Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 8
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
Jane Edwards var aðeins blik í
augum föðurs sins þegar Elvis
Presley stóð á hátindi frægðar
sinnar. En hann er samt sem
áður konungurinn í hennar aug-
um. Jane tilheyrir nýrri kynslóð
aðdáenda sem halda Presley
goðsögninni lifandi, tiu árum eft-
ir að rokkarinn mikli var lagður
til hinstu hvilu.
„Hann söng eins og engill, og
hann var æðislega myndarlegur
maður og sexý. Hann hafði allt.
Ég er mjög hrifin af rokklögunum
hans, en mest held ég upp á bal-
löður eins og Love Me Tender.
Að ég tali ekki um Gospel lögin
hans, þau eru frábær.
Ég reyni að sjá allar myndirn-
irnar hans, þegar þær eru sýndar
í sjónvarpinu. Það gefur mér
heilmikið þó ég sé mikið yngri
en hann. Ég var bara tíu ára þeg-
ar hann dó, en ég man ennþá
sorgina sem greip þegar ég heyrði
fréttina." Sömu sögu hefur Shari,
sem er hálfþrítug, að segja.
„Versta augnablik í lífi mínu,“
segir hún, „þegar ég frétti að
hetjan mín væri látin. Ég var
stödd á diskóteki með nokkrum
vinum mínum. Allt í einu var
tónlistin stöðvuð og tilkynnt um
lát hans. Ég féll saman og grét í
marga daga.
Það var svo sérstakt við Presley
að hann höfðaði til allra, jafnt
ungra sem gamalla, og gerir það
enn.“
Nýlega rættist margra ára
draumur Shari, er hún heimsótti
óðal Presleys, Graceland, þar sem
hann lést árið 1977 fjörutíu og
tveggja ára að aldri. Og í sumar,
fer Todd Slaughter og eitt þúsund
aðrir breskir aðdáendur til
Memphis til að votta rokkkóngi
allra tíma virðingu sína.
snarað/VAJ
Rokkkóngurinn er látinn og lifir þó. Ný kynslóð Presleyaódáenda er
ekki síður heilluð af Elvis en foreldrar þeirrar.
Lengi lifi
konungurinn
Elvis Presley sló fyrst í gegn
fyrir þrjátíu árum og dægurlaga-
tónlistin var ekki sú sama á eftir.
í dag sjá milljónir aðdáenda um
að eldurinn sem Elvis kveikti,
brenni jafn heitt og nokkru sinni
íyrr. Jafnvel Todd Slaughter, rit-
ari í breska Presley aðdáenda
klúbbnum, er furðu lostinn yfir
þeim vinsældum sem Presley nýt-
ur og ekkert lát virðist á. Með-
limir í klúbbnum eru tvöhundruð
þúsund og þar af eru fjörutíu pró-
sent sextán ára og yngri.
„Allir kannast við nafn hans,“
segir Todd. „Og margir unglingar
hafa alist upp við Presley. Hann
er orðinn þeirra goð.“
Þetta á við upp hina tuttugu
og eins árs gömlu Jane Edwards,
sem drakk í sig Presley aðdáun-
ina með móðurmjólkinni, og
skartar hreykin breiðu belti með
nafni Elvis.
Syngur eins og engill
„Ég ólst upp við Presley“ segir
hún. „Pabbi og mamma voru al-
veg vitlaus í tónlistina hans. Ég
býst við að það megi segja að ég
haft erft aðdáunina og ástina á
Presley. Ég lít svo á að jafnvel
eftir allan þennan tíma hafi eng-
inn slegið konungnum við.“
En hvað er svona heillandi við
Presley?
Urval
ERT ÞÚ BUINN AÐ NÁ i MARSHEFTID?
MARSOÉ987 - VERÐ KR. >90
3. HEFTI
Skop
frvprtotakcrl&nahrincrannaáNewYork -3
ÆSisJ' / Nærhan
* dOO* / Ástmáme
/ Stjömmerki
....
// % / Þess vegna gaíst ég upp á hjónabandinu 42
l' / Borginþarsemtíminnstóðkyrr.........49
^ / Eiginmaðurinnsemhvarf...............53
/ SkiptapinnáHjaUasandi..............98
Yoko Ono: Við emm að vitkast......74 jé
f Hugsmiorðm.........................77
LanghymingamiríTexaskomaaftur.....78
VarðgæsiríþjónustuBandaríkjahers..83
' Örlagaríkurdiykkur...............86
ÓbilandikjarkuiJoniDunn..........89
Völundarhús.......................96
'b'
RRffiÍTOÍy .
r
aSr*
ASKRIFTASSIMINN ER 27022
I