Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
49
„Nei, en ég á ekki auðvelt með að
tala um leikstjómina mína.“
- Finnst þér gaman að leikstýra?
„Já, óskaplega."
- Af hverju?
„Leyfðu mér að segja þetta þannig:
Það sem ég leita að í handriti og hjá
leikstjóra, bæði sem leikari og áhorf-
andi, er sýn. Mér fannst ekkert
sérstaklega mikið koma til handrits
Polanski að The Pirates en af því
hann ætlaði sjálfur að leikstýra þá
vissi ég að myndin yrði góð. Roman
er einn af þeim fimm bestu. Og það
sama get ég sagt um Stanley Kubrick
og John Huston.
En eins og ég sagði þá held ég að
það sé sú sýn sem ég geri mér hverju
sinni sem ræður því hvort mig langar
til að leikstýra eða ekki.
Ég er mjög stoltur af myndunum
mínum tveimur og held þær séu dá-
lítið sérstakar. Ég stefni þó ekki að
því að verða jafngóður og Antonini,
Kubrick eða Polanski. Ég vil bara
að myndin sýni að ég hafi stjórnað
henni.“
- Hefurðu fengið tækifæri til að
leikstýra mynd sem þú leikur sjálfur
„Já, en ég vil ekki dreifa kröftunum
þannig. Tökum Moon Trap sem
dæmi. Það er vestri sem mig hefur
alltaf langað til að gera. Þegar ég
byrjaði á handritinu fyrir um tíu
árum sagði ég víð félagið sem ætlaði
að gera hana: „Ekki láta mig sitja
- Geturðu borið Prizzis Honor sam-
an við einhveija aðra mynd, sem þú
hefur leikið í?
„Nei, enga. Þær sem næst komast
myndu vera myndir þar sem ég hef
vikið frá venjulegri túlkun eins og
Goin’ South, The King of Marvin
Gardens og ef til vill The Missouri
Breaks. Þessar myndir hafa ekki all-
ar fallið almenningi vel í geð þótt
mér - hversu einkennilegt sem það
kann að virðast - finnist þær ef til
vill það besta sem ég hef gert. Marg-
ir leikarar vilja reyna eitthvað
óvenjulegt einu sinni en gangi svo
myndin ekki reyna þeir ekki oftar
við slíkt. Mín skoðun er aftur á móti
sú að það sé ekki til neins að vera
að gera það sama aftur og aftur. Ég
er mjög ánægður yfir því að mér
skuli finnast ég geta leikið öll hlut-
verk þótt sum hræði mig meira en
önnur.“
- Kom samstarfið við Huston þér á
óvart?
„Það kom mér mest á óvart hve
algerlega einstakur hann er. Ég vissi
heilmikið um hann og hafði heyrt
margt en var þó ekki undir það búinn
að hann væri svona einstakur. Það
kemur fram í því hvernig hann
stjórnar upptökunni, hve nýtinn
hann er, hverju hann stefnir að og
hvernig hann fer að því að ná mark-
miðinu. Það var meira um það í
þessari mynd að við kæmumst af með
að taka atriði einu sinni en í nokk-
urri mynd sem ég hef leikið í síðan
ég starfaði með Roger Corman í
gamla daga.
John Huston kennir ekki fólki að
leika atriði með því að mynda þau
mörgum sinnum. Allir verða strax
að gera sitt besta. Þó eru engin
vandamál. Það bera allir svo mikla
virðingu fyrir honum að enginn vill
verða til þess að valda vonbrigðum."
við skriftir í allt sumar ef þið ætlið
mér bara að leika í henni.“
Það eru tvö hlutverk í myndinni
og þeir vildu að ég léki yngri mann-
inn en mér fannst ég vera orðinn
dálítið of gamall til þess þá. Þar að
auki var ég með lista yfir menn sem
ég taldi koma til greina í hlutverkið.
Félagið vildi hins vegar ekki leyfa
mér að leikstýra svo það varð ekkert
úr gerð myndarinnar. Þar eð ég á
handritið getur þó farið svo að ég
endi með því að gera það.“
- Ætlarðu ekki að leikstýra á ný
fyrr en þú færð að ráða ferðinni?
„Ég get farið að gera þær kvik-
myndir sem mig langar til að gera
(leikstýra) eftir þrjú til fjögur ár.
Miðjan er að vísu alltaf í miðjunni
en ég held að kvikmyndafélögin
verði ekki eins mikið á þessari mið-
braut, sem þau eru nú á, eftir nokkur
ár.
Ég var að fara yfir það sem kom
fram á sjónarsviðið í sumar sem leið.
Það voru myndir um sjóræningja-
íjársjóði, fréttamenn sem eiga
gamlar ritvélar og látast vera flæk-
ingar á ströndinni og annað sem má
sennilega helst rekja til kímnigáfu
námsmanna eða fastheldni. Það
hlýtur eitthvað að fara að breytast.
Fólk vill ekki halda áfram að gera
það sama. Pils styttast og pils síkka.
Það er ástæðan til þess að ég lék
í Terms of Endearment. Handritið
var það mannlegasta sem ég hafði
séð árum saman og ég vissi að mynd-
in myndi ganga vel.
Það á því eftir að verða breyting.
Trúðu mér. Það verða gerðar margar
góðar myndir sem ekki hafa fengist
gerðar enn.“
- Prizzis Honor var nokkurs konar
ljölskyldumynd. Var þér ekkert illa
við að leika í henni?
„Mér var ekki alveg rótt í upphafi.
Ég reyni hins vegar alltaf að gera
það sem réttast er en ekki það sem
er þægilegast. Mér var hins vegar
langt frá því að vera rótt áður en
taka myndarinnar byrjaði því við-
fangsefnið var erfitt og líka mjög
viðkvæmt. Hins vegar varð um
nokkurs konar fjölskyldusamstarf að
ræða eftir að gerðin hófst. Það þarf
þó ekki endilega að merkja annað
en það að Prizzis Honor er um fjöl-
skyldu. Það er þó rétt að leikstjórinn,
John Huston, og framleiðandinn,
John Formen, hafa verið nánir kunn-
ingjar árum saman og ég hef verið
vinur Anjelicu, dóttur Huston, all-
lengi. Ég þekkti aftur á móti Huston
áður en ég kynntist Anjelicu og lang-
aði alltaf til þess að vinna með
honum. Reyndar höfðum við oft rætt
um samstarf."
í One Flew Over the Cuckoo's Nest, 1974.
Með Shirley MacLaine i Terms of Endearment, 1983.
finnst mér eitt mest áberandi af öllu
sem við lesum og skrifum um kvik-
myndir og það er þetta: Fólk óttast
augnablikið þegar sköpunin fer fram.
Þess vegna talar það svo mikið um
einstök atriði. Sköpunin fer hins veg-
ar fram á meðan kvikmyndavélin
gengur en hættir um leið og hún
hættir að ganga. Það sem þá gerist
verður aldrei gert nákvæmlega eins
aftur.
Einn maður getur þó aldrei stjórn-
að þvi öllu. Leikstjórinn segir
hvenær kvikmyndavélina á að ganga
og hvort taka á atriði aftur. Svo vel-
ur hann það sem honum líst best á.
Ég reyni alltaf að falla í það mót
sem leikstjórinn hefur gert í huga
sínum en í raun og veru er það þó
þannig að leikstjórinn ræður ekki
yfir leiknum. Hann vilja þeir sækja
til okkar. Þeir ráða mann eins og
mig af þvi þeir vonast til að ég geti
gert enn meira en þeir hafa í huga.
Komi með eitthvað sem þeir geta
ekki komið með. Áður en kvik-
myndavélin fer að ganga hafa þeir
valið fötin, daginn og tímann en þeg-
ar hún fer í gang eru þeir algerlega
háðir leikaranum."
Þýð: ÁSG.