Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 9
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987. 51 I snjó á Sprengisandi. Þannig búnir óku fjórmenningarnir norður yfir hálendið árið 1933. Yfir Tungnaá var róið á bátkænu sem tæpast bar bílinn. fWÉW Fyrir skömmu lagði fríður flokkur jeppakarla á Sprengisand og ætlaði norður í land. Þeir urðu þó frá að hverfa áður en komið var til byggða fyrir norðan. Sprengisandsleiðin hefur löngum reynst mönnum erfið en um leið freistandi. Fyrir meira en hálfri öld var þessi leið fyrst farin á bíl og þá að sumarlagi. Þótt leiðangurs- menn hrepptu slæmt veður og farkosturinn væri ósköp frumstæð- ur í samanburði við jeppana, sem nú urðu frá að hverfa, komst hann þó alla leið. Þetta var sumarið 1933. Þetta var Ford T, árgerð 1927 - einn af þessum jálkum sem báru hróður bílasmiðsins Henrys Ford um víða veröld. Leiðangursmenn í þessari fyrstu bílferð yfir Sprengisand voru fjórir - allt þjóðkunnir menn. Þeir voru Einar Magnússon, síðar rektor við Menntaskólann í Reykjavík, Valdimar Sveinbjörnsson mennta- skólakennari, Jón J. Víðis land- mælingamaður og Sigurður Jónsson frá Láug sem var bílstjóri. Svaðilför Jón J. Víðis hafði myndavél með- ferðis og tók þær myndir sem hér birtast. Hann skráði einnig ferða- söguna sem á köflum er lygasögu líkust og margir mundu hika við að trúa ef myndirnar væru ekki til sönnunar. Myndirnar á nú Bjarni Einarsson frá Túni. Jón hafði lengi látið sig dreyma um að komast þessa leið og lagði fyrstu drög að ferðinni þrem árum áður. Þá gerði hann kort af leið- inni eftir landabréfum sem mjög voru komin til ára sinna. I raun og veru hafði þessi hluti hálendis- ins aldrei verið mældur almenni- lega þannig að styðjast varð að mestu við frásagnir þeirra sem far- ið höfðu Sprengisand á hestum. Þrátt fyrir að leiðangursmenn væru vanbúnir lögðu þeir upp í ferðina snemma morguns þann 14. ágúst. Jón sagði frá því í dagbók sinni að árrisulum bæjarbúum hefði þótt undarlegt að sjá þar sem þeir félagar óku inn Laugaveginn í hellirigningu. Bíllinn var opinn og sátu þeir þar fjórir „í regnkáp- um, með sjóhatta á höfðum“. Auk þess höfðu þeir spennt yfir sig stóra og mikla regnhlíf sem þeir fundu þó fljótt að hentaði illa að hafa uppi þegar bíllinn var á ferð. Þeir létu þó veðrið ekki á sig fá og höfðu á orði að „hann yrði varla verri á Sprengisandi". LífróðuryfirTungnaá Þeir fóru greitt fyrsta áfangann og voru að kvöldi komir að Haldinu við Tungnaá. Þá höfðu þcir lagt að baki 153 kílómetra. Tungnaá var einn versti farartálminn á leiðinni. Yfir ána urðu þeir að ferja bílinn á bátkænu og eru myndir Jóns sönnun þess að það var hægt. Tveir þeirra reru lifróður á bátnum yfir straumharða ána. Til öryggis festu þeir brúsa við bílinn. Þeir áttu að fljóta upp ef allt sykki. Það væri þá hægt að vita með vissu hvar bíllinn hefði sokkið. En yfir komust þeir og eftir þetta tók við seinfær leiðin inn á hálend- ið. Fyrstu dagana forðuðust þeir reiðveginn, sem fylgir graslendinu, og völdu heldur sanda og jökulöld- ur. Dagleiðirnar gerðust nú stuttar en leiðin var valin eftir því sem best leit út hverju sinni. Á Sprengi- sandi komu þeir aftur inn á reið- götuna sem var greiðfær. Á Á Sprengisandi var áð í blindbyl. Þótt Ford T, árgerð 1927, værl traust farartæki þá átti hann það til að bila. sandinum hrepptu þeir þó hið versta veður með linnulausri snjó- komu. Áfram var þó haldið enda farið að styttast norður af. Þeir ætluðu að koma niður i Bárðardal og tókst það eftir nokkra snúninga. Að Mýri í Bárðardal komust þeir síðla dags sunnudaginn 20. ágúst og höfðu þá verið sjö daga á fjöllum. Koma þeirra þótti miklum tíðind- um sæta í dalnum og dreif að fólk til að skoða farartækið og farþega þess. Eftir þetta var haldið um byggðir suður aftur og komið til Reykjavík- ur 25. ágúst, á 12. degi frá því lagt var upp þaðan. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.