyðimerkurblóm (Desert Bloom) er athygliverð kvikmynd með Jon Voight og Jo Beth Williams í aðal- hlutverkum. Gerist hún á þeim tíma þegar Bandaríkjamenn sprengdu sína fyrstu kjarnorku- sprengju og fiallar um stúlku sem strýkur að heiman nóttina sem hún var sprengd. Þá frumsýndi Stjörnubíó í vikunni nýja kvik- mynd, Blóðsugur (Vamp), sem eins og nafnið bendir til er hryllings- mynd. Aðalhlutverkið leikur Grace Jones. Þá má geta hinnar ágætu myndar, Öfgar (Extremities), þar sem Farah Fawcett leikur stúlku sem reynt er að nauðga. Hún gerir það sem sjaldgæft er, snýst gegn nauðgaranum á þann eina hátt sem hann skilur. Tónabíó Vítisbúðir (Hell Camp) er um hermenn í æfingabúðum og ævin- týri þeirra. Aðalhlutverkin leika Tom Skeritt og Lisa Eichorn. Þetta er mynd fyrir þá sem láta sér nægja hasar án þess að efnisþráður skipti miklu. Austurbæjarbíó Myndir Andreis Konchalovsky eru svo sannarlega snemma á ferð- inni hérlendis. Brostinn strengur (Duyet For One) er alveg glæný, samt komin hingað. Fjallar myndin ifinii iSSíii.iii Bíóhúsiö Sj óræningj arnir Þá er hún komin hingað, hin umdeilda mynd Romans Polanski, Sjóræningjarnir (Pirates). Tvenn- um sögum fer af gæðum hennar. Hefur henni sums staðar verið ágætlega tekið en annars staðar verið rökkuð niður og verið illa sótt, meðal annars i Bandaríkjun- um. Mynd þessi er gamaldags sjóræn- ingjamynd með Walter Matthau í aðalhlutverki. Leikur hann gamlan sjóræningjaforingja sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Sjó- ræningjar voru óhemju dýr kvikmynd og til að mynda lét Rom- an Polanski byggja sjóræningja- skip í fullri stærð og var enginn smákostnaður við það ævintýri. Og nú er bara að sjá hvort íslend- ingum líkar við sjóræningjamynd Polanskis. Kvikmyndahús um fiðluleikara sem kemmst að því að lömun muni brátt hindra hana í að leika á hljófæri sitt. Þetta er dramatísk mynd með Julie Andrews, Max von Sydow og Alan Bates í aðalhlutverkum. Laugarásbíó Fyrir nokkrum árum var gerð hryllingsmyndin A Nightmare in Elm Street. Þótti takast vel við þessa ódýru mynd þar sem aðal- hryllingurinn var fólginn í óskýrri persónu sem sótti á skólafólk og drap á hryllilegan hátt. Laugarás- bíó sýnir framhald myndarinnar og nefnist hún Martröð á Elmstræti II, hefnd Freddys. Þá hóf Laugarás- bíó sýningar á Einvíginu, Rage of Horror, með Sho Kosugi í aðal- hlutverki og er myndin eins og vænta má uppfull af atriðum um japanska sjálfsvarnarlist. Háskólabíó Heppinn hrakfallabálkur (For- eign Body) er ný gamanmynd um Indverja sem kemur til Englands á fölsuðum skilríkjum. Ekki gengur honum vel að fá starf. Af slysni verður hann þó læknir og taka nú hlutirnir að gerast hratt hjá Ind- verjanum. Aðalhlutverkið leikur Victor Beneerjee sem vakti fyrst athygli í hinni ágætu mynd Davids Lean, Ferðinni til Indlands. -HK Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg Kristinn Harðarson sýnir olíumálverk í Gallerí Svart á hvítu . Sýningin stendur til 6. mars og er opin alla daga nema mánu- daga kl. 14-18. Einnig er í Gallerí Svart á hvítu mikið úrval verka eftir ýmsa lista- menn í umboðssölu gallerísins. Gallerí Langbrók, Textíl, Bóklilöðustig 2 Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður, tauþrykk, myndverk, fatnaður og ýmiss konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14. Kjarvalsstaöir viö Miklatún Allnýstárleg myndlistarsýning ungs fólks verður opnuð að Kjarvalsstöðum á morg- un. Þar er um að ræða samsýningu rúmlega 70 myndlistarmanna, 35 ára og yngri, sem haldin er á vegum IBM á ís- landi í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins hér á landi. Þarna géfur að líta á þrjú hundruð listaverk og eru öll til sölu. Sýn- ingin verður opin alla daga kl. 14-22 til og með 8. mars, í báðum sýningarsölum Kjarvalsstaða Norræna húsið, Hringbraut í anddyri: Andy Warhol - andlitsmyndir af Ingrid Bergman. Sýningunni átti að ljúka um síðustu helgi en var framlengd um viku. Henni lýkur sunnudaginn 28. febrúar kl. 19. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Ásgerður Búadóttir opnar sýningu á nýj- um myndvefnaði í Listasafni ASÍ á morgun kl. 14. Siðast hélt hún einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1984 en hefur hin síðari ár tekið þátt í ýmsum sýningum erlendis. Sýning Ásgerðar stendur til 15. mars og er opin daglega kl. 14-18 nema á sunnu- dögum kl. 14-22. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all- an listferill Valtýs allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944 46 til verka frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíu- myndir, mósaík og gvassmyndir. 1 tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 13.30-18 en kl. 13.30-22 um helgar. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4. Opið á sunnudögum kl. 14-16. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b I kvöld kl. 20 verður opnuð sýning á verk- um Helga Valgeirssonar, Guðrúnar Láru Halldórsdóttur og Kristins Guðbrands Harðarsonar. Helgi sýnir rýmisverk (in- stallation), unnið á þessu ári. Guðrún sýnir 6-7 olíumálverk og Kristinn sýnir 43 dúkristur. Sýningin verður opin til 8. mars og er opin daglega kl. 16-20 en um helgar kl. 14-20. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Þjóðminjasafnið I Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönn- um, íslenskum og erlendum. Vaxmynda- safnið var fyrst opnað í húsakynnum Þjóðminjasafns 14. júlí 1951 og var þar til sýnis í 20 ár en síðan hafa myndimar ver- ið í geymslu. Vegna mikillar eftirspumar hefur nú verið ákveðið að sýna vaxmynda- safnið um tíma. Vaxmyndirnar eru til sýnis á venjulegum opnunartíma Þjóð- minjasafnsins, þ.e. þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Aðgangseyrir er kr. 50, en ókeyp- is fyrir börn og ellilífeyrisþega. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl 15-18. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.