Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
53
Kötturinn Brandur er sennilega ákafasti aðdáandi listamannsins. í baksýn má sjá nýja skúlptúra og málverk eftir
Gunnar Örn, þar á meðal verk þar sem blandað er saman gifsi og graníthnullungum. DV-myndir Al
vinna. Hefði ég verið i listaskóla og
lært að vinna innan um fjölda manns
væri ég sennilega mannblendnari."
Gunnar Orn hugsar sig um meðan
kötturinn Brandur músabani gerir
leifturárásir á gamla og marglita
vinnuvettlinga sem liggja á gólfinu.
Allt í einu ber tvo hrafna við
gluggann á vinnustofunni. Þeir beita
upp í vindhviðurnar og nýsast fyrir.
Listamaðurinn brosir breitt þegar
hann sér þá.
„Maður er nú ekki aldeilis einn
meðan maður fær svona heimsóknir.
Hrafnarnir koma hingað reglulega í
mat síðan ég hóf fjöldamorð á mús-
um.
Nei, hér gerist meira í kringum
mann heldur en í Reykjavík. Allt
umhverfið er iðandi af lífi.
Það er kannski ekki eins mikið um
myndlistarlega örvun og hvatningu
hér eins og í bænum. Maður verður
þá bara að hvetja sig sjálfur, reka
sig áfram með harðri hendi.“
Engar vífilengjur
Sveitungarnir hafa ekki sýnt
áhuga á hinum aðflutta listamanni
að Kambi?
„Nei, þeir skipta sér ekki af mér.
Nágrannar mínir hafa að vísu komið
í heimsókn og hafa ekkert verið að
fara í felur með skoðanir sínar. Mér
er minnisstæður gamall bóndi sem
gaumgæfði myndirnar mínar lengi,
sagði svo: - Þetta er nú bara helvíti
skemmtilegt miðað við að þetta er
ekki neitt. Þegar ég spurði hvað
hann ætti við sagði hann: - Þær eru
ekki eins og myndir eiga að vera.
Það fannst mér dáldið gott.
Annar sagðist vera ánægður með
litina hjá mér en var ekki eins sáttur
við myndefnið.
Ég kann vel að meta svona hrein-
skilni. Bændur eru eins og sjómenn
að þessu leyti, þeir eru ekki með
neinar vífilengjur heldur segja hlut-
ina beint út. Það er jú í stíl við það
sem ég er að reyna að gera í málverk-
inu.“
Hafa viðhorf Gunnars Arnar til
myndlistar nokkuð breyst á tuttugu
ára ferli?
„Ég skal segja þér, við Þorsteinn
Jónsson fórum í fyrra með litla yfir-
litssýningu á verkum mínum upp á
Akranes, ákveðnir í að græða pen-
inga. Við seldum eina mynd, and-
virðið fór upp í flutninga á
sýningunni en ég var ekkert óhress
með það. Sýningin gladdi mig nefni-
lega þar sem hún sýndi mér fram á
samhengið í því sem ég hef verið að
gera frá upphafi.
Slekk á rökhyggjunni
Ég byrjaði sem sjómaður og er enn-
þá að fiska nema hvað nú legg ég
netin í undirdjúp minnar eigin vit-
undar, ef ég má vera skáldlegur.
Ég slekk einfaldlega á rökhyggj-
unni, svona eins og súrrealistarnir,
og hleypi alls kyns duldum upplifun-
um, hugdettum og tilfinningum upp
á yfirborðið, reyni síðan að búa til
nokkurs konar drama í litum úr þess-
um efniviði. Þar á ég sennilega
eitthvað sameiginlegt með express-
jónistum.“
En er ekki slítandi að gera svona
út á tilfinningar? spyr ég.
„Ekki ef maður lærir að treysta
þeim. Ég hef trú á tilfinningasveifl-
um, með þeim er undirvitundin,
sálin, hvað sem þú vilt nefna það,
að reyna að segja okkur eitthvað.
Nú veit ég til dæmis að það þýðir
ekkert fyrir mig að mála þegar ég er
í skúlptúrstuði - og öfugt.
Það er eins og mér sé ýtt úr einu
í annað. Ef ég er í úlfakreppu í mál-
verkinu teikna ég viðstöðulaust. Á
endanum kemur að því að teikningin
kallar á frekari meðferð í málverki.
Það kemur líka fyrir að ég kemst
í gang með því að prófa mig áfram
með hugmyndir í mónótýpu en þá
teikna ég með pensli á glerplötu og
þrykki einu sinni eftir hverri plötu
á pappírsörk.
Mónótýpan hefur nefnilega sér-
staka áferð sem mér er kær.
Skúlptúr í málverki
Svo gerist það oft að þegar ég er
búinn að mála um hríð grípur mig
sterk löngun til að gera eitthvað
annað við þessa hluti sem eru að
gerjast í málverkinu. Þá er það sem
ég fer að klappa í grjót eða móta úr
gifsi og steypu.
Nokkru eftir að ég var byrjaður á
skúlptúr fyrir alvöru leit ég yfir það
sem ég hafði verið að mála þar á
undan og sá þá að ég var með form
á stalli í annarri hverri mynd.
Skúlptúrinn var því ofur eðlilegt
framhald á málverkunum. En þetta
skildi ég ekki fyrr en eftir á, reyni
að forðast að gera skynsamlegar út-
tektir á því sem ég er að gera.“
Finnur listamaðurinn fyrir ein-
hverju í sér sem segir: Stopp, myndin
er búin? Gunnar Örn hugsar sig um
andartak, dregur svo fram nýlegt
málverk.
„Sko, mér finnst ég ráða svo litlu
um það. Hér er til dæmis mynd þar
sem litróf Kóbra mannanna, Svavars
og þeirra,- sem eru raunar í uppá-
haldi hjá mér, fór allt í einu að birtast
á striganum. Mér fannst þessir litir
eiginlega ekki eiga heima þarna en
inn í málverkið voru þeir komnir og
ég leyfði þeim að vera þar áfram.
Satt að segja er ég aldrei ánægður
með þau málverk sem ég geri. Þau
eru eins konar málamiðlun. En það
er lífið líka.“
Innflutningsleyfi fyrir nýstefnu
Hvernig bregst tilfinningamaður
við úlfakreppu í myndlist sinni?
„Ég get orðið ansi niðurdreginn,
fæ jafnvel slæm höfuðverkjaköst af
einskæru óþoli. Það bregst ekki. Þá
er ég náttúrlega ekkert skemmtileg-
ur á heimili.“
Uppistaðan í myndlist Gunnars
Arnar er með figúratífu yfirbragði
þó hann meðhöndli hana frjálslega.
Gæti hann ekki komið sömu tilfinn-
ingum til skila í afstrakt formi?
„Það held ég ekki. Frá upphafi
höfðaði fígúratíf túlkun alltaf mest
til mín. Ætli að ekki megi segja að
í þessum fígúrum mínum kristallist
ýmislegt það sem er að gerjast í
minni eigin undirvitund sem ég held
að gangi að einhverju levti út á af-
stöðu mína til tilfinningalífsins.
Meira get ég ekki um þessar fígúrur
sagt nema hvað ég er viss um að af-
strakt form kæmu ekki að sama
gagni."
Upp úr 1982, þegar Gunnar Örn
söðlaði um í list sinni og hóf að til-
einka sér ýmis vinnubrögð hins
svokallaða „nýja expressjónisma”.
deildu sumir ungir listamenn á hann
fvrir hentistefnu.
„Jú, þeir létu sumir eins og þeir
væru með innflutningsleyfi fyrir
þessari nýstefnu, eins og þeir ættu
einir rétt á því að gera sér mat úr
henni. „Gamall málari yngir upp."
var viðkvæðið hjá þeim.
Ég tek svona umtal yfirleitt ekki
nærri mér en fannst þetta sífur samt
fremur hvimleitt. Það dró úr trú
minni á mannbætandi áhrif listsköp-
unar á listamenn."
Framtíð á íslandi?
Gunnar Örn hafði mikið umleikis
á siðasta ári. Fyrir utan þrjár sýning-
ar í Reykjavík voru verk hans sýnd
á fjórum stöðum erlendis, fyrst á Art
Fair í Chicago, síðan i galleríi Ac-
hims Möller í New York, þar sem
mónótýpur hans voru sýndir með
teikningum Picassos, þar næst á al-
þjóðlegri sýningu í Búdapest, loks á
teiknisýningu í Tókýó. Á þessu ári
verður hann aftur á Art Fair í
Chicago, heldur einkasýningu á
skúlptúr hjá Möller, tekur loks þátt
í mikilli norrænni menningarhátíð í
Tókýó.
Þegar maður sér svona lista og
veit það jafnframt að á árinu 1986
var listamaðurinn nánast kauplaus
hér heima í átta mánuði verður
manni á að spyrja hvort framtíð
Gunnars Arnar komi ekki til með
að ráðast í útlöndum fremur en á
íslandi.
„Auðvitað gleður mig að vita af
fólki úti í löndum sem er ánægt með
það sem ég er að gera og vill veita
mér brautargengi. En ég hef engan
áhuga á að setjast að í útlöndum.
Mitt líf kemur til með að snúast um
Kamb þótt ég geti vel hugsað mér
að leggjast í ferðalög öðru hvoru.“
í tvö ár hefur Gunnar Örn verið á
samningi hjá virtum galleríeiganda
í New York, Achim Möller. en hann
sérhæfir sig í eldri módernistum, til
dæmis Picasso og þýsku expressjón-
istunum. Hver er reynsla hans af því
samstarfi?
Trúnaðarsamband við gall-
eríeiganda
„Ég hef verið mjög heppinn. Milli
okkar Achims hefur myndast trún-
aðarsamband sem lýsir sér meðal
annars í því að við höfum ekki haft
fyrir því að gera skriflegan samning.
Samt hefur allt staðið eins og stafur
á bók sem hann hefur lofað.
Achim gerði mér strax grein fyrir
því að hann ræki ekki gallerí fyrir
poppstjörnur. svona eins og þau Ca-
stelli og Marv Boone gera. heldur
væri hann að selja listaverk sem
hann teldi að hefðu varanlegt gildi.
Hann er i því að kvnna mín verk
hægt >.n markvisst með því að senda
þau á réttar samsýningar. með því
að koma þeim fvrir sjónir réttra að-
ila og svo framvegis. Þetta virðist
vera farið að bera árangur því í fvrra
hafði gagnrýnandi New York Times.
John Russell. mjög góð orð um mó-
nótýpur eftir mig sem Achim var með
til sýnis."
Einu sinni dáðir þú Picasso og
Bacon. segi ég. Ertu enn við það
heygarðshornið?
„Eg er enn afar hrifinn af Picasso.
Hann er sífellt að koma mér á óvart.
Það er varla til það vandamál i
myndlist. málverki, skúlptúr eða
grafík. sem Picasso hefur ekki glímt
við og fundið lausn á. Sjáðu til, lista-
menn eins og Matisse, Beckmann.
Munch og Jörn. sem allir eru hátt
skrifaðir hjá mér, skara fram úr hver
á sinu afmarkaða sviði meðan Pic-
asso er að brillera á svo mörgum
vígstöðvum."
Hvað urn yngri málarana, spvr ég.
áttu ekki samleið með einhverjum
þeirra?
Með hugann við Býsans
„Æ, ég veit ekki. Ég kaupi „Flash
Art“ og fleiri timarit, svona til að
fylgjast með, en það er afar sjaldan
sem ég sé nokkurn hlut í þeim sem
snertir mig. Ég er helst í því að stúd-
era býsanska list, handritalýsingar,
tréskurð og annað gamalt og gott.“
Gunnar Örn er búinn að lofa
heimasætunni að fara með hana í
útreiðartúr fyrir kvöldið. Svo þarf
að útrétta eitthvað fyrir fjölskylduna
á Hellu, bera grús á hlaðvarpann og
athuga leka meðfram glugga. Samt
virðist listamaðurinn ævinlega hafa
nægan tíma til að mála og móta ef
marka má samansafnaðar birgðir af
nýlegum verkum í vinnustofunni.
Þegar ég renni úr hlaði stígur blá-
leitur reykur upp úr pústinu á
traktomum Guggenheim sem keypt-
ur var fyrir ágóðann af verkinu sem
Gunnar Örn seldi því fræga safni.
-ai
Þú getur kallað þessa mynd Lagerstjórann. Hér kom maður um daginn sem sagði mér að hætta að mála meðan ég væri að klára þennan lager.“