Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 12
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987. Portúgalir komust fyrstir Evr- ópumanna í kynni við indíánana i frumskógum Brasilíu árið 1500. Skömmu eftir komu þeirra sendi einn leiðangursmanna, prestur að nafni Caminha, konungi Portúgala bréf þar sem hann lýsti þessu fólki. Samkvæmt frásögn Caminha voru indíánarnir friðelskandi fólk og svo gjörsneyddir allri ágirnd að ef dáðst var að glæsilegum búning- um þeirra og fjaðraskrauti gáfu þeir viðkomandi skart sitt undir- eins. Þar að auki voru þeir óþving- aðir og frjálslegir í kynferðismálum < sem virðist hafa fallið lostafullum Portúgölunum vel í geð. Sakleysi það sem lýst er í sköpun- arsögu fyrstu Mósebókar birtist prestinum holdi klætt í þessum náttúrubörnum. Frásögn hans hafði meðal annars mikil áhrif á Voltaire og kenningu hans um hinn göfuga villimann. Italski kvikmyndaframleiðand- inn Fernardo Ghia hreifst einnig af sögu indiánanna og barátta þeirra og jesúítatrúboðanna, sem sest höfðu að á meðal þeirra, gegn portúgölsku kúgurunum varð kveikjan að stórmyndinni The Mission sem frumsýnd verður í Háskólabíói í dag. Gullpálmann í Cannes The Mission, eða Trúboðsstöðin eins og myndin heitir á íslensku, hlaut Gullpálmann á kvikmynda- hátíðinni í Cannes á síðasta ári og hún hefur hlotið sjö túnefningar til óskarsverðlauna fyrir árið 1987. Það standa heldur engir aukvisar að þessari mynd. Þó hugmyndin að myndinni hafi komið frá Fern- ando Chia er hann ekki framleið- andi hennar heldur David Puttmann. Puttmann hefur meðal ; annars framleitt myndir eins og Þrælasalinn og hrokagikkurinn Mendoza (Robert De Niro) ræðir við spænska landstjórann um viðskipti með indíána. Bugsy Malone, Midnight Express, Killing Fields og Chariots of Fire. Leikstjóri er Roland Joffe en hann varð fyrst þekktur fyrir að leikstýra óskarsverðlaunamynd- inni The Killing Fields. Kvik- myndahandritið skrifaði Robert Bolt, sem á að baki stórmyndir eins og Doktor Zhivago og Arabíu Law- rence. Og með aðalhlutverkin í myndinni fara þeir Robert De Niro og breski leikarinn Jeremy Irons, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr framhalds- þáttunum Brideshead Revisited, sem sýndir voru hér fyrir nokkrum árum. Stór hluti myndarinnar er tekinn í nágrenni Iguacu fossanna í Arg- entínu. Venjulegast gengur kvikmyndagerð þannig fyrir sig að fyrst er skrifað handrit og síðan er kvikmyndinni valinn staður. Þessu er öfugt farið með The Mission. Femando Chiu fór með Robert Bolt til Argentínu í þeirri von að það mætti verða til þess að Bolt féllist á að skrifa handrit að mynd- inni. Og honun tókst það sem hann ætlaði sér. Bolt hreifst mjög af stór- brotnu landslaginu og handritið er samið með þessa ákveðnu staðsetn- ingu í huga. Sálna- og þrælaveiðar The Mission gerist í Suður- Ameríku i kringum 1750. Jesúíta- prestur, sem sendur hafði verið inn í frumskóginn, er krossfestur af indíánum og fleytt niður hin stór- kostlegu vatnsföll Igauca fossanna. Faðir Gabríel, yfirmaður trúboðs- stöðvarinnar, sem er leikinn af Jeremy Irons, ásakar sjálfan sig fyrir að hafa sent jesúítaprestinn í opinn dauðann og ákveður að fara sjálfur og leita ættbálkanna sem báru ábyrgð á dauða hans og freista þess að frelsa sálir þeirra. Indíánamir bjuggu fyrir ofan fossana miklu og þangað var mjög erfitt að komast, svo þeir höfðu fengið að lifa að mestu leyti óá- reittir og í friði fyrir hvita mannin- um. En það voru fleiri en sálnaveiðar- ar sem höfðu augastað á þessu svæði og faðir Gabríel rekst þar á þrælaveiðara undir forystu mála- liðans Mendoza sem De Niro leikur. Örlögþessara tveggja manna - prestsins og málaliðans - fléttast saman og verða óaðskiljan- leg. Mendoza selur spænska land- stjóranum Don Cabeza Guarani- indíánana sem hann fangar fyrir ofan fossana. Menn bæði óttast og Jesúitinn og fyrrverandi málaliðinn, Mendoza. I bræði verður Mendoza það á að drepa bróður sinn, einu manneskjuna sem honum þótti vænt um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.